Fréttir

Trump og Vance á­varpa minningar­at­höfn Charlie Kirk

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans.

Erlent

Búast við því að Bretar viður­kenni sjálf­stæði Palestínu í dag

Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag.

Erlent

Telur á­form ráð­herra van­hugsuð

Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum.

Innlent

Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun

Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis.

Veður

Þrjá­tíu hand­teknir í ó­eirðum í Hollandi

Ofbeldisfull mótmæli sem beindust gegn innflytjendum brutust út í Haag í Hollandi í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar, en minnst tveir lögreglumenn slösuðust, og hafa þrjátíu mótmælendur verið handteknir.

Erlent

Austur­ríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison

Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með.

Erlent

Plokkarar verðlaunaðar á Sel­fossi

Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum.

Innlent

Píratar taka upp for­mannsem­bætti

Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar.

Innlent

Ráð­herra til í um­ræðu um sumar­frí barna

Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið.

Innlent

„Ís­land á heima í hjarta Evrópu“

Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið.

Innlent

Sniðgangan frið­sæl leið til að mót­mæla og sýna sam­stöðu

Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.  Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael.

Innlent

Trump og Selenskí funda á ný

Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum.

Erlent

„Skiljan­legt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“

Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri.

Innlent

Vill breyta nafni Við­reisnar

Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram tillögu um að breyta heiti flokksins á landsþingi. Hann telur nýja nafnið skerpa ímynd og skýra grunngildi flokksins um frelsi og lýðræði.

Innlent