Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Tæplega hundrað konur komu saman á Hótel Geysi um síðustu helgi til að taka þátt í sólarhrings heilsuferð, þar sem áhersla var lögð á hreyfingu, slökun og nærandi upplifun í fallegu umhverfi. Lífið 13.5.2025 07:03
Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Væb-strákarnir stóðu sig óaðfinnanlega á dómararennsli fyrra undankvölds Eurovision í gærkvöldi. Líkurnar á að þeir komist áfram hafa aukist eftir framkomuna og þegar æft var hvernig stigin eru tilkynnt komust þeir áfram. Lífið 13.5.2025 07:02
„Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Það var snemma dags fimmtudaginn 30. mars árið 2006 sem RAX fékk ábendingu um mikla sinuelda á Mýrum norðan við Borgarnes. Lífið 13.5.2025 06:34
Í kossaflensi á Beyoncé Eitt frægasta par í heimi, hjónin Meghan Markle hertogaynja af Sussex og hennar heittelskaði Harry Bretaprins, fóru á alvöru stefnumót um helgina í Los Angeles um helgina. Parið birti myndir af sér í faðmlögum og kossum þar sem þau börðu goðsögnina Beyoncé augum á tónleikum stjörnunnar. Lífið 12.5.2025 13:40
Ísrael sendir kvörtun til EBU Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. Lífið 12.5.2025 11:52
Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Það var líf og fjör hjá þotuliði aðal skvísa landsins um helgina þegar alþingiskonur, plötusnúðar, leikkonur, læknar og fleiri til skelltu sér saman í hestaferð. Lífið 12.5.2025 10:55
Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun. Lífið 12.5.2025 09:51
Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Friðþóra Sigurjónsdóttir, ofurskvísa og pilates-kennari, lýsir sjálfri sér sem umhyggjusamri, jákvæðri og samviskusamri konu sem stundum hefur tilhneigingu til að ofhugsa hlutina. Hún segir Þórsmörk vera fallegasta staðinn á landinu og dreymir um að ferðast til Japan. Lífið 12.5.2025 07:01
Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. Lífið 11.5.2025 23:01
Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. Lífið 11.5.2025 21:13
„Ég varð stjörf af hræðslu“ „Ég hélt lengi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti bara að „komast yfir“ en sannleikurinn er sá að þetta hefur haft miklu dýpri áhrif á mig en fólk sér. Ég hef burðast með óöryggi, kvíða og sár sem ekki sjást,“ segir Klaudia Pétursdóttir. Tíu ára gömul flutti Klaudia frá Póllandi til Íslands til að búa hjá föður sínum. Þar varð hún fyrir ítrekuðu ofbeldi sem hafði djúp áhrif á líf hennar. Í dag stígur hún fram og segir sína sögu – í von um að styðja aðra og vekja athygli á mikilvægi úrræða fyrir þolendur. Lífið 11.5.2025 09:02
Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 11.5.2025 07:03
„Og ég varð snargeðveikur“ Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir hefur nú hætt störfum enda að verða 78 ára gamall. Sveinn Rúnar hefur notið mikilla vinsælda, hann er með skemmtilegri mönnum og hefur verið heimilislæknir fræga fólksins. Lífið 11.5.2025 07:02
Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Fjölmargir lögðu leið sína á afmælishátíð í Kópavogi í dag sem haldin er í tilefni sjötíu ára afmælis bæjarins. Í Smáralind var boðið upp á afmælisköku af stærri gerðinni og Samkór Kópavogs söng afmælissönginn og fleiri lög. Halla Tómasdóttir forseti heimsækir Kópavog á morgun klukkan 15:30 og tekið verður á móti henni í Salnum. Lífið 10.5.2025 20:45
Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. Lífið 10.5.2025 19:46
Bók skilað eftir 56 ára útlán Bók sem tekin var í útlán árið 1969 var skilað til Bókasafns Kópavogs í vikunni. Sjálfur Jón úr Vör afgreiddi lánþegann en hann var fyrsti bæjarbókavörður bæjarins. Lífið 10.5.2025 14:32
Hugmyndir fyrir mæðradaginn Mæðradagurinn er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Á þessum degi hefur myndast falleg hefð fyrir því að gleðja og dekra við mæður landsins, sem gegna einu mikilvægustu hlutverki samfélagsins. Að eiga góða og kærleiksríka móður er sannkallað gæfuspor og gerir lífið dýpra og innihaldsríkara. Lífið 10.5.2025 12:03
Bakaríið í beinni útsendingu Þau Ása Ninna og Svavar Örn heilsa hlustendum Bylgjunnar og áhorfendum Vísis þennan laugardagsmorguninn í morgunþættinum Bakaríið. Lífið 10.5.2025 08:31
Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 10.5.2025 07:01
„Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Nýjasta mynd Davids Attenborough var frumsýnd í Smárabíó með tilheyrandi pompi og prakt með leikstjóranum viðstöddum. Hann segir skilaboð Attenborough vera þau þýðingarmestu til þessa. Lífið 9.5.2025 23:12
Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Húsfyllir var í hönnunarversluninni Vest á miðvikudagskvöld þegar danska hönnunarmerkið Bolia var kynnt með glæsilegum viðburði. Meðal gesta var Mie Bækgaard Nielsen frá Bolia, sem mætti sérstaklega til landsins og deildi áhugaverðum sögum um hönnunarferlið og stefnu merkisins með viðstöddum. Lífið 9.5.2025 12:04
Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Fyrirsætan Molly-Mae Hague og boxarinn Tommy Fury eru tekin aftur saman eftir að hafa slitið fimm ára sambandi sínu í ágúst síðastliðnum. Parið sem á saman tveggja ára dótturina Bambi ávann sér frægð fyrir þátttöku í raunveruleikaþátunum Love Island árið 2019. Lífið 9.5.2025 11:13
Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Egill Logi Jónasson, sem gengur undir listamannsnafninu Drengurinn Fengurinn, hefur hlotið einnar milljón króna styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar í ár, til að vinna að verkefninu Dreamboy Syndicate. Lífið 9.5.2025 10:02
Leikstjórinn James Foley er látinn Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Lífið 9.5.2025 09:18