Lallana tryggði Englandi sigurinn í fyrsta leik Stóra Sams | Sjáðu markið og rauða spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2016 18:00 Englendingar fagna sigurmarkinu. vísir/getty Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. Liverpool-maðurinn skoraði eina leiksins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lallana átti þá skot vinstra megin úr teignum sem Matus Kozácik, markvörður Slóvakíu, missti klaufalega undir sig. Englendingar eru nú komnir með þrjú stig í F-riðli í undankeppni HM 2018 en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í lokakeppninni í Rússlandi. Englendingar léku einum fleiri bróðurpartinn af seinni hálfleik eftir að Martin Skrtel, fyrirliði Slóvakíu, var rekinn af velli á 57. mínútu fyrir að traðka á Harry Kane. Lallana var besti leikmaður Englands í leiknum og hann komst nálægt því að skora þegar hann átti skot í stöngina á 76. mínútu. Skömmu síðar átti hann fínt skot sem Kozácik varði vel. Varamaðurinn Theo Walcott skoraði undir lok leiksins en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar kom svo markið dýrmæta. Slóvakar voru mjög varfærnir og varnarsinnaðir og til marks um það áttu þeir ekki skot að marki í leiknum í dag. Í sama riðli gerðu Litháen og Slóveníu 2-2 jafntefli í Vilníus. Bostjan Cesar tryggði Slóvenum stig þegar hann jafnaði metin í 2-2 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fedor Cernych og Vykintas Slivka skoruðu mörk Litháa á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og heimamenn leiddu 2-0 allt fram á 77. mínútu þegar Rene Krhin minnkaði muninn. Cesar skoraði svo jöfnunarmarkið á elleftu stundu eins og áður sagði.Skrtel fær rautt Lallana skorar sigurmarkið HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. Liverpool-maðurinn skoraði eina leiksins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lallana átti þá skot vinstra megin úr teignum sem Matus Kozácik, markvörður Slóvakíu, missti klaufalega undir sig. Englendingar eru nú komnir með þrjú stig í F-riðli í undankeppni HM 2018 en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í lokakeppninni í Rússlandi. Englendingar léku einum fleiri bróðurpartinn af seinni hálfleik eftir að Martin Skrtel, fyrirliði Slóvakíu, var rekinn af velli á 57. mínútu fyrir að traðka á Harry Kane. Lallana var besti leikmaður Englands í leiknum og hann komst nálægt því að skora þegar hann átti skot í stöngina á 76. mínútu. Skömmu síðar átti hann fínt skot sem Kozácik varði vel. Varamaðurinn Theo Walcott skoraði undir lok leiksins en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar kom svo markið dýrmæta. Slóvakar voru mjög varfærnir og varnarsinnaðir og til marks um það áttu þeir ekki skot að marki í leiknum í dag. Í sama riðli gerðu Litháen og Slóveníu 2-2 jafntefli í Vilníus. Bostjan Cesar tryggði Slóvenum stig þegar hann jafnaði metin í 2-2 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fedor Cernych og Vykintas Slivka skoruðu mörk Litháa á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og heimamenn leiddu 2-0 allt fram á 77. mínútu þegar Rene Krhin minnkaði muninn. Cesar skoraði svo jöfnunarmarkið á elleftu stundu eins og áður sagði.Skrtel fær rautt Lallana skorar sigurmarkið
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira