Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 30. ágúst 2019 10:00 Afturelding hefur verið í efri helmingi Olís-deildarinnar undanfarin ár. vísir/bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins átta daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að sjöunda liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti - (2. september)6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirElvar Ásgeirsson er farinn til Stuttgart í Þýskalandi.vísir/báraÍþróttadeild spáir því að Afturelding endi í sjötta sæti deildarinnar líkt og síðustu tvö ár. Mosfellingar eru á sínu sjötta tímabili í röð í Olís-deildinni undir stjórn Einars Andra Einarssonar. Fyrstu tvö tímabilin voru frábær þar sem Afturelding komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Tímabilið 2016-17 komust Mosfellingar svo í bikarúrslit. Síðustu tvö tímabil hefur liðið gefið aðeins eftir og endað í 6. sæti. Afturelding er samt orðið stöðugt efstu deildarlið sem það hefur ekki verið frá því um aldamótin. Afturelding missti prímusmótorinn í sókninni, Elvar Ásgeirsson, og sinn jafnbesta mann síðan liðið kom upp, Árna Braga Eyjólfsson. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Karolis Stropus eiga að fylla skarð Elvars í sameiningu og Guðmundur Árni Ólafsson tekur stöðu Árna Braga í hægra horninu. Mosfellingar hafa verið afar óheppnir með meiðsli lykilmanna og Einar Andri vonast væntanlega til að geta teflt sínu sterkasta liði oftar fram en undanfarin ár.Komnir/Farnir:Komnir: Karolis Stropus frá Litháen Þorsteinn Gauti Hjálmarsson frá Fram Sveinn Jose Rivera frá Val Guðmundur Árni Ólafsson frá HKFarnir: Finnur Ingi Stefansson til Vals Árni Bragi Eyjólfsson til KIF Kolding Elvar Ásgeirsson til TVB Stuttgart Kristinn Hrannar Bjarkason til Fram Emils Kurzmineisk til Lettlands Pálmar Pétursson hættur Sturla Magnusson til ValsArnór Freyr Stefánsson átti gott tímabil í fyrra.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Aftureldingar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 6. sæti (27,0) Skotnýting - 7. sæti (58,1%) Vítanýting - 10. sæti (69%) Hraðaupphlaupsmörk - 10. sæti (49) Stoðsendingar í leik - 5. sæti (9,8) Tapaðir boltar í leik - 4. sæti (8,0)Vörn og markvarsla Aftureldingar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 6. sæti (26,5) Hlutfallsmarkvarsla - 5. sæti (31,7%) Varin víti - 6. sæti (13) Stolnir boltar - 5. sæti (81) Varin skot í vörn - 3. sæti (59) Lögleg stopp í leik - 9. sæti (17,3)Tumi Steinn Rúnarsson fær aukna ábyrgð í vetur.vísir/daníelLíklegt byrjunarlið Aftureldingar í vetur: Markvörður - Arnór Freyr Stefánsson - 28 ára Vinstra horn - Júlíus Þórir Stefánsson - 28 ára Vinstri skytta - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson - 24 ára Miðja - Tumi Steinn Rúnarsson - 19 ára Hægri skytta - Birkir Benediktsson - 23 ára Hægra horn - Guðmundur Árni Ólafsson - 29 ára Lína - Einar Ingi Hrafnsson - 35 ára Varnarmaður - Böðvar Páll Ásgeirsson - 25 áraGuðmundur Árni Ólafsson skrifaði undir þriggja ára samning við Aftureldingu í vor.mynd/aftureldingFylgist með Guðmundur Árni Ólafsson (f. 1990) er ekki ungur og efnilegur leikmaður eins og flestir í þessum flokki. Hann er hins vegar kominn á fullt aftur í handboltann eftir hlé og hefur litið afar vel út á undirbúningstímabilinu. Guðmundur Árni lék nánast ekkert tímabilið 2017-18 og á síðasta tímabili lék hann jafnan sem skytta með HK í Grill 66 deildinni. Guðmundur Árni verður á sínum stað í hægra horninu í vetur og hann er frábær hornamaður. Það er ekki svo langt síðan Selfyssingurinn lék sem atvinnumaður og bankaði fast á dyrnar í A-landsliðinu. Vonandi kemst Guðmundur Árni aftur á flug því fáa leikmenn er skemmtilegra að horfa á en hann.Þrátt fyrir ungan aldur er Einar Andri Einarsson gríðarlega reyndur þjálfari.vísir/báraÞjálfarinn Einar Andri Einarsson er að hefja sitt sjötta tímabil sem þjálfari Aftureldingar. Hann hefur fest Mosfellinga í sessi í efstu deild en dreymir væntanlega um að ná sömu hæðum og fyrstu ár sín með liðið. Prestssonurinn var áður þjálfari FH og gerði liðið að Íslandsmeisturum ásamt Kristjáni Arasyni 2011. Árið eftir komust FH-ingar aftur í úrslit. Einar Andri á tíu tímabil að baki sem þjálfari í efstu deild og lið hans hafa níu sinnum komist í úrslitakeppnina.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Afturelding Hvað segir sérfræðingurinn?„Það er áhugavert tímabil framundan hjá Aftureldingu. Þeir missa mikið í Elvari [Ásgeirssyni] sem er búinn að vera burðarrás í liðinu síðastliðinn ár. Svo eru Árni Bragi [Eyjólfsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] farnir úr hægra horninu. Á sama tíma mun mæða mikið á Tuma Steini sem kom eins og ferskir vindar inn í þetta lið í fyrra,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Aftureldingarliðið. „Þeir eru einnig að fá mjög sterkan útlending sem kom sterkt inn í deildina með Víkingi fyrir nokkrum árum. Svo fá þeir líka inn ungan línumann í Jose sem mun bæta breiddina hjá þeim. Það mæðir mikið á Einari Andri að púsla saman breyttu liði. Nú er hann með þyngri leikmenn og það þýðir væntanlega þyngri bolti. Áhugaverðir tímar framundan,“ sagði Guðlaugur Arnarsson.Afturelding komst síðast í lokaúrslit fyrir þremur árum.vísir/anton brinkHversu langt síðan að Afturelding ... ... varð Íslandsmeistari: 20 ár (1999) ... varð deildarmeistari: 19 ár (2000) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2016) ... varð bikarmeistari: 20 ár (1999) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 0 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 2 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2016) ... féll úr deildinni: 6 ár (2013) ... kom upp í deildina: 5 ár (2014)Gengi Aftureldingar í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 6. sæti í deildinni 2016-17 4. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 8. sæti í deildinni 2011-12 7. sæti í deildinniGengi Aftureldingar í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Lokaúrslit 2014-15 Lokaúrslit 2013-14 B-deild 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppniEinar Ingi Hrafnsson í kröppum dansi.vísir/daníelAð lokum Óvissan er kannski meiri hjá Aftureldingu en síðustu ár. Hún tengist aðallega því hvernig gengur að fylla skarð Elvars sem var bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og mikið mæddi á honum. Þorsteinn Gauti var góður hjá Fram þar sem hann var með ótakmarkað skotleyfi en þetta er öðruvísi áskorun. Arnór Freyr Stefánsson er einn besti markvörður deildarinnar en honum til halds og trausts eru óreyndir strákar. Arnór missti af um þriðjungi síðasta tímabils vegna meiðsla og Afturelding má ekki við því í vetur. Svo þarf Birkir Benediktsson að haldast heill sem er bjartsýni því seinheppnari leikmenn eru vandfundnir. Birkir er gríðarlega öflug skytta og það væri gaman að sjá hann eiga eitt dúndurtímabil. Afturelding er með einn besta línumann deildarinnar í sínum röðum, Einar Inga Hrafnsson. Síðustu tvö tímabil hefur hann varla fengið boltann og verið grátlega illa nýttur. Mosfellingar þurfa að bæta úr því í vetur. Sjötta sætið hefur orðið niðurstaðan undanfarin tvö ár og það er erfitt að sjá Aftureldingu ógna liðunum sem er spáð efstu fimm sætunum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins átta daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að sjöunda liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti - (2. september)6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirElvar Ásgeirsson er farinn til Stuttgart í Þýskalandi.vísir/báraÍþróttadeild spáir því að Afturelding endi í sjötta sæti deildarinnar líkt og síðustu tvö ár. Mosfellingar eru á sínu sjötta tímabili í röð í Olís-deildinni undir stjórn Einars Andra Einarssonar. Fyrstu tvö tímabilin voru frábær þar sem Afturelding komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Tímabilið 2016-17 komust Mosfellingar svo í bikarúrslit. Síðustu tvö tímabil hefur liðið gefið aðeins eftir og endað í 6. sæti. Afturelding er samt orðið stöðugt efstu deildarlið sem það hefur ekki verið frá því um aldamótin. Afturelding missti prímusmótorinn í sókninni, Elvar Ásgeirsson, og sinn jafnbesta mann síðan liðið kom upp, Árna Braga Eyjólfsson. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Karolis Stropus eiga að fylla skarð Elvars í sameiningu og Guðmundur Árni Ólafsson tekur stöðu Árna Braga í hægra horninu. Mosfellingar hafa verið afar óheppnir með meiðsli lykilmanna og Einar Andri vonast væntanlega til að geta teflt sínu sterkasta liði oftar fram en undanfarin ár.Komnir/Farnir:Komnir: Karolis Stropus frá Litháen Þorsteinn Gauti Hjálmarsson frá Fram Sveinn Jose Rivera frá Val Guðmundur Árni Ólafsson frá HKFarnir: Finnur Ingi Stefansson til Vals Árni Bragi Eyjólfsson til KIF Kolding Elvar Ásgeirsson til TVB Stuttgart Kristinn Hrannar Bjarkason til Fram Emils Kurzmineisk til Lettlands Pálmar Pétursson hættur Sturla Magnusson til ValsArnór Freyr Stefánsson átti gott tímabil í fyrra.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Aftureldingar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 6. sæti (27,0) Skotnýting - 7. sæti (58,1%) Vítanýting - 10. sæti (69%) Hraðaupphlaupsmörk - 10. sæti (49) Stoðsendingar í leik - 5. sæti (9,8) Tapaðir boltar í leik - 4. sæti (8,0)Vörn og markvarsla Aftureldingar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 6. sæti (26,5) Hlutfallsmarkvarsla - 5. sæti (31,7%) Varin víti - 6. sæti (13) Stolnir boltar - 5. sæti (81) Varin skot í vörn - 3. sæti (59) Lögleg stopp í leik - 9. sæti (17,3)Tumi Steinn Rúnarsson fær aukna ábyrgð í vetur.vísir/daníelLíklegt byrjunarlið Aftureldingar í vetur: Markvörður - Arnór Freyr Stefánsson - 28 ára Vinstra horn - Júlíus Þórir Stefánsson - 28 ára Vinstri skytta - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson - 24 ára Miðja - Tumi Steinn Rúnarsson - 19 ára Hægri skytta - Birkir Benediktsson - 23 ára Hægra horn - Guðmundur Árni Ólafsson - 29 ára Lína - Einar Ingi Hrafnsson - 35 ára Varnarmaður - Böðvar Páll Ásgeirsson - 25 áraGuðmundur Árni Ólafsson skrifaði undir þriggja ára samning við Aftureldingu í vor.mynd/aftureldingFylgist með Guðmundur Árni Ólafsson (f. 1990) er ekki ungur og efnilegur leikmaður eins og flestir í þessum flokki. Hann er hins vegar kominn á fullt aftur í handboltann eftir hlé og hefur litið afar vel út á undirbúningstímabilinu. Guðmundur Árni lék nánast ekkert tímabilið 2017-18 og á síðasta tímabili lék hann jafnan sem skytta með HK í Grill 66 deildinni. Guðmundur Árni verður á sínum stað í hægra horninu í vetur og hann er frábær hornamaður. Það er ekki svo langt síðan Selfyssingurinn lék sem atvinnumaður og bankaði fast á dyrnar í A-landsliðinu. Vonandi kemst Guðmundur Árni aftur á flug því fáa leikmenn er skemmtilegra að horfa á en hann.Þrátt fyrir ungan aldur er Einar Andri Einarsson gríðarlega reyndur þjálfari.vísir/báraÞjálfarinn Einar Andri Einarsson er að hefja sitt sjötta tímabil sem þjálfari Aftureldingar. Hann hefur fest Mosfellinga í sessi í efstu deild en dreymir væntanlega um að ná sömu hæðum og fyrstu ár sín með liðið. Prestssonurinn var áður þjálfari FH og gerði liðið að Íslandsmeisturum ásamt Kristjáni Arasyni 2011. Árið eftir komust FH-ingar aftur í úrslit. Einar Andri á tíu tímabil að baki sem þjálfari í efstu deild og lið hans hafa níu sinnum komist í úrslitakeppnina.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Afturelding Hvað segir sérfræðingurinn?„Það er áhugavert tímabil framundan hjá Aftureldingu. Þeir missa mikið í Elvari [Ásgeirssyni] sem er búinn að vera burðarrás í liðinu síðastliðinn ár. Svo eru Árni Bragi [Eyjólfsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] farnir úr hægra horninu. Á sama tíma mun mæða mikið á Tuma Steini sem kom eins og ferskir vindar inn í þetta lið í fyrra,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Aftureldingarliðið. „Þeir eru einnig að fá mjög sterkan útlending sem kom sterkt inn í deildina með Víkingi fyrir nokkrum árum. Svo fá þeir líka inn ungan línumann í Jose sem mun bæta breiddina hjá þeim. Það mæðir mikið á Einari Andri að púsla saman breyttu liði. Nú er hann með þyngri leikmenn og það þýðir væntanlega þyngri bolti. Áhugaverðir tímar framundan,“ sagði Guðlaugur Arnarsson.Afturelding komst síðast í lokaúrslit fyrir þremur árum.vísir/anton brinkHversu langt síðan að Afturelding ... ... varð Íslandsmeistari: 20 ár (1999) ... varð deildarmeistari: 19 ár (2000) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2016) ... varð bikarmeistari: 20 ár (1999) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 0 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 2 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2016) ... féll úr deildinni: 6 ár (2013) ... kom upp í deildina: 5 ár (2014)Gengi Aftureldingar í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 6. sæti í deildinni 2016-17 4. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 8. sæti í deildinni 2011-12 7. sæti í deildinniGengi Aftureldingar í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Lokaúrslit 2014-15 Lokaúrslit 2013-14 B-deild 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppniEinar Ingi Hrafnsson í kröppum dansi.vísir/daníelAð lokum Óvissan er kannski meiri hjá Aftureldingu en síðustu ár. Hún tengist aðallega því hvernig gengur að fylla skarð Elvars sem var bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og mikið mæddi á honum. Þorsteinn Gauti var góður hjá Fram þar sem hann var með ótakmarkað skotleyfi en þetta er öðruvísi áskorun. Arnór Freyr Stefánsson er einn besti markvörður deildarinnar en honum til halds og trausts eru óreyndir strákar. Arnór missti af um þriðjungi síðasta tímabils vegna meiðsla og Afturelding má ekki við því í vetur. Svo þarf Birkir Benediktsson að haldast heill sem er bjartsýni því seinheppnari leikmenn eru vandfundnir. Birkir er gríðarlega öflug skytta og það væri gaman að sjá hann eiga eitt dúndurtímabil. Afturelding er með einn besta línumann deildarinnar í sínum röðum, Einar Inga Hrafnsson. Síðustu tvö tímabil hefur hann varla fengið boltann og verið grátlega illa nýttur. Mosfellingar þurfa að bæta úr því í vetur. Sjötta sætið hefur orðið niðurstaðan undanfarin tvö ár og það er erfitt að sjá Aftureldingu ógna liðunum sem er spáð efstu fimm sætunum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00