Leifsstöð rýmd vegna brunaboða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 19:39 Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Vísir/Valli Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd um sexleytið í kvöld vegna þess að brunavarnarkerfið í byggingunni fór í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fór rafmagnið af allri byggingunni og fóru brunaboð af stað í kjölfarið í suðurhluta flugstöðvarinnar en öll flugstöðin var síðan rýmd. „Það kom síðan í ljós þegar farið var að kanna málið að ekki var um eld að ræða neins staðar í byggingunni og var farþegum því aftur hleypt inn í flugstöðina,“ segir Atli Már Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir ekki vitað hvað olli því að brunavarnarkerfið fór í gang en farið verður í það núna í kvöld að kanna hvað gerðist. Atli Már segir að allir þeir sem hafi farið út fyrir öryggissvæði eða á milli svæða í flugstöðinni þurfi aftur að fara í gegnum öryggisleit. Hann segir ekki ljóst hversu margir hafi farið út úr flugstöðinni en mikil örtröð hefur verið í Leifsstöð í allan dag, ekki hvað síst vegna þess hversu margir Íslendingar eru á leiðinni til Parísar á landsleik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM sem fer fram á morgun. Ljóst er að einhverjar tafir verða á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld en Atli Már segir að allt sé nú að komast í eðlilegt horf í flugstöðinni. Isavia hafa ekki borist neinar upplýsingar um það hvort einhver farþegi hafi þurft áfallahjálp vegna rýmingarinnar en flugstöðvar hafa í gegnum tíðina meðal annars verið skotmark hryðjuverkamanna. Þá eru alltaf einhverjir sem kljást við flughræðslu og líður því kannski ekkert sérstaklega vel fyrir á flugvelli. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd um sexleytið í kvöld vegna þess að brunavarnarkerfið í byggingunni fór í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fór rafmagnið af allri byggingunni og fóru brunaboð af stað í kjölfarið í suðurhluta flugstöðvarinnar en öll flugstöðin var síðan rýmd. „Það kom síðan í ljós þegar farið var að kanna málið að ekki var um eld að ræða neins staðar í byggingunni og var farþegum því aftur hleypt inn í flugstöðina,“ segir Atli Már Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir ekki vitað hvað olli því að brunavarnarkerfið fór í gang en farið verður í það núna í kvöld að kanna hvað gerðist. Atli Már segir að allir þeir sem hafi farið út fyrir öryggissvæði eða á milli svæða í flugstöðinni þurfi aftur að fara í gegnum öryggisleit. Hann segir ekki ljóst hversu margir hafi farið út úr flugstöðinni en mikil örtröð hefur verið í Leifsstöð í allan dag, ekki hvað síst vegna þess hversu margir Íslendingar eru á leiðinni til Parísar á landsleik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM sem fer fram á morgun. Ljóst er að einhverjar tafir verða á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld en Atli Már segir að allt sé nú að komast í eðlilegt horf í flugstöðinni. Isavia hafa ekki borist neinar upplýsingar um það hvort einhver farþegi hafi þurft áfallahjálp vegna rýmingarinnar en flugstöðvar hafa í gegnum tíðina meðal annars verið skotmark hryðjuverkamanna. Þá eru alltaf einhverjir sem kljást við flughræðslu og líður því kannski ekkert sérstaklega vel fyrir á flugvelli.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira