Marta María Friðriksdóttir Bauðstu góðan daginn? Góðan daginn–dagurinn var í Reykjavík í gær. Þetta vissi ég ekki fyrr en langt var liðið á dag. Þá rakst ég óvart á myndband af borgarstjóra með risanef bjóða okkur góðan daginn. Í myndbandinu óskar hann okkur til hamingju með daginn og hálfpartinn stærir sig af því hversu vel tókst til í fyrra. Bakþankar 1.9.2011 21:53 Bráðskemmtilegt veður Veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið, alltaf!“ sagði sessunautur minn með miklum þunga, þegar ég velti fyrir mér að skrifa um veðrið og komandi haust í þessum pistli mínum í dag. Hún bætti því svo við að veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið alltaf og klykkti út með því að samræður um veður og veðurtengd málefni gætu verið svo rosalega skemmtilegar. Bakþankar 18.8.2011 21:59 Ferðast fram og til baka Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun. Bakþankar 21.7.2011 22:16 Um gæsluvarðhald Oft er áhugavert fyrir fyrir ungan laganema að fylgjast með umræðu um lögfræðitengd málefni. Á undanförnum vikum hef ég tvisvar sinnum rætt um gæsluvarðhald við vini og vandamenn. Annars vegar um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum og hins vegar yfir 21 árs litháískri stúlku. Bakþankar 7.7.2011 17:51 Tegundinni útrýmt? Tvær fréttir vöktu sérstaka athygli mína síðustu daga, þegar blöðunum var flett yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Fréttirnar eru annars vegar að sjötíu prósent dýrara er að aka hringinn í kringum Ísland og hins vegar að kjördæmapot hafi nú verið upprætt af fjárlaganefnd. Bakþankar 23.6.2011 16:56 Ruslaborgin Reykjavík? Ruslið mitt var stimplað. Einn af þessum hráslagalegu morgnum í vikunni tók ég í fyrsta sinn eftir stórum bláum einn og fimm, fimmtán, framan á ruslatunnunni minni. Aðlögunartíminn sem veittur var í maí er liðinn og sorphirða hefur breyst; fimmtán metra reglan gildir. Þegar ég settist inn í bílinn eftir að hafa losað mig við ruslapokann var mér orðið svo kalt á „sumar“morgni í Reykjavík að ég hálfvorkenndi vesalings sorphirðumönnunum sem þurfa að ganga þessa plús fimmtán metra á tíu daga fresti til að sækja ruslatunnuna mína. Ég er viss um að hver einasti sentimetri eftir fimmtán metrana hafi stuðlað að því að mér varð svona kalt. Fram að fimmtán metra mörkunum var sumar og sól. Bakþankar 6.3.2009 10:13 Tengjast kirkjugarðar trú? Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit. Bakþankar 29.8.2010 22:31 Helgi eyjanna Verslunarmannahelgin með öllu því sem henni fylgir er nú yfirstaðin. Á þessari mestu ferðahelgi ársins fór ég og dvaldi á fagurri eyju. Reyndar ekki þeirri sem allir virtust vera að fara til og allt stefndi í metfjölda á. Heldur annarri eyju, í öðrum landshluta. Þar var líf og fjör alla helgina þannig að rætt var um að eyjur væru „inn“ um verslunarmannahelgina. Bakþankar 2.8.2010 22:17 Reiðhjólið dregið fram Reiðhjólið var dregið út úr bílskúrnum með erfiðismunum fyrr í vor, þar sem það hafði grafist undir tómum pappakössum og ýmsum ónotuðum hlutum. Hjólið hafði verið mikið notað í fyrrasumar en safnaði ryki þar til í vor. Það var pússað upp og smurt úti í garði áður en það var tekið til notkunar. Fyrstu vikurnar var það notað óspart, hjólað var til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. Bakþankar 19.7.2010 22:04 Farsími stjórnar lífinu Nýjasta uppgötvun mín er sú að ég get ómögulega lifað án farsímans míns. Ég áttaði mig á þessu síðastliðinn laugardag. Þannig er mál með vexti að ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi í miðbænum, sem ekki er í frásögur færandi nema ég var örlítið sein fyrir og ætlaði mér að láta hana vita á leiðinni. Þá vill ekki betur til en svo að ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að síminn hafði orðið eftir heima, á eldhúsborðinu. Nú voru góð ráð dýr og ég flýtti mér sem mest ég mátti, lagði á Skólavörðuholtinu og hljóp niður Skólavörðustíginn þar sem ég mætti undrandi augum ferðamannanna á leiðinni. Á kaffihúsið var vinkonan líka sein. Bakþankar 5.7.2010 16:19
Bauðstu góðan daginn? Góðan daginn–dagurinn var í Reykjavík í gær. Þetta vissi ég ekki fyrr en langt var liðið á dag. Þá rakst ég óvart á myndband af borgarstjóra með risanef bjóða okkur góðan daginn. Í myndbandinu óskar hann okkur til hamingju með daginn og hálfpartinn stærir sig af því hversu vel tókst til í fyrra. Bakþankar 1.9.2011 21:53
Bráðskemmtilegt veður Veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið, alltaf!“ sagði sessunautur minn með miklum þunga, þegar ég velti fyrir mér að skrifa um veðrið og komandi haust í þessum pistli mínum í dag. Hún bætti því svo við að veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið alltaf og klykkti út með því að samræður um veður og veðurtengd málefni gætu verið svo rosalega skemmtilegar. Bakþankar 18.8.2011 21:59
Ferðast fram og til baka Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun. Bakþankar 21.7.2011 22:16
Um gæsluvarðhald Oft er áhugavert fyrir fyrir ungan laganema að fylgjast með umræðu um lögfræðitengd málefni. Á undanförnum vikum hef ég tvisvar sinnum rætt um gæsluvarðhald við vini og vandamenn. Annars vegar um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum og hins vegar yfir 21 árs litháískri stúlku. Bakþankar 7.7.2011 17:51
Tegundinni útrýmt? Tvær fréttir vöktu sérstaka athygli mína síðustu daga, þegar blöðunum var flett yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Fréttirnar eru annars vegar að sjötíu prósent dýrara er að aka hringinn í kringum Ísland og hins vegar að kjördæmapot hafi nú verið upprætt af fjárlaganefnd. Bakþankar 23.6.2011 16:56
Ruslaborgin Reykjavík? Ruslið mitt var stimplað. Einn af þessum hráslagalegu morgnum í vikunni tók ég í fyrsta sinn eftir stórum bláum einn og fimm, fimmtán, framan á ruslatunnunni minni. Aðlögunartíminn sem veittur var í maí er liðinn og sorphirða hefur breyst; fimmtán metra reglan gildir. Þegar ég settist inn í bílinn eftir að hafa losað mig við ruslapokann var mér orðið svo kalt á „sumar“morgni í Reykjavík að ég hálfvorkenndi vesalings sorphirðumönnunum sem þurfa að ganga þessa plús fimmtán metra á tíu daga fresti til að sækja ruslatunnuna mína. Ég er viss um að hver einasti sentimetri eftir fimmtán metrana hafi stuðlað að því að mér varð svona kalt. Fram að fimmtán metra mörkunum var sumar og sól. Bakþankar 6.3.2009 10:13
Tengjast kirkjugarðar trú? Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit. Bakþankar 29.8.2010 22:31
Helgi eyjanna Verslunarmannahelgin með öllu því sem henni fylgir er nú yfirstaðin. Á þessari mestu ferðahelgi ársins fór ég og dvaldi á fagurri eyju. Reyndar ekki þeirri sem allir virtust vera að fara til og allt stefndi í metfjölda á. Heldur annarri eyju, í öðrum landshluta. Þar var líf og fjör alla helgina þannig að rætt var um að eyjur væru „inn“ um verslunarmannahelgina. Bakþankar 2.8.2010 22:17
Reiðhjólið dregið fram Reiðhjólið var dregið út úr bílskúrnum með erfiðismunum fyrr í vor, þar sem það hafði grafist undir tómum pappakössum og ýmsum ónotuðum hlutum. Hjólið hafði verið mikið notað í fyrrasumar en safnaði ryki þar til í vor. Það var pússað upp og smurt úti í garði áður en það var tekið til notkunar. Fyrstu vikurnar var það notað óspart, hjólað var til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. Bakþankar 19.7.2010 22:04
Farsími stjórnar lífinu Nýjasta uppgötvun mín er sú að ég get ómögulega lifað án farsímans míns. Ég áttaði mig á þessu síðastliðinn laugardag. Þannig er mál með vexti að ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi í miðbænum, sem ekki er í frásögur færandi nema ég var örlítið sein fyrir og ætlaði mér að láta hana vita á leiðinni. Þá vill ekki betur til en svo að ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að síminn hafði orðið eftir heima, á eldhúsborðinu. Nú voru góð ráð dýr og ég flýtti mér sem mest ég mátti, lagði á Skólavörðuholtinu og hljóp niður Skólavörðustíginn þar sem ég mætti undrandi augum ferðamannanna á leiðinni. Á kaffihúsið var vinkonan líka sein. Bakþankar 5.7.2010 16:19
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent