Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti 2. júlí 2016 21:45 Özil fagnar marki sínu. vísir/epa Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira