Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 18:00 Aron Pálmarsson á ferðinni í fyrri leik liðanna í Höllinni. vísir/ernir EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. Það er lítið annað um fyrri hálfleik að segja en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Íslenska liðið var ömurlega lélegt. Sóknarleikurinn klaufalegur og hægur. Skotin léleg og enginn virtist vita hvað hann ætlaði sér að gera. Pínlegt að horfa á þetta. Dómgæslan var léleg en sóknarleikur Íslands var lélegri. Ekki bætti úr skák að Íslandsbaninn Martin Galia hélt uppteknum þeim óþolandi hætti að verja eins og berserkur gegn okkur. Hann varði um tíu skot í hálfleiknum. Varnarleikurinn var upp og ofan en Björgvin Páll gat ekki klukkað tuðruna í markinu. Aron Rafn kom allt of seint af bekknum. Ef hann hefði ekki komið inn hefði vond staða verið skelfileg í hálfleik. Aron Rafn bjargaði því sem hægt var að bjarga á lokamínútunum. Engu að síður leiddu Tékkar með fimm marka mun í hálfleik, 14-9. Lengi framan af síðari hálfleik gekk ekkert hjá strákunum að saxa á forskotið þó svo bæði vörn- og sóknarleikur væri mun betri en í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrökk íslenska liðið aftur á móti í gang. Er fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 23-22, og Tékkar að fara á taugum á meðan okkar menn voru í stuði. Tékkar fengu að hanga lengi á boltanum og skoruðu órúlega dýrmætt mark er þrjár mínútur voru eftir. 25-23. Aron lét svo verja frá sér og vonin dó endanlega er Tékkar skoruðu í kjölfarið. Þetta þýðir að vonin um að komast á EM er lítil. Íslenska liðið átti einfaldlega ekki góðan leik í dag. Aron Pálmarsson er stjarna liðsins og á að draga vagninn. Hann var heillum horfinn í þessum leik og munar um minna. Ólafur Guðmundsson hafði ekkert fram að færa, Rúnar Kárason gat ekkert í fyrri hálfleik og fór á bekkinn og sat þar til enda. Kári slakur á línunni og grátlegt að geta ekki fengið meira út úr línusendingum Arons. Guðjón Valur skilaði sínu allan leikinn og innkoma Janusar Daða í síðari hálfleik var vítamínið sem liðið þurfti. Hann var frábær. Stal boltum í vörninni, eins og Alexander Petersson, og var beittur í sókninni. Ómar Ingi lék af skynsemi en skoraði aðeins eitt mark. Aron Rafn varði ágætlega. Leikurinn var of kaflaskiptur og liðið nýtti færin sín hrikalega illa. Í raun var liðið sjálfu sér verst. Strákarnir köstuðu frá sér þeim tækifærum sem gáfust í leiknum. Andlegi styrkurinn virðist ekki vera nógu mikill. Þetta lið er einfaldlega ekki orðið nógu gott eins og þetta tap gegn Tékklandi sannaði. Frammistaða liðsins í undankeppninni hefur valdið vonbrigðum. Það eru leikmenn í liðinu sem geta mun betur en það er ekki nóg að tala um það. Það verður að sýna og sanna. Það gengur illa. Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Tékkland - Ísland:
EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. Það er lítið annað um fyrri hálfleik að segja en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Íslenska liðið var ömurlega lélegt. Sóknarleikurinn klaufalegur og hægur. Skotin léleg og enginn virtist vita hvað hann ætlaði sér að gera. Pínlegt að horfa á þetta. Dómgæslan var léleg en sóknarleikur Íslands var lélegri. Ekki bætti úr skák að Íslandsbaninn Martin Galia hélt uppteknum þeim óþolandi hætti að verja eins og berserkur gegn okkur. Hann varði um tíu skot í hálfleiknum. Varnarleikurinn var upp og ofan en Björgvin Páll gat ekki klukkað tuðruna í markinu. Aron Rafn kom allt of seint af bekknum. Ef hann hefði ekki komið inn hefði vond staða verið skelfileg í hálfleik. Aron Rafn bjargaði því sem hægt var að bjarga á lokamínútunum. Engu að síður leiddu Tékkar með fimm marka mun í hálfleik, 14-9. Lengi framan af síðari hálfleik gekk ekkert hjá strákunum að saxa á forskotið þó svo bæði vörn- og sóknarleikur væri mun betri en í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrökk íslenska liðið aftur á móti í gang. Er fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 23-22, og Tékkar að fara á taugum á meðan okkar menn voru í stuði. Tékkar fengu að hanga lengi á boltanum og skoruðu órúlega dýrmætt mark er þrjár mínútur voru eftir. 25-23. Aron lét svo verja frá sér og vonin dó endanlega er Tékkar skoruðu í kjölfarið. Þetta þýðir að vonin um að komast á EM er lítil. Íslenska liðið átti einfaldlega ekki góðan leik í dag. Aron Pálmarsson er stjarna liðsins og á að draga vagninn. Hann var heillum horfinn í þessum leik og munar um minna. Ólafur Guðmundsson hafði ekkert fram að færa, Rúnar Kárason gat ekkert í fyrri hálfleik og fór á bekkinn og sat þar til enda. Kári slakur á línunni og grátlegt að geta ekki fengið meira út úr línusendingum Arons. Guðjón Valur skilaði sínu allan leikinn og innkoma Janusar Daða í síðari hálfleik var vítamínið sem liðið þurfti. Hann var frábær. Stal boltum í vörninni, eins og Alexander Petersson, og var beittur í sókninni. Ómar Ingi lék af skynsemi en skoraði aðeins eitt mark. Aron Rafn varði ágætlega. Leikurinn var of kaflaskiptur og liðið nýtti færin sín hrikalega illa. Í raun var liðið sjálfu sér verst. Strákarnir köstuðu frá sér þeim tækifærum sem gáfust í leiknum. Andlegi styrkurinn virðist ekki vera nógu mikill. Þetta lið er einfaldlega ekki orðið nógu gott eins og þetta tap gegn Tékklandi sannaði. Frammistaða liðsins í undankeppninni hefur valdið vonbrigðum. Það eru leikmenn í liðinu sem geta mun betur en það er ekki nóg að tala um það. Það verður að sýna og sanna. Það gengur illa. Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Tékkland - Ísland:
EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira