Fréttir

Dómur stera­bolta mildaður veru­lega vegna tölvubréfs dómara

Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu.

Innlent

Ó­lík­legt að Banda­ríkja­menn gefi Ís­lendingum valið

Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi.

Innlent

Hefja form­lega rann­sókn á SVEIT og Virðingu

Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins.

Innlent

Gaman að fagna 25 ára af­mæli í ríkis­stjórn

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins.

Innlent

Launa­lausir starfs­menn greiða raf­magns­reikninginn

Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik.

Innlent

Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dans­gólfi

Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök.

Innlent

Al­þingi komið í páska­frí

Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí.

Innlent

Telja mögu­legt að dular­fullar bækur frá mið­öldum tengist Ís­landi

Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi.

Erlent

NEL telur orð­færi lög­reglu­manna ekki til­efni til endur­upp­töku

Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar.

Innlent

Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóð­töku

Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur.

Innlent

Sex látnir eftir að þyrla brot­lenti í New York

Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 

Erlent

Esjustofa í endur­nýjun líf­daga

Eitt helsta kennileiti Esjunnar, Esjustofa við rætur fjallsins, gengur nú í endurnýjun lífdaga en Fjallafélagið gerði nýlega leigusamning við eiganda skálans og hyggst opna þar bækistöð fyrir fjallagarpa landsins

Innlent

Máttu ekki vísa mæðgunum úr fé­laginu í fimm­tán ár

Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. 

Innlent

Banda­ríkin muni semja

Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta.

Innlent