Bíó og sjónvarp

Nýtt sýnishorn úr And Just Like That

Nýr kafli í Sex and the City ævintýrinu hefst fljótlega, þegar HBO Max byrjar að sýna „spin-off“ þættina And Just Like That. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út.

Bíó og sjónvarp

Ferrell og Reynolds mættu í viðtöl hvors annars

Leikararnir og vinirnir Ryan Reynolds og Will Ferrell komu þáttastjórnendunum Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel á óvart í vikunni, þegar þeir mættu fyrir hvorn annan í viðtal. Ferrell mætti til Kimmel í stað Reynolds og Reynolds mætti í stað Ferrell til Fallon.

Bíó og sjónvarp

Vampírur bætast við söguheim Marvel

Sony birti í dag nýja stiklu kvikmyndarinnar Morbius. Hún fjallar um lækni sem glímir við alvarleg veikindi og stendur í umfangsmikilli leit að lækningu. Sú leit endar í stuttu máli á því að Dr. Michael Morbius verður að vampíru.

Bíó og sjónvarp

Disney birtir fyrstu stiklu Book of Boba Fett

Mannaveiðarinn Boba Fett ætlar að stíga í spor fyrrverandi yfirmanns síns, Jabba The Hut, og leggja undir sig undirheima stjörnuþokunnar fjarlægu sem hýsir söguheim Star Wars. Það er miðað við fyrstu stiklu þáttanna The Book of Boba Fett, sem Disney frumsýndi í dag.

Bíó og sjónvarp

Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur?

Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt.

Bíó og sjónvarp

Upphafsspyrna Hannesar gæti skotið honum á svið með meisturunum

Það vakti athygli bíóunnenda og fleiri þegar í ljós kom að kvikmyndin Leynilöggan rakaði inn 15,9 milljónum króna opnunarhelgina 22. til 24. október. Aðeins einu sinni áður hafði kvikmynd rofið 15 milljóna múrinn og var það fyrir fimmtán árum. Ýmislegt hefur breyst í landslaginu síðan þá, bæði hvað varðar aðsókn í bíó og verðlag í landinu.

Bíó og sjónvarp

Sony birtir fyrstu stiklu Uncharted

Sony birti í dag fyrstu stiklu kvikmyndarinnar Uncharted með þeim Tom Holland, Mark Wahlberg, Titu Gabrielle og Antonio Banderas í aðalhlutverkum. Myndin byggir á og ber sama nafn og hin gífurlega vinsæla tölvuleikjasería eftir Naughty Dog.

Bíó og sjónvarp