Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2016 14:29 Biles með gullmedalíuna sína. vísir/getty Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. Þessi 19 ára fimleikadrottning, sem er aðeins 1,45 m á hæð, hefur slegið í gegn í Ríó og sýndi glæsileg tilþrif þegar bandaríska liðið vann öruggan sigur í liðakeppni áhaldafimleika í fyrradag. Biles á eftir að keppa á nokkrum greinum á Ólympíuleikunum og á eflaust eftir að bæta fleiri verðlaunum í safnið á næstu dögum. Það er þó ekki eins og Biles hafi skotist fyrst fram á sjónarsviðið á þessum Ólympíuleikum. Hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð.Biles hefur ótrúlega stjórn á líkama sínum.vísir/gettyBiles er talin ein besta fimleikakona allra tíma og Nastia Liukin, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2008, segir að eins og staðan sé í dag sé hún ósigrandi. Öfugt við margt annað fimleikafólk er Biles mjög fjölhæf og sterk í mörgum greinum. Hún hefur t.a.m. unnið til gullverðlauna á HM í öllum greinum nema á tvíslá. Biles fæddist 14. mars 1997 í Columbus í ríkinu Ohio. Hún ólst upp hjá afa sínum og stjúpömmu í Texas en móðir hennar var ófær um að sjá um hana og systkini hennar vegna eiturlyfjafíknar. Föður sinn hitti hún aldrei. Afi og stjúpamma Biles ættleiddu hana og systur hennar árið 2003, sama ár og hún byrjaði að æfa fimleika, sex ára gömul. Þegar hún var átta ára byrjaði hún að æfa undir handleiðslu Aimee Boorman sem hefur verið þjálfari hennar allar götur síðan.Biles á eflaust eftir að bæta fleiri Ólympíumedalíum í safnið á næstu dögum.vísir/gettyBiles sýndi mikinn metnað fyrir íþróttinni og í stað þess að fara í menntaskóla var henni kennt heima. Þetta gerði Biles kleift að æfa meira og það bar svo sannarlega árangur, þótt hún viðurkenni að hafa fundist heimakennslan leiðinleg. Biles þreytti frumraun sína á HM árið 2013, þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Og hún gerði sér lítið fyrir og vann til tveggja gullverðlauna. Biles varð m.a. fyrsta blökkukonan til að verða heimsmeistari í samanlögðum æfingum. Biles bætti um betur á HM 2014 þegar hún vann fern gullverðlaun og var þar með orðin sigursælasti Bandaríkjamaðurinn á HM frá upphafi með sex gullverðlaun. Sex gull urðu svo að 10 á HM 2015 þar sem Biles vann til fernra gullverðlauna. Biles er nú byrjuð að láta að sér kveða á allra stærsta sviðinu, sjálfum Ólympíuleikunum, og stjarna hennar skín skærar en nokkru sinnum fyrr.Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Sjá meira
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. Þessi 19 ára fimleikadrottning, sem er aðeins 1,45 m á hæð, hefur slegið í gegn í Ríó og sýndi glæsileg tilþrif þegar bandaríska liðið vann öruggan sigur í liðakeppni áhaldafimleika í fyrradag. Biles á eftir að keppa á nokkrum greinum á Ólympíuleikunum og á eflaust eftir að bæta fleiri verðlaunum í safnið á næstu dögum. Það er þó ekki eins og Biles hafi skotist fyrst fram á sjónarsviðið á þessum Ólympíuleikum. Hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð.Biles hefur ótrúlega stjórn á líkama sínum.vísir/gettyBiles er talin ein besta fimleikakona allra tíma og Nastia Liukin, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2008, segir að eins og staðan sé í dag sé hún ósigrandi. Öfugt við margt annað fimleikafólk er Biles mjög fjölhæf og sterk í mörgum greinum. Hún hefur t.a.m. unnið til gullverðlauna á HM í öllum greinum nema á tvíslá. Biles fæddist 14. mars 1997 í Columbus í ríkinu Ohio. Hún ólst upp hjá afa sínum og stjúpömmu í Texas en móðir hennar var ófær um að sjá um hana og systkini hennar vegna eiturlyfjafíknar. Föður sinn hitti hún aldrei. Afi og stjúpamma Biles ættleiddu hana og systur hennar árið 2003, sama ár og hún byrjaði að æfa fimleika, sex ára gömul. Þegar hún var átta ára byrjaði hún að æfa undir handleiðslu Aimee Boorman sem hefur verið þjálfari hennar allar götur síðan.Biles á eflaust eftir að bæta fleiri Ólympíumedalíum í safnið á næstu dögum.vísir/gettyBiles sýndi mikinn metnað fyrir íþróttinni og í stað þess að fara í menntaskóla var henni kennt heima. Þetta gerði Biles kleift að æfa meira og það bar svo sannarlega árangur, þótt hún viðurkenni að hafa fundist heimakennslan leiðinleg. Biles þreytti frumraun sína á HM árið 2013, þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Og hún gerði sér lítið fyrir og vann til tveggja gullverðlauna. Biles varð m.a. fyrsta blökkukonan til að verða heimsmeistari í samanlögðum æfingum. Biles bætti um betur á HM 2014 þegar hún vann fern gullverðlaun og var þar með orðin sigursælasti Bandaríkjamaðurinn á HM frá upphafi með sex gullverðlaun. Sex gull urðu svo að 10 á HM 2015 þar sem Biles vann til fernra gullverðlauna. Biles er nú byrjuð að láta að sér kveða á allra stærsta sviðinu, sjálfum Ólympíuleikunum, og stjarna hennar skín skærar en nokkru sinnum fyrr.Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Sjá meira