Lífið

Stjörnulífið: Skvísupartý, konu­dagurinn og Söngva­keppnin

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi febrúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Konudagurinn, Söngvakeppnin og skvísupartý bar þar hæst. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina erlendis eða á skíðum í ítölsku Ölpunum.

Lífið

Minnast Árna Grétars á maraþon-minningar­tón­leikum

Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. 

Lífið

Setja markið á 29. sætið

Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta.

Lífið

Einar og Milla eiga von á barni

Einar Þorsteinsson, fráfarandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstr­ar­stjóri og yf­ir­fram­leiðandi hjá ACT4, eiga von á barni. 

Lífið

Lærði mikið af öllu hatrinu

„Ég hætti þegar ég fattaði að nú væri nóg komið. Ég var bara stanslaust í símanum og þetta varð að þráhyggju. Að verða háður þessu og því að fá einhverja viðurkenningu frá öðru fólki er bara ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls,“ segir fyrrum samfélagsmiðlastjarnan og leik-og söngkonan Sonja Valdín en hún er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Lifðu af tvö flug­slys sama daginn á Mosfellsheiði

Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl.

Lífið

„Já­kvæð líkams­í­mynd bjargaði lífi mínu“

„Á sjálfsástarferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja líkama minn en eftir meðgönguna þekkti ég mig varla þegar ég leit í spegil. Meðgangan tók sinn toll á líkamann minn,“ skrifar Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni. 

Lífið

Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álf­heimum

Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir.

Lífið

Bryan Adams seldi upp á hálf­tíma

Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Lífið

Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On

Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina.

Lífið samstarf

Lauf­ey ein af konum ársins hjá Time

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning.

Lífið

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond

Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Bíó og sjónvarp

Draumurinn rættist að syngja með Bubba

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. 

Tónlist

Skot­heldar hug­myndir fyrir konu­daginn

Konudagurinn, fyrsti dagur Góu, er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra konur landsins með fallegum blómvendi eða öðrum gjöfum. Hér fyrir neðan fá finna fjölbreyttar hugmyndir um gjafir og samveru fyrir konudaginn.

Lífið

Tveggja barna mið­aldra móðir sem er sjúk í strákinn

Bridget Jones er snúin aftur í enn eitt skiptið, nú miðaldra tveggja barna móðir. Þó Bridget sé alltaf jafn klaufsk og ógeðslega fyndin þá kveður við fullorðinslegri (og ögn væmnari) tón en áður. Fólk sem þyrstir í góða rómantíska gamanmynd með klassískum ástarþríhyrning verður ekki svikið.

Gagnrýni

Stór­fjöl­skyldan setur húsið á sölu

Rann­veig Hild­ur Guðmunds­dótt­ir og Hall­grím­ur A. Ingvars­son, fimm barna foreldrar, hafa sett raðhús sitt við Grænlandsleið í Reykjavík á sölu. Parið komst fyrst í fréttirnar árið 2023 þegar þau voru eitt af þremur pörum sem eignuðust þríbura í sömu vikunni. 

Lífið