„Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Eftir að hafa vakið athygli í Hjartasteini fyrir níu árum síðan dofnaði áhugi Diljár Valsdóttur á leiklist og hætti hún svo að leika. Þegar hún sá tónlistarmyndband sem fyrrverandi mótleikari hennar, Theodór Pálsson, gerði með leikstjóranum Tómasi Nóa Emilssyni heillaðist hún af drifkraftinum og metnaðinum. Hún bað um að fá að vera með næst og úr urðu fallegir endurfundir krakkanna úr Hjartasteini. Bíó og sjónvarp 4.12.2025 11:47
Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson, handritshöfundurinn Björg Magnúsdóttir og glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir vinna nú saman að nýrri spennuþáttaseríu sem gerist á Grænlandi. Bíó og sjónvarp 3.12.2025 13:13
Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Staða kvikmyndagerðar á Íslandi var harðlega gagnrýnd á nýafstöðu Kvikmyndaþingi. Formaður Sambands íslenskra kvikmynfaframleiðenda sagði „frost í greininni“ og kallaði hann eftir skýrara regluverki á endurgreiðslum og aukinni fjárfestingu. Bíó og sjónvarp 28.11.2025 14:36
Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvikmyndagerðarkonunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða. Bíó og sjónvarp 10.11.2025 11:31
Sópa til sín verðlaunum um heim allan Sænsk-íslenska stuttmyndin O (Hringur) hlaut verðlaun á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu um helgina. Um er að ræða nítjándu verðlaunin sem myndin hlýtur á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Bíó og sjónvarp 9.11.2025 13:49
Íslenskur Taskmaster kemur í vor Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar. Bíó og sjónvarp 7.11.2025 08:00
Hannes í víking með gamansama glæpamynd Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikstjóri, mun leikstýra kvikmyndinni The Bus Job sem til stendur að taka upp á Íslandi og í Danmörku á næsta ári. Bíó og sjónvarp 6.11.2025 16:09
Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, mun snúa aftur á stóra skjáinn í litlu hlutverki í nýrri bandarískri kvikmynd. Markle hefur ekki leikið síðan 2018 en hefur verið með kokkaþætti á Netflix. Bíó og sjónvarp 6.11.2025 08:54
Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Nýútkomnu lögfræðiþættirnir All's Fair með Kim Kardashian í aðalhlutverki hafa fengið á baukinn hjá gagnrýnendum. Þáttunum hefur verið lýst sem glæpi gegn sjónvarpi og verstu dramaþáttum frá upphafi og fá þeir núll stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian. Bíó og sjónvarp 4.11.2025 17:11
Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hafa ekki verið veitt frá árinu 2022 og því verða veitt verðlaun fyrir síðustu tvö sjónvarpsár að þessu sinni. Fréttamaður á staðnum segir fréttir frá framvindu kvöldsins í rauntíma. Bíó og sjónvarp 30.10.2025 19:00
Barnastjarna bráðkvödd Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air. Bíó og sjónvarp 30.10.2025 12:31
Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bandaríski leikarinn Chris Evans, þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Kaftein Ameríku, og eiginkona hans, portúgalska leikkonan Alba Baptista, eru orðnir foreldrar. Þau hafa reynt að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins en fjölmiðlum áskotnaðist fæðingarvottorð nýfæddrar stúlkunnar. Bíó og sjónvarp 29.10.2025 11:47
Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Snjónum hefur kyngt niður í dag og stefndi lengi vel í að snjóstormur myndi ríða yfir í kvöld. Ekkert virðist ætla að verða af storminum en færðin er áfram illfær. Hvað er þá betra en að horfa á fólk sem innilokað vegna snjóstorms? Bíó og sjónvarp 28.10.2025 18:00
Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. Bíó og sjónvarp 28.10.2025 14:28
Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Leikkonan Prunella Scales, sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, er látin, 93 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 28.10.2025 12:09
„Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Sænski leikarinn Björn Andrésen, sem varð heimsfrægur sem „fallegasti drengur í heimi“ þegar hann lék í kvikmyndinni Dauðinn í Feneyjum árið 1971, er látinn, 70 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 27.10.2025 16:23
„Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Janus Bragi Jakobsson uppgötvaði í netgrúski fyrir mörgum árum fjóra menn sem höfðu deilt lífi sínu í miklum mæli á Youtube og úr varð heimildarmyndin Paradís Amatörsins. Sjálfur er Janus nýfluttur með fjölskyldu sína á Þingeyri og undirbýr sig undir langan vetur. Bíó og sjónvarp 22.10.2025 10:06
Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21.10.2025 15:30
Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21.10.2025 12:30
Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. Bíó og sjónvarp 17.10.2025 16:12
Inbetweeners snúa aftur Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið. Bíó og sjónvarp 13.10.2025 15:56
Vesturport fær lóð í Gufunesi Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu. Bíó og sjónvarp 13.10.2025 15:16
Minnist náins kollega og elskhuga Leikstjórinn Woody Allen hefur skrifað fallega minningargrein um leikkonuna Diane Keaton, sem lést um helgina, en þau unnu náið saman að átta kvikmyndum. Allen segir Keaton hafa verið ólíka nokkrum öðrum sem plánetan jörð hefur kynnst. Bíó og sjónvarp 13.10.2025 13:12
„Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Leikstjórinn Zelda Williams hefur biðlað til fólks að hætta að senda henni gervigreindarmyndbönd af föður hennar heitnum, Robin Williams, sem lést árið 2014. Bíó og sjónvarp 8.10.2025 16:22