Landsdómur Vilhelm: Deutsche Bank stöðvaði lán "með öllum ráðum“ Vilhelm Þorsteinsson, f. forstöðumaður fjárstýringar Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í dag að stór hópur starfsmanna Glitnis hefði unnið að því fram eftir öllu ári 2008 að tryggja fjármögnun bankans. Hann sagði að lánalína frá þýska risabankanum Deutsche Bank hefði reynst ótryggari en talið hefði verið að lokum, þar sem litið hefði verið á hana sem neyðarlánalínu sem mögulegt væri að grípa til í erfiðri stöðu. "Þegar við gengum á bankann, um hvers vegna það gengi ekki [að draga á línuna innsk. blm.] þá fengum við þau svör að bankinn myndi gera allt til þess að koma í veg fyrir að þetta gengi eftir,“ sagði Vilhelm. Innlent 9.3.2012 11:06 Segist hafa kynnt hugmyndir um minnkun bankakerfisins Tryggvi Þór Herbertsson var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu til þess að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. Innlent 9.3.2012 10:49 Yfirtakan á Glitni myndi fella alla bankana Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, segir að sér hafi hugnast sú leið Seðlabankans að taka yfir 75% hlut í Glitni mjög illa. Stoðir, einn helsti eigandi Glitnis, færi þá á hausinn og af stað færi bolti sem myndi fella alla bankana. Innlent 9.3.2012 10:00 Kaupþing var rúið trausti Kaupþing var gersamlega rúið trausti á alþjóðlegum mörkuðum í febrúar 2008. Þetta sagði Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans í vitnastúku í Landsdómi í dag. Sturla segir ráðgjafa hjá JP Morgan hafa sagt að StoreBrand, sem var í eigu íslenskra aðila, væri undirverðlagt um 35 prósent eingöngu vegna þess að StoreBrand væri í eigu íslenskra aðila sem nytu ekki trausts. Innlent 9.3.2012 09:29 Fimmti dagur aðalmeðferðarinnar Fimmti dagur réttarhaldanna er hafinn í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans er fyrstur í vitnastúku. Á eftir honum kemur svo Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður en hann var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á árinu 2008. Innlent 9.3.2012 09:07 Dagur 4 í Landsdómi - 298 Twitter færslur Fjórða degi Landsdómsmálsins lauk um fjögur leytið í dag, þegar Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og nú yfirmaður lögfræðisviðs Arion banka, lauk skýrslugjöf sinni. Á undan henni höfðu Jón Þór Sturluson, f. aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, f. forstjóri FME, Hreiðar Már Sigurðsson, f. forstjóri Kaupþings, Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri vátryggingasviðs FME, og Þorsteinn Már Baldvinsson, f. stjórnarformaður Glitnis og forstjóri Samherja. Viðskipti innlent 8.3.2012 21:56 Kaupþingsforstjóri skaut fast á seðlabankastjóra í rafmögnuðu lofti Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Innlent 8.3.2012 19:10 Hafði gríðarlegar áhyggjur af Icesave-reikningunum Ráðuneytisstjóra í samráðshópi um fjármálastöðugleika greindi á um það hvort ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda sumarið 2008. Sjóðurinn sjálfur ber ábyrgð á Icesave-innistæðunum. Innlent 8.3.2012 16:01 Eignasala í Noregi hefði losað um 900 milljónir evra Allan tímann sem ég var stjórnarmaður Glitnis þá var upp á lagt að draga úr kostnaði og hagræða, sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður Glitnis þegar bankinn hrundi. Hann sagði að þetta hefði verið gert með sölu eigna meðal annars og að segja upp 200 manns. Nánast hefði verið búið að ganga frá sölu eigna í Noregi til Nordea sem hefði losað um 900 milljónir evra. Það hefði ekki gengið eftir fall Lehman Brothers 15. september 2008. Innlent 8.3.2012 15:14 Hreiðar Már neitaði að svara spurningum fréttamanna Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings neitaði að tjá sig nokkuð um vitnisburð sinn fyrir Landsdómi þegar hann kom út úr réttarsalnum. Þrátt fyrir að gengið væri á hann um að tjá sig um vitnisburðinn svaraði hann engu. Hér má sjá þegar Hreiðar Már yfirgefur Landsdóm. Innlent 8.3.2012 14:45 Starfsmenn sérstaks saksóknara fylgdust með Hreiðari Starfsmenn Sérstaks saksóknara voru á meðal áhorfenda í Landsdómi þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í dag. Þeir fóru út jafnskjótt og Hreiðar þegar hann hafði lokið við vitnisburð sinn. Innlent 8.3.2012 14:44 Hreiðari heitt í hamsi "Mér bara blöskrar,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson um málflutning þeirra fulltrúa Seðlabankans sem hafa borið vitni í Landsdómi. Innlent 8.3.2012 13:59 Engin formleg tilmæli um að minnka bankana Kaupþingsmenn fengu engin formleg tilmæli á árinu 2008 um að bankinn skyldi minnka. Þetta fullyrti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings fyrir Landsdómi í dag. "Það voru engin formleg tilmæli, engir fundir eða minnisblöðð eða beinlínis óskir um að bankinn myndi minnka sig,“ sagði Hreiðar Már. Hins vegar hefðu Kaupþingsmenn fundið fyrir áhyggjum stjórnvalda af stöðu mála á árinu 2008. Innlent 8.3.2012 13:25 Jónas í viðtali: Hefði átt að stækka FME hraðar Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins ræddi við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 að lokinni yfirheyrslu í Landsdómi nú eftir hádegi. Hér má sjá viðtalið við Jónas í heild sinni. Innlent 8.3.2012 13:15 Ekki hægt að þvinga Landsbankann í Icesave-málinu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi. Innlent 8.3.2012 11:35 Hlátrasköll í dómssal Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, stýrir réttahöldum af mikilli ákveðni. Nú sem endranær er tíminn fyrir hvert vitni naumt skammtaður. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari og Andri Árnason, verjandi Geirs, hafa þó fengið nokkuð ríflegan tíma til að taka skýrslu af Jónasi Fr. Jónssyni. Innlent 8.3.2012 10:54 "Pabbi, þú ert aldrei heima nema á morgnana" "Þegar ég tók við Fjármálaeftirlitinu var stofnunin ákaflega vanmáttug. Það voru 35 starfsmenn og mikil starfsmannavelta,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. Að auki hafi upplýsingakerfi verið léleg. Innlent 8.3.2012 10:12 Urðu fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Innlent 8.3.2012 09:45 Fulltrúar bankanna mæta í Landsdóm í dag "Mér var ljóst að það voru aðsteðjandi hættumerki frá því í ársbyrjun 2008,“ sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra. "En sú hætta var ekki bráð framan af. Hættan magnaðist upp í takt við það sem tíminn leið,“ sagði hann. Innlent 8.3.2012 09:22 Dagur 3 í Landsdómsmáli - 301 Twitter færsla Degi þrjú í Landsdómsmálinu lauk í dag, skömmu fyrir klukkan sex síðdegis, eftir að Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra, hafði lokið við skýrslugjöf. Fyrir dóminn í dag komu Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi stjórnarmaður Seðlabanka Íslands og nú hagfræðingur hjá norska seðlabankanum, Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri hjá fjármálaráðuneytinu, Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og nú lögmaður hjá Landslögum, Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME, og fyrrnefndur Jón Sigurgeirsson. Viðskipti innlent 7.3.2012 23:03 Líkti íslensku bönkunum við Maddoff Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Innlent 7.3.2012 17:35 Eignir bankanna að stórum hluta loft Geir Haarde hafði mikinn hug á því að koma Icesave inn í breskt dótturfélag, sagði Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. "Ég held að það sé ekki hægt að segja a ðhann hafi vanrækt það að gera það sem þurfti að gera til að fá þessu framgengt,“ sagði Jón. Innlent 7.3.2012 16:38 Fjármálaeftirlitið var allt of lítið Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að eftirlitið hafi verið allt of lítið af umfangi í ársbyrjun 2008 þegar hann tók við stöðu stjórnarformanns þess. "Ég tel að það hafi verið þá alveg bersýnilegt að fjöldi starfsmanna hjá eftirlitinu var langt um minna en vera þyrfti miðað við stærð bankakerfisins sem hafði vaxið á undanförnum árum,” sagði Jón. Innlent 7.3.2012 16:03 Meiningarmunur um ríkisábyrgð á Icesave Viðskiptaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið töldu að íslenska ríkið bæri ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna samkvæmt EES tilskipunum. Þetta sagði Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og formaður samráðshóps um fjármálastöðugleika, fyrir Landsdómi í dag. Innlent 7.3.2012 15:04 Segir Geir ekki hafa haft beina aðkomu að Icesave-málinu Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, svaraði aðspurður að það hefði aldrei verið farið fram á aðkomu Geirs H. Haarde að Icesave-málinu þegar unnið var að því að koma reikningunum í dótturfélag í Bretlandi. Þessu svaraði hann í Landsdómi þegar Andri Árnason spurði hvort það hefði verið farið fram á að Geir hefði afskipti af málinu. Innlent 7.3.2012 14:39 Vissu að fall eins banka myndi orsaka fall hinna Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsæitsráðuneytinu, segir að samráðshópur um fjármálastöðugleika hafi gert sér grein fyrir því að ef einn stóru viðskiptabankanna myndi falla þá myndu þeir allir falla. Innlent 7.3.2012 13:32 Öll vitnin telja að ómögulegt hafi verið að minnka bankakerfið Allir þeir sem hafa borið nú þegar borið vitni í máli Alþingis gegn Geir Haarde telja að það hafi verið ómögulegt fyrir bankana að minnka efnahagsreikning sinn með því að selja eignir. Innlent 7.3.2012 12:57 Lýsing frá Landsdómi á nýjum Twitter reikningi Sú nýbreytni að lýsa gangi mála í Landsdómi á Twitter hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Twitter-reikningur Vísis er aðgengilegur efst á forsíðu vefsins en sökum þess að beinar útsendingar voru ekki verið leyfðar frá réttarhöldunum var ákveðið að greina frá gangi mála með þessum hætti. Þannig fá lesendur innsýn í það sem fram fer í réttarsalnum. Innlent 7.3.2012 12:50 Bætist á vitnalistann Nú eru þriðji dagur í Landsdómsmáli, réttarhöldum yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Málið hófst á skýrslutöku yfir Geir sjálfum á mánudag og á þriðjudag mættu þeir Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Hannibalsson og Davíð Oddsson. Vitnalistinn telur nú um fimmtíu manns en hann getur þó tekið breytingum. Eins og staðan er nú er vitnalistinn sem hér segir. Innlent 7.3.2012 12:45 Geir ekki beðinn um að beita sér í Icesave Aldrei kom til greina hjá samráðshópi um fjármálastöðugleika að fá atbeina Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til þess að hvetja Landsbankann til þess að flytja Icesave reikningana úr útibúi bankans yfir í dótturfélag hans í Bretlandi. Þetta sagði Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í dag. Innlent 7.3.2012 12:12 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 18 ›
Vilhelm: Deutsche Bank stöðvaði lán "með öllum ráðum“ Vilhelm Þorsteinsson, f. forstöðumaður fjárstýringar Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í dag að stór hópur starfsmanna Glitnis hefði unnið að því fram eftir öllu ári 2008 að tryggja fjármögnun bankans. Hann sagði að lánalína frá þýska risabankanum Deutsche Bank hefði reynst ótryggari en talið hefði verið að lokum, þar sem litið hefði verið á hana sem neyðarlánalínu sem mögulegt væri að grípa til í erfiðri stöðu. "Þegar við gengum á bankann, um hvers vegna það gengi ekki [að draga á línuna innsk. blm.] þá fengum við þau svör að bankinn myndi gera allt til þess að koma í veg fyrir að þetta gengi eftir,“ sagði Vilhelm. Innlent 9.3.2012 11:06
Segist hafa kynnt hugmyndir um minnkun bankakerfisins Tryggvi Þór Herbertsson var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu til þess að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. Innlent 9.3.2012 10:49
Yfirtakan á Glitni myndi fella alla bankana Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, segir að sér hafi hugnast sú leið Seðlabankans að taka yfir 75% hlut í Glitni mjög illa. Stoðir, einn helsti eigandi Glitnis, færi þá á hausinn og af stað færi bolti sem myndi fella alla bankana. Innlent 9.3.2012 10:00
Kaupþing var rúið trausti Kaupþing var gersamlega rúið trausti á alþjóðlegum mörkuðum í febrúar 2008. Þetta sagði Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans í vitnastúku í Landsdómi í dag. Sturla segir ráðgjafa hjá JP Morgan hafa sagt að StoreBrand, sem var í eigu íslenskra aðila, væri undirverðlagt um 35 prósent eingöngu vegna þess að StoreBrand væri í eigu íslenskra aðila sem nytu ekki trausts. Innlent 9.3.2012 09:29
Fimmti dagur aðalmeðferðarinnar Fimmti dagur réttarhaldanna er hafinn í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans er fyrstur í vitnastúku. Á eftir honum kemur svo Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður en hann var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á árinu 2008. Innlent 9.3.2012 09:07
Dagur 4 í Landsdómi - 298 Twitter færslur Fjórða degi Landsdómsmálsins lauk um fjögur leytið í dag, þegar Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og nú yfirmaður lögfræðisviðs Arion banka, lauk skýrslugjöf sinni. Á undan henni höfðu Jón Þór Sturluson, f. aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, f. forstjóri FME, Hreiðar Már Sigurðsson, f. forstjóri Kaupþings, Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri vátryggingasviðs FME, og Þorsteinn Már Baldvinsson, f. stjórnarformaður Glitnis og forstjóri Samherja. Viðskipti innlent 8.3.2012 21:56
Kaupþingsforstjóri skaut fast á seðlabankastjóra í rafmögnuðu lofti Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Innlent 8.3.2012 19:10
Hafði gríðarlegar áhyggjur af Icesave-reikningunum Ráðuneytisstjóra í samráðshópi um fjármálastöðugleika greindi á um það hvort ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda sumarið 2008. Sjóðurinn sjálfur ber ábyrgð á Icesave-innistæðunum. Innlent 8.3.2012 16:01
Eignasala í Noregi hefði losað um 900 milljónir evra Allan tímann sem ég var stjórnarmaður Glitnis þá var upp á lagt að draga úr kostnaði og hagræða, sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður Glitnis þegar bankinn hrundi. Hann sagði að þetta hefði verið gert með sölu eigna meðal annars og að segja upp 200 manns. Nánast hefði verið búið að ganga frá sölu eigna í Noregi til Nordea sem hefði losað um 900 milljónir evra. Það hefði ekki gengið eftir fall Lehman Brothers 15. september 2008. Innlent 8.3.2012 15:14
Hreiðar Már neitaði að svara spurningum fréttamanna Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings neitaði að tjá sig nokkuð um vitnisburð sinn fyrir Landsdómi þegar hann kom út úr réttarsalnum. Þrátt fyrir að gengið væri á hann um að tjá sig um vitnisburðinn svaraði hann engu. Hér má sjá þegar Hreiðar Már yfirgefur Landsdóm. Innlent 8.3.2012 14:45
Starfsmenn sérstaks saksóknara fylgdust með Hreiðari Starfsmenn Sérstaks saksóknara voru á meðal áhorfenda í Landsdómi þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í dag. Þeir fóru út jafnskjótt og Hreiðar þegar hann hafði lokið við vitnisburð sinn. Innlent 8.3.2012 14:44
Hreiðari heitt í hamsi "Mér bara blöskrar,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson um málflutning þeirra fulltrúa Seðlabankans sem hafa borið vitni í Landsdómi. Innlent 8.3.2012 13:59
Engin formleg tilmæli um að minnka bankana Kaupþingsmenn fengu engin formleg tilmæli á árinu 2008 um að bankinn skyldi minnka. Þetta fullyrti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings fyrir Landsdómi í dag. "Það voru engin formleg tilmæli, engir fundir eða minnisblöðð eða beinlínis óskir um að bankinn myndi minnka sig,“ sagði Hreiðar Már. Hins vegar hefðu Kaupþingsmenn fundið fyrir áhyggjum stjórnvalda af stöðu mála á árinu 2008. Innlent 8.3.2012 13:25
Jónas í viðtali: Hefði átt að stækka FME hraðar Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins ræddi við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 að lokinni yfirheyrslu í Landsdómi nú eftir hádegi. Hér má sjá viðtalið við Jónas í heild sinni. Innlent 8.3.2012 13:15
Ekki hægt að þvinga Landsbankann í Icesave-málinu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi. Innlent 8.3.2012 11:35
Hlátrasköll í dómssal Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, stýrir réttahöldum af mikilli ákveðni. Nú sem endranær er tíminn fyrir hvert vitni naumt skammtaður. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari og Andri Árnason, verjandi Geirs, hafa þó fengið nokkuð ríflegan tíma til að taka skýrslu af Jónasi Fr. Jónssyni. Innlent 8.3.2012 10:54
"Pabbi, þú ert aldrei heima nema á morgnana" "Þegar ég tók við Fjármálaeftirlitinu var stofnunin ákaflega vanmáttug. Það voru 35 starfsmenn og mikil starfsmannavelta,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. Að auki hafi upplýsingakerfi verið léleg. Innlent 8.3.2012 10:12
Urðu fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Innlent 8.3.2012 09:45
Fulltrúar bankanna mæta í Landsdóm í dag "Mér var ljóst að það voru aðsteðjandi hættumerki frá því í ársbyrjun 2008,“ sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra. "En sú hætta var ekki bráð framan af. Hættan magnaðist upp í takt við það sem tíminn leið,“ sagði hann. Innlent 8.3.2012 09:22
Dagur 3 í Landsdómsmáli - 301 Twitter færsla Degi þrjú í Landsdómsmálinu lauk í dag, skömmu fyrir klukkan sex síðdegis, eftir að Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra, hafði lokið við skýrslugjöf. Fyrir dóminn í dag komu Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi stjórnarmaður Seðlabanka Íslands og nú hagfræðingur hjá norska seðlabankanum, Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri hjá fjármálaráðuneytinu, Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og nú lögmaður hjá Landslögum, Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME, og fyrrnefndur Jón Sigurgeirsson. Viðskipti innlent 7.3.2012 23:03
Líkti íslensku bönkunum við Maddoff Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Innlent 7.3.2012 17:35
Eignir bankanna að stórum hluta loft Geir Haarde hafði mikinn hug á því að koma Icesave inn í breskt dótturfélag, sagði Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. "Ég held að það sé ekki hægt að segja a ðhann hafi vanrækt það að gera það sem þurfti að gera til að fá þessu framgengt,“ sagði Jón. Innlent 7.3.2012 16:38
Fjármálaeftirlitið var allt of lítið Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að eftirlitið hafi verið allt of lítið af umfangi í ársbyrjun 2008 þegar hann tók við stöðu stjórnarformanns þess. "Ég tel að það hafi verið þá alveg bersýnilegt að fjöldi starfsmanna hjá eftirlitinu var langt um minna en vera þyrfti miðað við stærð bankakerfisins sem hafði vaxið á undanförnum árum,” sagði Jón. Innlent 7.3.2012 16:03
Meiningarmunur um ríkisábyrgð á Icesave Viðskiptaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið töldu að íslenska ríkið bæri ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna samkvæmt EES tilskipunum. Þetta sagði Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og formaður samráðshóps um fjármálastöðugleika, fyrir Landsdómi í dag. Innlent 7.3.2012 15:04
Segir Geir ekki hafa haft beina aðkomu að Icesave-málinu Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, svaraði aðspurður að það hefði aldrei verið farið fram á aðkomu Geirs H. Haarde að Icesave-málinu þegar unnið var að því að koma reikningunum í dótturfélag í Bretlandi. Þessu svaraði hann í Landsdómi þegar Andri Árnason spurði hvort það hefði verið farið fram á að Geir hefði afskipti af málinu. Innlent 7.3.2012 14:39
Vissu að fall eins banka myndi orsaka fall hinna Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsæitsráðuneytinu, segir að samráðshópur um fjármálastöðugleika hafi gert sér grein fyrir því að ef einn stóru viðskiptabankanna myndi falla þá myndu þeir allir falla. Innlent 7.3.2012 13:32
Öll vitnin telja að ómögulegt hafi verið að minnka bankakerfið Allir þeir sem hafa borið nú þegar borið vitni í máli Alþingis gegn Geir Haarde telja að það hafi verið ómögulegt fyrir bankana að minnka efnahagsreikning sinn með því að selja eignir. Innlent 7.3.2012 12:57
Lýsing frá Landsdómi á nýjum Twitter reikningi Sú nýbreytni að lýsa gangi mála í Landsdómi á Twitter hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Twitter-reikningur Vísis er aðgengilegur efst á forsíðu vefsins en sökum þess að beinar útsendingar voru ekki verið leyfðar frá réttarhöldunum var ákveðið að greina frá gangi mála með þessum hætti. Þannig fá lesendur innsýn í það sem fram fer í réttarsalnum. Innlent 7.3.2012 12:50
Bætist á vitnalistann Nú eru þriðji dagur í Landsdómsmáli, réttarhöldum yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Málið hófst á skýrslutöku yfir Geir sjálfum á mánudag og á þriðjudag mættu þeir Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Hannibalsson og Davíð Oddsson. Vitnalistinn telur nú um fimmtíu manns en hann getur þó tekið breytingum. Eins og staðan er nú er vitnalistinn sem hér segir. Innlent 7.3.2012 12:45
Geir ekki beðinn um að beita sér í Icesave Aldrei kom til greina hjá samráðshópi um fjármálastöðugleika að fá atbeina Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til þess að hvetja Landsbankann til þess að flytja Icesave reikningana úr útibúi bankans yfir í dótturfélag hans í Bretlandi. Þetta sagði Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í dag. Innlent 7.3.2012 12:12
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent