Fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Erlent 21.10.2025 11:04 Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rétt rúmlega kílói af kókaíni og sautján kílóum af marijúana með flugi til landsins í október síðastliðinn. Innlent 21.10.2025 10:05 Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Spáð er norðaustan stormi eða hríð á suðaustan- og austanverðu landinu í nótt og fram á fimmtudag. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðursins. Veður 21.10.2025 10:01 Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Nýr fundur var boðaður í deilu flugumferðarstjóra í kjölfar þess að þeir aflýstu fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. Innlent 21.10.2025 09:44 Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Þriggja bíla aftanákeyrsla varð á Kringlumýrarbraut í morgun. Innlent 21.10.2025 09:26 Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Peningastefnunefnd Seðlabanka hefur skilað efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skýrslu sinni vegna fyrri hluta ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Innlent 21.10.2025 09:17 Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins. Innlent 21.10.2025 09:12 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í maí í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í sérhæfðum glæpadómstól í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu í morgun. Cintula er dæmdur fyrir hryðjuverkaárás með því að hafa skotið á forsætisráðherrann þar sem hann var staddur umvafinn stuðningsmönnum sínum að afloknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlová þann 15. maí í fyrra. Erlent 21.10.2025 08:16 Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, hefur verið sakaður um „hættulega“ orðræðu um innflytjendur, eftir að hann sagði að ráðast þyrfti í umfangsmikinn brottflutning þeirra úr borgum landsins. Erlent 21.10.2025 07:52 Refsidómi Diddy verði áfrýjað Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar. Erlent 21.10.2025 07:50 Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Ekki er vitað hversu mikinn kostnað hið opinbera hefur borið af völdum kulnunar starfsfólks, þar sem skráning veikinda er almenns eðlis og ekki hægt að greina kostnað vegna kulnunar frá öðrum veikindum. Innlent 21.10.2025 07:16 Svöl norðanátt og hálka á vegum Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði yfir Bretlandseyjum beina nú svalri norðanátt til landsins sem gefur él á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan heiða. Veður 21.10.2025 06:56 Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að bílastæði við Laugardalsvöll verði eingöngu ætlað fólksbílum. Innlent 21.10.2025 06:45 Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Japanska þingið samþykkti í dag hina 64 ára Sanae Takaichi sem nýjan forsætisráðherra landsins, en hún er fyrsta konan til að gegna embættinu. Erlent 21.10.2025 06:24 Réðst á opinberan starfsmann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði beitt opinberan starfsmann ofbeldi í hverfi 201 í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns. Innlent 21.10.2025 06:04 Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Í fyrsta skipti verður hægt að kaupa neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í Japan. Almenningur hefur verið samþykkur auðveldara aðgengi í fjölda ára en stjórnvöld töldu konur líklegar til að misnota lyfið væri auðvelt að nálgast það. Erlent 20.10.2025 23:52 Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Moskítófluga sem fannst um helgina í Kjós er af tegund sem er sérlega lunkin við að halda sér á lífi á veturna. Sérfræðingur segir tímaspursmál hvenær hún verði búin að dreifa sér um land allt. Koma flugunnar veldur heilbrigðisyfirvöldum ekki hugarangri. Innlent 20.10.2025 23:15 Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar eru á leið í Írabakka í Breiðholti vegna tilkynningu um bruna. Viðstöddum tókst að slökkva eldinn að mestu áður en slökkvilið bar að garði. Innlent 20.10.2025 23:00 Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Veðurvaktinni, varar íbúa höfuðborgarsvæðisins við að allt stefni í fyrstu hálku haustsins þar á morgun. Veturinn með sínu kalda lofti sé farinn að láta heyra aðeins í sér. Veður 20.10.2025 22:28 Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. Innlent 20.10.2025 21:41 Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Óöryggi í starfi er ein helsta ástæða þess að kennarar skipta um starfsvettvang og dæmi eru um alvarleg ofbeldisbrot barna gegn kennurum. Sérfræðingur í hegðunarvanda barna segir að bregðast þurfi við sem allra fyrst. Innlent 20.10.2025 21:30 Kristrún til Grænlands Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er haldin af stað til Grænlands í opinbera vinnuheimsókn. Innlent 20.10.2025 20:07 „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Innlent 20.10.2025 19:43 Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. Innlent 20.10.2025 18:49 Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar er rofin. Þetta staðfestir bæjarverkstjóri bæjarins. Viðgerðinni er lokið og vatnið komið aftur á. Innlent 20.10.2025 18:47 Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. Innlent 20.10.2025 18:34 Reyndi að greiða með fölsuðum seðli Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna fjársvika í verslun í Háaleitis- og bústaðahverfi vegna fjársvika. Þar reyndi viðskiptavinur að greiða fyrir vörur með fölsuðum peningaseðli. Innlent 20.10.2025 18:26 „Eins og líf skipti engu máli“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 20.10.2025 18:07 Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Nokkuð öflug skjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli um klukkan 10:30 í dag og mældust nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð. Sá stærsti, sem var 4,4 að stærð, var öflugasti skjálfti á svæðinu frá því í maí 2023 þegar skjálfti að stærð 4,8 mældist þar. Innlent 20.10.2025 16:48 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bregðast þurfi við vanda barna með fíknivanda strax, ekki bíða þangað til að unnt verður að koma á fót úrræðum. Hægt sé að taka fyrsta flug út og koma börnum í meðferð innan tveggja daga. Barnamálaráðherra segist gera allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við ástandinu. Innlent 20.10.2025 16:48 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Erlent 21.10.2025 11:04
Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rétt rúmlega kílói af kókaíni og sautján kílóum af marijúana með flugi til landsins í október síðastliðinn. Innlent 21.10.2025 10:05
Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Spáð er norðaustan stormi eða hríð á suðaustan- og austanverðu landinu í nótt og fram á fimmtudag. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðursins. Veður 21.10.2025 10:01
Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Nýr fundur var boðaður í deilu flugumferðarstjóra í kjölfar þess að þeir aflýstu fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. Innlent 21.10.2025 09:44
Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Þriggja bíla aftanákeyrsla varð á Kringlumýrarbraut í morgun. Innlent 21.10.2025 09:26
Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Peningastefnunefnd Seðlabanka hefur skilað efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skýrslu sinni vegna fyrri hluta ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Innlent 21.10.2025 09:17
Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins. Innlent 21.10.2025 09:12
21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í maí í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í sérhæfðum glæpadómstól í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu í morgun. Cintula er dæmdur fyrir hryðjuverkaárás með því að hafa skotið á forsætisráðherrann þar sem hann var staddur umvafinn stuðningsmönnum sínum að afloknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlová þann 15. maí í fyrra. Erlent 21.10.2025 08:16
Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, hefur verið sakaður um „hættulega“ orðræðu um innflytjendur, eftir að hann sagði að ráðast þyrfti í umfangsmikinn brottflutning þeirra úr borgum landsins. Erlent 21.10.2025 07:52
Refsidómi Diddy verði áfrýjað Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar. Erlent 21.10.2025 07:50
Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Ekki er vitað hversu mikinn kostnað hið opinbera hefur borið af völdum kulnunar starfsfólks, þar sem skráning veikinda er almenns eðlis og ekki hægt að greina kostnað vegna kulnunar frá öðrum veikindum. Innlent 21.10.2025 07:16
Svöl norðanátt og hálka á vegum Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði yfir Bretlandseyjum beina nú svalri norðanátt til landsins sem gefur él á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan heiða. Veður 21.10.2025 06:56
Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að bílastæði við Laugardalsvöll verði eingöngu ætlað fólksbílum. Innlent 21.10.2025 06:45
Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Japanska þingið samþykkti í dag hina 64 ára Sanae Takaichi sem nýjan forsætisráðherra landsins, en hún er fyrsta konan til að gegna embættinu. Erlent 21.10.2025 06:24
Réðst á opinberan starfsmann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði beitt opinberan starfsmann ofbeldi í hverfi 201 í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns. Innlent 21.10.2025 06:04
Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Í fyrsta skipti verður hægt að kaupa neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í Japan. Almenningur hefur verið samþykkur auðveldara aðgengi í fjölda ára en stjórnvöld töldu konur líklegar til að misnota lyfið væri auðvelt að nálgast það. Erlent 20.10.2025 23:52
Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Moskítófluga sem fannst um helgina í Kjós er af tegund sem er sérlega lunkin við að halda sér á lífi á veturna. Sérfræðingur segir tímaspursmál hvenær hún verði búin að dreifa sér um land allt. Koma flugunnar veldur heilbrigðisyfirvöldum ekki hugarangri. Innlent 20.10.2025 23:15
Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar eru á leið í Írabakka í Breiðholti vegna tilkynningu um bruna. Viðstöddum tókst að slökkva eldinn að mestu áður en slökkvilið bar að garði. Innlent 20.10.2025 23:00
Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Veðurvaktinni, varar íbúa höfuðborgarsvæðisins við að allt stefni í fyrstu hálku haustsins þar á morgun. Veturinn með sínu kalda lofti sé farinn að láta heyra aðeins í sér. Veður 20.10.2025 22:28
Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. Innlent 20.10.2025 21:41
Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Óöryggi í starfi er ein helsta ástæða þess að kennarar skipta um starfsvettvang og dæmi eru um alvarleg ofbeldisbrot barna gegn kennurum. Sérfræðingur í hegðunarvanda barna segir að bregðast þurfi við sem allra fyrst. Innlent 20.10.2025 21:30
Kristrún til Grænlands Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er haldin af stað til Grænlands í opinbera vinnuheimsókn. Innlent 20.10.2025 20:07
„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Innlent 20.10.2025 19:43
Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. Innlent 20.10.2025 18:49
Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar er rofin. Þetta staðfestir bæjarverkstjóri bæjarins. Viðgerðinni er lokið og vatnið komið aftur á. Innlent 20.10.2025 18:47
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. Innlent 20.10.2025 18:34
Reyndi að greiða með fölsuðum seðli Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna fjársvika í verslun í Háaleitis- og bústaðahverfi vegna fjársvika. Þar reyndi viðskiptavinur að greiða fyrir vörur með fölsuðum peningaseðli. Innlent 20.10.2025 18:26
„Eins og líf skipti engu máli“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 20.10.2025 18:07
Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Nokkuð öflug skjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli um klukkan 10:30 í dag og mældust nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð. Sá stærsti, sem var 4,4 að stærð, var öflugasti skjálfti á svæðinu frá því í maí 2023 þegar skjálfti að stærð 4,8 mældist þar. Innlent 20.10.2025 16:48
Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bregðast þurfi við vanda barna með fíknivanda strax, ekki bíða þangað til að unnt verður að koma á fót úrræðum. Hægt sé að taka fyrsta flug út og koma börnum í meðferð innan tveggja daga. Barnamálaráðherra segist gera allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við ástandinu. Innlent 20.10.2025 16:48