Bakþankar

Heimskulegur hatursáróður
Það er svo sorglegt hvað það er mikið hatur í gangi í samfélaginu. Það er hreint ótrúlegt að árið 2015 sé í alvörunni verið að rökræða um rétt á hinsegin fræðslu í grunnskólum landsins. Ég satt best að segja hélt við værum komin lengra.

Að nenna nöldrinu og rifrildinu
Þeir sem lenda í lífshættu tala stundum um að þeir hafi séð glefsur úr lífi sínu þegar lífshættan var sem mest. Minningar sem helltust yfir.

Vormorgunn í RVK
Mér fannst ég renna saman við Reykjavík og leið eins og allt sem ég hugsaði væri ljóð.

Vaðlaheiðargöng og Vatnsmýri
Það sem er hinsvegar ótraustvekjandi einkenni kjördæmapotara er að þeir eru nær undantekningalaust ósamkvæmir sjálfum sér.

Skrúfan er laus
Útvarp Saga hefur lengi vel verið í uppáhaldi hjá mér. Þar talar rödd þjóðarinnar, í símatíma stöðvarinnar, undir styrkri leiðsögn þáttastjórnandans sem þorir á meðan aðrir þegja. Ég fullyrði að í þessari viku hafi hlustendur náð alveg nýjum hæðum í uppbyggilegum siðferðisboðskap og náungakærleik. Þvílík og önnur eins samstaða um mannréttindi og fleiri kristin gildi er vandfundin.

Söguleg ummæli á sögulegum tímum
Undanfarið hef ég haft það á tilfinningunni að samfélagið hafi sett í bakkgír.

Leikreglur handa útvöldum
Talið er að karlar nái frekar á toppinn því þeir eru metnaðargjarnari, grófari og sjálfsöruggari en konur. Konum skrikar fótur í metorðastiganum því þær eru tilfinningaríkar, þakklátar og viðkvæmar.

Stóri haus
Ég bjó í blokk fyrstu fimm ár ævi minnar og á góðar minningar um gamla konu sem bjó í íbúðinni á móti okkur.

Mikilvægasta vinna veraldarsögunnar
Ekkert starf er mikilvægara í allri veraldarsögunni en skáldskapur. Ég gæti hugsað mér að búa í heimi þar sem ekki væru til læknar, kennarar eða kaupmenn en að búa við tilveru sem ekkert skáld hefur litað með órum skáldagyðjunnar

Byrjandi í Baqueira Beret
Árlega bíðum við þess að sumarið komi. Árstíðina vor þekkjum við varla. Við bíðum svo lengi eftir vorinu að þegar allir virðast sammála um að það sé komið vor er í raun komið sumar.

Á þetta að vera fyndið?
30 Rock er á meðal bestu grínþátta sem ég hef séð. Það er erfitt að finna lagskiptari þætti þar sem nánast hver einasta setning er svo fyndin að það verður hálfómögulegt að velja brandara til að hlæja að.

Sólarmegin í lífinu
Það er hreint ótrúlegt að það sé enginn annar en ferðaskrifstofurnar búinn að sjá sóknarfæri í þessu vonda veðri.

Því betri getur tíðin orðið
Í garð er genginn sá árstími sem reynist mörgum Íslendingnum sérlega erfiður – vorið hefur knúið á dyr í flestum Evrópulöndum, og víðar, með tilheyrandi sólardögum.

Hátíðleiki
Ég elska hátíðir. Ég hef verið viðloðandi hátíðir um langt skeið. Ég seldi fólki með þykkar gleraugnaumgjarðir miða á djasshátíð mörg ár í röð, sit í stjórn danshátíðar, bý með manni sem skipuleggur hátíðir að atvinnu og er tíður hátíðargestur. Enda ekki kölluð Hátíðar-Berglind að ástæðulausu.

Góða goretexið
Ég hef alltaf haft skringilega þörf fyrir að aðstoða túrista sem eru strand á götuhornum. Kannski er ég að vinna upp að hafa aldrei verið í skátunum. Ég varð því hálfmóðguð þegar ég las niðurstöður rannsóknar um að

Skipulagsráðherra ríkisins
Forsætisráðherra ákvað á dögunum að sýna þjóðinni í verki af hverju honum tókst ekki að ljúka námi sínu í skipulagsfræðum við Oxford á sínum tíma.

Frelsið er yndislegt
Ég er einn af þeim sem hafa alltaf verið frekar vísindalega þenkjandi um leið og ég hef ekki átt mikla samleið með hugmyndum sem byggjast á blindri trú á hið yfirnáttúrulega. Það hefur þó ekki þýtt að ég afneiti öllum andlegum málum

Hvað ungur nemur gamall semur
Það voru örugglega einhverjir foreldrar sem svitnuðu þegar barnið þeirra dró upp málsháttinn úr páskaegginu og vildi fá góða skýringu á skilaboðunum.

Kaldhæðnisleg örlög Krists
Ég bið "fyrir alla muni, Súlli minn, ekki líta niður“. En ég sé það á þjáningunni í svip hans að hann er löngu búinn að komast að því hverjir halda á honum.

Skilaboð að handan
Í gegnum tíðina hef ég reglulega freistað þess að komast í samband við aðra heima með því að borga miðlum fyrir upplýsingar að handan.

Framtíðin er hér
Á unglingsárunum stundaði ég nám á ferðabraut Menntaskólans í Kópavogi. Brautin, ekki ólíkt iðngreininni sjálfri, var þá tiltölulega ný og hugnaðist mér vel,

Með byltinguna í brjóstinu
Ég beraði á mér brjóstið í vikunni. Þeir sem þekkja mig vita að ég fer helst ekki í sund af feimni.

Til hamingju með nýju geitina þína
Það sem meira er, Jesús hlýtur að vera mikill stuðningsmaður gjafa á borð við þessar.

Minnimáttarkenndin og rokið
Um fátt er rætt á kaffistofum annað en veðrið nýverið. Þá vakna spurningar um hvort það sé yfirhöfuð þess virði að búa á þessu skeri og verður mér þá hugsað um marga ókosti þess.

Ég, Bubbi og Hrafn Gunnlaugsson
Nei, hættu nú alveg, hefur líf mitt byggst á tómri lygi? Í bráðum fjóra áratugi hef ég gengið út frá því að ég hafi fæðst undir merki Tvíburans, eins og Bubbi Morthens og Hrafn Gunnlaugsson. Mínir helstu kostir hafa því samkvæmt því átt að vera fjölhæfni, greind

Ég er pabbi og mamma
Æ þetta er eitthvert amerískt rusl! Þetta var svarið sem barnungar systur fengu frá föður sínum á vídeóleigu snemma á níunda áratug síðustu aldar

Afsakið roluskapinn
Ef þú varst viðstaddur einhver þeirra mótmæla sem áttu sér stað í kjölfar efnahagshrunsins 2008 eru góðar líkur á að ég hafi einnig verið þar.

Mitt óbætanlega tjón í Tyrklandi
Ég mun aldrei bíða þess bætur að hafa farið til hinnar dásamlegur borgar Istanbúl fyrir sautján árum. Með reglulegu millibili horfi ég raunamæddur í spegilinn og óska þess að hafa aldrei stigið þar fæti.

Ekkert að óttast
Hann er óttasleginn, borgarfulltrúinn og fyrrum bílasalinn sem hefur lýst sig andvígan nýsamþykktum breytingum á Grensásvegi sem miða að því að nútímavæða götuna. Að hans sögn er óvissan í tengslum við framkvæmdirnar mikil

Öflugri útflutningsvara en þorskur
Fáir Íslendingar hafa staðið frammi fyrir öðru eins verkefni og Of Monsters and Men gerir í dag. Það er stundum talað um að plata númer tvö sé sú erfiðasta. Það þarf að standast væntingar án þess að hjakka í sama farinu