Fréttir

Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu.

Innlent

Þing­menn upplitsdjarfir

Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu.

Innlent

Öðrum þeirra hand­teknu sleppt úr haldi

Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 

Innlent

Sak­felldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni

Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun.

Innlent

Sænskur glæpa­foringi tekinn fastur í Tyrk­landi

Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum.

Erlent

Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensín­stöð í Róm

Tugir eru slasaðir í kjölfar þess að sprenging varð á bensínstöð í Róm í morgun. Slökkviliðs- og lögreglumenn eru meðal slasaðra. Sprengingin átti sér stað í suðausturhluta borgarinnar samkvæmt ítölskum miðlum. Sprengingin varð rétt eftir klukkan átta í morgun að staðartíma.

Erlent

Sam­býlis­konan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjöl­skylduna

Karlmaður með réttarstöðu sakbornings í umfangsmestu mansalsrannsókn Íslandssögunnar sagðist hvorki kannast við sambýliskonu bróður síns né börn þeirra. Bróðirinn, grunaður höfuðpaur í málinu, og sambýliskonan eru líka með réttarstöðu sakbornings. Sambýliskonan sagðist starfa við þrif hjá fyrirtæki eiginmannsins. Í tölvu sem fannst í herbergi hennar mátti sjá beint streymi sem sýndi frá fyrirtæki eiginmanns hennar.

Innlent

Þingflokksformenn semja inn í nóttina

Þingflokksformenn sitja við samningaborðið á Alþingi. Fundurinn hófst klukkan tíu og var enn í gangi um miðnæturleytið. Búast má við því að hann vari eitthvað inn í nóttina.

Innlent

Segir mögu­legt að hundurinn sé á lífi

Magnús Þór Hafsteinsson hafði hund sinn með sér þegar strandveiðibátur hans sökk. Magnús var úrskurðaður látinn en hundurinn hefur ekki fundist. Formaður Dýrfinnu, samtaka sem hafa uppi á týndum gæludýrum, segir mögulegt að hundurinn sé enn á lífi og hafi rekið á land á Kópanesi.

Innlent

Minni­hluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd

„Minnihluti þingsins verður að sætta sig við það að vera í minnihluta. Meirihlutinn auðvitað getur komið þeim málum í gegn sem hann kýs, og þetta er bara lýðræðið. Þetta er bara skipulagið, alveg sama hvaða vitleysu þeir eru að samþykkja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.

Innlent