Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2017 18:30 Valdís Þóra lék á samtals níu höggum yfir pari. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45