Það sem hefur þó valdið mestu fjaðrafoki, er ekki eitthvað nýtt sem er á myndinni, heldur eitthvað gamalt, sem er ekki á myndinni. Logi Geimgengill.
Það liggur fyrir að Mark Hamill lék í myndinni sem gerist um 30 árum eftir að Return of the Jedi. Margir telja að hann hafi verið í felum síðan og muni snúa aftur til að þjálfa nýja kynslóð Jedi riddara.
Önnur kenning, sem þykir nú frekar ólíkleg, er að Logi sé í raun á veggspjaldinu. Þar sé hann með grímu og haldi á rauðu geislasverði og sé í raun Kylo Ren. Disney hefur þó áður gefið út að leikarinn Adam Driver muni leika Kylo og því þykir þessi kenning hæpin.
Í kvöld verður svo ný stikla úr myndinni birt. Stiklan verður fyrst birt í auglýsingahléi á ESPN í kvöld, en skömmu eftir það verður henni dreift á samfélagsmiðlum.
Þessi bútur úr stiklunni var birtur í gær, en kynningarstarfið fyrir myndina The Force Awakens virðist vera komið í fimmta gír.
Forsala miða á myndina í Bretlandi hófst í dag, tveimur mánuðum áður en myndin byrjar í sýningum. Heimasíður þar sem hægt er að kaupa miða fóru þó á hliðina mjög fljótt eftir að salan hófst.