Fastir pennar Glatað tækifæri vinstristjórnar Ólafur Stephensen skrifar Kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokki fólk treysti bezt til að hafa forystu í tilteknum málaflokkum gefa áhugaverðar vísbendingar um þróun hins pólitíska landslags, umfram einfaldar fylgismælingar. Fastir pennar 19.12.2011 07:00 Afstaða „einfeldninga“ Þorsteinn Pálsson skrifar Utanríkisráðherrann hefur lýst þeirri skoðun sinni að það væri andstætt íslenskum hagsmunum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið nú. Það allra jákvæðasta sem formælendur kröfunnar um viðræðuslit geta sagt er að sú afstaða lýsi einfeldningshætti. Nýleg könnun bendir til að sú umsögn eigi ekki einasta við utanríkisráðherrann heldur nærri tvo þriðju hluta þjóðarinnar. Fastir pennar 17.12.2011 07:00 Litlir sigrar Ólafur Stephensen skrifar Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban um síðustu helgi var líklega það skársta sem var pólitískt mögulegt. Um tíma leit út fyrir að ekkert samkomulag næðist og að heimsbyggðin hefði gefizt upp í glímunni við hlýnun loftslags af mannavöldum. Þótt nokkur árangur hafi þannig náðst, er þó hætt við að nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálunum nái of skammt og komi of seint. Fastir pennar 17.12.2011 07:00 Okkar val Ólafur Þ. Stephensen skrifar Varla kemur nokkrum manni á óvart að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna Icesave-málsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan um síðasta Icesave-samninginn í apríl síðastliðnum snerist einmitt um tvo kosti; að ljúka málinu með samningum við Bretland og Holland eða að útkljá það fyrir EFTA-dómstólnum. Samningamenn Íslands og margir fleiri töluðu skýrt um þessa kosti. Fastir pennar 16.12.2011 09:45 Áfram með smjörið Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýðveldinu Póllandi. Stjórnarandstæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leikinn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsforingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynjavörum úr fangelsum. Fastir pennar 16.12.2011 06:00 Traust í húfi Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið hefur sagt frá því að grunur leiki á að starfsmenn tveggja símafyrirtækja, Vodafone og Símans, hafi lekið upplýsingum um símahleranir lögreglunnar til manna sem voru grunaðir um afbrot og sættu slíkum hlerunum. Um var að ræða rannsóknir sérstaks saksóknara á meintum brotum tengdum bankahruninu. Fastir pennar 15.12.2011 07:00 Þýska spurningin Jón Ormur Halldórsson skrifar Þetta var fjölmenn mótmælaganga sem ég lenti óvart inni í fyrir nokkrum árum. Fólkið söng: "Aldrei aftur sterkt Þýskaland." Þetta var þó ekki í Varsjá, Moskvu, Aþenu, Prag eða í neinni þeirra mörgu borga Evrópu þar sem menn eiga vondar minningar um þýskan mátt. Þetta var í Þýskalandi. Og það í íhaldssömustu stórborg landsins, München. Göngumenn sýndust upp til hópa vera þýskir. Ekkert land í veröldinni hefur nokkru sinni gert upp við sögu sína með líkum hætti og Þýskaland. Fastir pennar 15.12.2011 07:00 Fræðsla lykill að hugarfarsbreytingu Steinunn Stefánsdóttir skrifar Manneskja ekki markaðsvara var mest áberandi slagorðið í allrafyrstu aðgerð Rauðsokka, 1. maí 1970. Þessi aðgerð, að ganga undir merkjum kvenfrelsis, í kröfugöngu verkalýðsfélaganna átti sér raunar stað áður en Rauðsokkahreyfingin varð til en árin á eftir áttu Rauðsokkar oft eftir að vekja athygli á margvíslegum málefnum með aðgerðum sem vöktu athygli. Fastir pennar 14.12.2011 06:00 Bankakerfið 2.0 Magnús Halldórsson skrifar Það eru ljós við enda ganganna þegar kemur að endurreisn bankakerfisins þrátt fyrir fyrirferðamikinn bölmóð. Ríflega þremur árum eftir einstakt allsherjarhrun bankakerfisins, sparisjóðakerfisins og krónunnar, er búið að byggja upp nýtt viðskiptabankakerfi, sem kalla má bankakerfið 2.0 svona í ljósi þess að hið fyrra hrundi til grunna á þremur dögum haustið 2008. Fastir pennar 13.12.2011 22:36 Kostnaðurinn við krónuna Ólafur Stephensen skrifar Tveir af forystumönnum Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur, hafa skrifað afar vandaðar og vel rökstuddar greinar um vaxtamál, gjaldmiðil og húsnæðismál í tvö síðustu helgarblöð Fréttablaðsins. Fastir pennar 13.12.2011 06:00 „Andans eigin dóttir“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hannes Hafstein er 150 ára um þessar mundir. Og eins og öll skáld á öllum tímum á hann við okkur brýn erindi. Við sáum hann í Kiljunni um daginn svífa niður tröppur með þessu settlega göngulagi sem samherjar dýrkuðu en andstæðingar hötuðu. Margir dýrkuðu hann, sumir hötuðu hann og ýmsir hötuðu að dýrka hann. Fastir pennar 12.12.2011 10:00 Samkomulag um harðari aga Ólafur Þ. Stephensen skrifar Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins fyrir helgina varð að mörgu leyti önnur en sú sem menn höfðu spáð eða vonazt til. Fastir pennar 12.12.2011 06:00 Ísland og ESB Magnús Halldórsson skrifar "Nú er að duga eða drepast fyrir Evrópusambandið“ sagði Stephanie Flanders, ritstjóri efnahagsmála hjá breska ríkisútvarpinu BBC, í pistli í vikunni. Ástæðan var leiðtogafundurinn sem fór fram í Brussell á fimmtudag og í gær. Fastir pennar 10.12.2011 10:00 Þögnin um fógetaafmælið Á mánudag í næstu viku verða liðin þrjú hundruð ár frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Það eru tímamót sem vert hefði verið að minnast á myndarlegan hátt. Hann var einn af stærstu áhrifavöldum í íslenskri sögu og ef til vill sá sem best hefur unnið að efnahagslegri endurreisn samfélagsins. Fastir pennar 10.12.2011 06:00 Meiri breytingar Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefur nú staðið í fimmtán daga. Átakið hefst árlega á alþjóðadegi gegn kynbundnu ofbeldi og því lýkur á alþjóðlega mannréttindadaginn. Þetta er engin tilviljun, enda var meiningin að tengja þetta saman í hugum fólks og gera því grein fyrir því að líf án ofbeldis eru mannréttindi. Þetta á nefnilega til að gleymast. En barátta gegn kynbundnu ofbeldi má ekki afskrifast sem óþörf, væl eða sem barátta sem þegar hefur unnist. Þannig er það ekki, ekki einu sinni á Íslandi. Fastir pennar 9.12.2011 06:00 Stéttaskipting Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi á undanförnum árum er nokkurs konar vítahringur. Fyrst var lánað takmarkalaust til allra sem vildu og blásin upp fordæmalaus fasteignabóla. Síðan hrundi efnahagslífið, fasteignaverð féll, öll lán hækkuðu og margir sátu fastir með neikvæða eiginfjárstöðu í íbúðum sínum eða voru keyrðir í gegnum alls kyns afskriftarleiðir. Í kjölfarið fengu lánastofnanir á þriðja þúsund fasteignir í fangið sem þær þora ekki að setja á markað. Vegna þess að þá lækkar fasteignaverð. Og þá þarf að taka annan snúning í afskriftum á þeim sem þegar er búið að afskrifa hjá. Þetta ástand hefur blásið upp nýja bólu, en nú á leigumarkaði. Fastir pennar 8.12.2011 06:00 Bent á lögfestingu Barnasáttmála Steinunn Stefánsdóttir skrifar Mikil vakning hefur átt sér stað á þeim árum sem liðin eru frá því að hugtakið einelti var skilgreint. Fyrir þann tíma var einelti allt of viðurkennt. Vissulega var það ekki liðið athugasemdalaust hvar og hvenær sem er en of oft horfði fólk, börn og fullorðnir, upp á einelti með þegjandi samþykki; einelti barna gegn öðrum börnum, kennara gegn nemendum, vinnufélaga gegn samstarfsmönnum og áfram mætti telja. Fastir pennar 7.12.2011 11:00 Notum allar góðu barnabækurnar Steinunn Stefánsdóttir skrifar Íslendingar eru bókaþjóð – því er að minnsta kosti haldið fram á tyllidögum. Árlega eru gefnir út mýmargir bókatitlar, ekki síst ef tillit er tekið til höfðatölunnar góðu. Barnabókaútgáfa er hér blómleg og þótt á þeim akri sé vissulega ekki allt jafngott má samt sem áður fullyrða að úrvalið af góðum og vönduðum barnabókum, íslenskum og þýddum, fyrir alla aldurshópa sé gott. Sala bóka á Íslandi er einnig með ágætum þannig að að óathuguðu máli mætti gera ráð fyrir að íslensk börn væru eins og fiskar í vatni þegar kemur að því að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. Fastir pennar 6.12.2011 06:00 Eru prófkjör besta leiðin? Jónína Michaelsdóttir skrifar Orðin lýðræði og þjóðin eru að verða hvers manns mantra í ólíklegustu málum. Ef menn vilja sýnast öðrum framsýnni og heiðarlegri, flagga þeir þessum orðum í tíma og ótíma. Það væri til dæmis ólýðræðislegt að setja saman framboðslista sem ekki hefði verið valinn af þjóðinni eftir vel auglýsta frambjóðendur. Fastir pennar 6.12.2011 06:00 Mikilvæg spurning gleymist Ólafur Þ. Stephensen skrifar Úttektir á launum kynjanna sýna undantekningarlítið fram á talsvert launabil milli karla og kvenna, oft svo nemur tugum prósenta þegar eingöngu er horft á heildarlaunin. Þeir sem einblína á þennan „óleiðrétta“ launamun eru oftast skammaðir og þeim bent á að horfa þurfi til þess að konur séu oftar í hlutastarfi en karlar og þær vinni síður yfirvinnu. Þegar þetta tvennt hefur verið tekið út úr dæminu og eingöngu eru borin saman laun á vinnustund er launamunurinn vissulega talsvert minni. Fastir pennar 5.12.2011 06:00 Banntrúarmenn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Í Sunnudagsblaði Moggans var frásögn eftir Börk Gunnarsson blaðamann þar sem segir frá framgöngu nokkurra Vantrúarmanna gagnvart stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands, Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Fastir pennar 5.12.2011 06:00 Úr fangelsi kjördæmapotsins Ólafur Stephensen skrifar Áform um nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hefur á teikniborðinu í ýmsum myndum í hálfa öld án þess að rísa nokkurn tímann, lentu enn í uppnámi í vikunni. Að þessu sinni vegna þess að stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis, undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hafði efasemdir um að fangelsið sem áformað er á Hólmsheiði ætti að verða jafnstórt og stefnt hefur verið að. Fjárveiting til að ljúka hönnun þess var því í óvissu, en Fréttablaðið segir frá því í dag að líkast til náist lending í málinu. Fastir pennar 3.12.2011 12:19 Byssa eða bíll? Ólafur þ. Stephensen skrifar Skotárás vegna uppgjörs í undirheimum Reykjavíkur hefur réttilega vakið mikla athygli og ekki síður gríðarlegt vopnabúr, sem lögreglan fann hjá meðlimum glæpaklíku sem talin er viðriðin árásina. Klíkubræður hafa verið settir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Enginn dó reyndar eða slasaðist í árásinni; byssumaðurinn hitti ekki. Flestir vona samt sjálfsagt að skotmaðurinn fái þungan dóm fyrir tilraun til manndráps. Fastir pennar 2.12.2011 06:00 Alveg klikk Það er ekki annað hægt en að vera hugsi yfir þeirri niðurstöðu tveggja norskra sálfræðinga um að Anders Breivik sé ekki fær um að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Kannski ætti að varast að þykjast vitrari en þeir sem vit eiga að hafa. Kannski ætti líka að sýna því virðingu þegar menn virðast vinna vinnu sína í takt við lög og fræði en ekki almenningsálit. En það breytir því ekki að niðurstaðan og afleiðingar hennar hljóta að vekja okkur til umhugsunar. Fastir pennar 2.12.2011 06:00 Hættið að skemma Ólafur Þ. Stephensen skrifar Írafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra kvótafrumvarpinu“. Fastir pennar 1.12.2011 06:00 Stór stund á Alþingi í gær Steinunn Stefánsdóttir skrifar Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.“ Fastir pennar 30.11.2011 06:00 Fullnæging skapar nánd Sigga Dögg skrifar Hér hafa tvö mál verið mikið í umræðunni, eitt sem fjallar um dýraníð og annað um mann sem fangelsaður var fyrir ítrekuð brot gegn stjúpdóttur sinni. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona. Fastir pennar 29.11.2011 20:00 Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar Róber R. Spanó skrifar Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. Fastir pennar 29.11.2011 09:30 Góð byggðastefna? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra var bent á tvískinnunginn í því að hann synjaði Huang Nubo um undanþágu frá banni við fasteignakaupum útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins, en EES-borgarar gætu keypt jarðir og aðrar fasteignir umyrðalaust, svaraði Ögmundur því til að hann vildi líka setja hömlur á fjárfestingar EES-borgara. Fastir pennar 29.11.2011 06:00 Sýndargerningar Þórður Snær Júlíusson skrifar Seint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfestingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír. Fastir pennar 28.11.2011 11:00 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 245 ›
Glatað tækifæri vinstristjórnar Ólafur Stephensen skrifar Kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokki fólk treysti bezt til að hafa forystu í tilteknum málaflokkum gefa áhugaverðar vísbendingar um þróun hins pólitíska landslags, umfram einfaldar fylgismælingar. Fastir pennar 19.12.2011 07:00
Afstaða „einfeldninga“ Þorsteinn Pálsson skrifar Utanríkisráðherrann hefur lýst þeirri skoðun sinni að það væri andstætt íslenskum hagsmunum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið nú. Það allra jákvæðasta sem formælendur kröfunnar um viðræðuslit geta sagt er að sú afstaða lýsi einfeldningshætti. Nýleg könnun bendir til að sú umsögn eigi ekki einasta við utanríkisráðherrann heldur nærri tvo þriðju hluta þjóðarinnar. Fastir pennar 17.12.2011 07:00
Litlir sigrar Ólafur Stephensen skrifar Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban um síðustu helgi var líklega það skársta sem var pólitískt mögulegt. Um tíma leit út fyrir að ekkert samkomulag næðist og að heimsbyggðin hefði gefizt upp í glímunni við hlýnun loftslags af mannavöldum. Þótt nokkur árangur hafi þannig náðst, er þó hætt við að nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálunum nái of skammt og komi of seint. Fastir pennar 17.12.2011 07:00
Okkar val Ólafur Þ. Stephensen skrifar Varla kemur nokkrum manni á óvart að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna Icesave-málsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan um síðasta Icesave-samninginn í apríl síðastliðnum snerist einmitt um tvo kosti; að ljúka málinu með samningum við Bretland og Holland eða að útkljá það fyrir EFTA-dómstólnum. Samningamenn Íslands og margir fleiri töluðu skýrt um þessa kosti. Fastir pennar 16.12.2011 09:45
Áfram með smjörið Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýðveldinu Póllandi. Stjórnarandstæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leikinn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsforingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynjavörum úr fangelsum. Fastir pennar 16.12.2011 06:00
Traust í húfi Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið hefur sagt frá því að grunur leiki á að starfsmenn tveggja símafyrirtækja, Vodafone og Símans, hafi lekið upplýsingum um símahleranir lögreglunnar til manna sem voru grunaðir um afbrot og sættu slíkum hlerunum. Um var að ræða rannsóknir sérstaks saksóknara á meintum brotum tengdum bankahruninu. Fastir pennar 15.12.2011 07:00
Þýska spurningin Jón Ormur Halldórsson skrifar Þetta var fjölmenn mótmælaganga sem ég lenti óvart inni í fyrir nokkrum árum. Fólkið söng: "Aldrei aftur sterkt Þýskaland." Þetta var þó ekki í Varsjá, Moskvu, Aþenu, Prag eða í neinni þeirra mörgu borga Evrópu þar sem menn eiga vondar minningar um þýskan mátt. Þetta var í Þýskalandi. Og það í íhaldssömustu stórborg landsins, München. Göngumenn sýndust upp til hópa vera þýskir. Ekkert land í veröldinni hefur nokkru sinni gert upp við sögu sína með líkum hætti og Þýskaland. Fastir pennar 15.12.2011 07:00
Fræðsla lykill að hugarfarsbreytingu Steinunn Stefánsdóttir skrifar Manneskja ekki markaðsvara var mest áberandi slagorðið í allrafyrstu aðgerð Rauðsokka, 1. maí 1970. Þessi aðgerð, að ganga undir merkjum kvenfrelsis, í kröfugöngu verkalýðsfélaganna átti sér raunar stað áður en Rauðsokkahreyfingin varð til en árin á eftir áttu Rauðsokkar oft eftir að vekja athygli á margvíslegum málefnum með aðgerðum sem vöktu athygli. Fastir pennar 14.12.2011 06:00
Bankakerfið 2.0 Magnús Halldórsson skrifar Það eru ljós við enda ganganna þegar kemur að endurreisn bankakerfisins þrátt fyrir fyrirferðamikinn bölmóð. Ríflega þremur árum eftir einstakt allsherjarhrun bankakerfisins, sparisjóðakerfisins og krónunnar, er búið að byggja upp nýtt viðskiptabankakerfi, sem kalla má bankakerfið 2.0 svona í ljósi þess að hið fyrra hrundi til grunna á þremur dögum haustið 2008. Fastir pennar 13.12.2011 22:36
Kostnaðurinn við krónuna Ólafur Stephensen skrifar Tveir af forystumönnum Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur, hafa skrifað afar vandaðar og vel rökstuddar greinar um vaxtamál, gjaldmiðil og húsnæðismál í tvö síðustu helgarblöð Fréttablaðsins. Fastir pennar 13.12.2011 06:00
„Andans eigin dóttir“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hannes Hafstein er 150 ára um þessar mundir. Og eins og öll skáld á öllum tímum á hann við okkur brýn erindi. Við sáum hann í Kiljunni um daginn svífa niður tröppur með þessu settlega göngulagi sem samherjar dýrkuðu en andstæðingar hötuðu. Margir dýrkuðu hann, sumir hötuðu hann og ýmsir hötuðu að dýrka hann. Fastir pennar 12.12.2011 10:00
Samkomulag um harðari aga Ólafur Þ. Stephensen skrifar Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins fyrir helgina varð að mörgu leyti önnur en sú sem menn höfðu spáð eða vonazt til. Fastir pennar 12.12.2011 06:00
Ísland og ESB Magnús Halldórsson skrifar "Nú er að duga eða drepast fyrir Evrópusambandið“ sagði Stephanie Flanders, ritstjóri efnahagsmála hjá breska ríkisútvarpinu BBC, í pistli í vikunni. Ástæðan var leiðtogafundurinn sem fór fram í Brussell á fimmtudag og í gær. Fastir pennar 10.12.2011 10:00
Þögnin um fógetaafmælið Á mánudag í næstu viku verða liðin þrjú hundruð ár frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Það eru tímamót sem vert hefði verið að minnast á myndarlegan hátt. Hann var einn af stærstu áhrifavöldum í íslenskri sögu og ef til vill sá sem best hefur unnið að efnahagslegri endurreisn samfélagsins. Fastir pennar 10.12.2011 06:00
Meiri breytingar Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefur nú staðið í fimmtán daga. Átakið hefst árlega á alþjóðadegi gegn kynbundnu ofbeldi og því lýkur á alþjóðlega mannréttindadaginn. Þetta er engin tilviljun, enda var meiningin að tengja þetta saman í hugum fólks og gera því grein fyrir því að líf án ofbeldis eru mannréttindi. Þetta á nefnilega til að gleymast. En barátta gegn kynbundnu ofbeldi má ekki afskrifast sem óþörf, væl eða sem barátta sem þegar hefur unnist. Þannig er það ekki, ekki einu sinni á Íslandi. Fastir pennar 9.12.2011 06:00
Stéttaskipting Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi á undanförnum árum er nokkurs konar vítahringur. Fyrst var lánað takmarkalaust til allra sem vildu og blásin upp fordæmalaus fasteignabóla. Síðan hrundi efnahagslífið, fasteignaverð féll, öll lán hækkuðu og margir sátu fastir með neikvæða eiginfjárstöðu í íbúðum sínum eða voru keyrðir í gegnum alls kyns afskriftarleiðir. Í kjölfarið fengu lánastofnanir á þriðja þúsund fasteignir í fangið sem þær þora ekki að setja á markað. Vegna þess að þá lækkar fasteignaverð. Og þá þarf að taka annan snúning í afskriftum á þeim sem þegar er búið að afskrifa hjá. Þetta ástand hefur blásið upp nýja bólu, en nú á leigumarkaði. Fastir pennar 8.12.2011 06:00
Bent á lögfestingu Barnasáttmála Steinunn Stefánsdóttir skrifar Mikil vakning hefur átt sér stað á þeim árum sem liðin eru frá því að hugtakið einelti var skilgreint. Fyrir þann tíma var einelti allt of viðurkennt. Vissulega var það ekki liðið athugasemdalaust hvar og hvenær sem er en of oft horfði fólk, börn og fullorðnir, upp á einelti með þegjandi samþykki; einelti barna gegn öðrum börnum, kennara gegn nemendum, vinnufélaga gegn samstarfsmönnum og áfram mætti telja. Fastir pennar 7.12.2011 11:00
Notum allar góðu barnabækurnar Steinunn Stefánsdóttir skrifar Íslendingar eru bókaþjóð – því er að minnsta kosti haldið fram á tyllidögum. Árlega eru gefnir út mýmargir bókatitlar, ekki síst ef tillit er tekið til höfðatölunnar góðu. Barnabókaútgáfa er hér blómleg og þótt á þeim akri sé vissulega ekki allt jafngott má samt sem áður fullyrða að úrvalið af góðum og vönduðum barnabókum, íslenskum og þýddum, fyrir alla aldurshópa sé gott. Sala bóka á Íslandi er einnig með ágætum þannig að að óathuguðu máli mætti gera ráð fyrir að íslensk börn væru eins og fiskar í vatni þegar kemur að því að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. Fastir pennar 6.12.2011 06:00
Eru prófkjör besta leiðin? Jónína Michaelsdóttir skrifar Orðin lýðræði og þjóðin eru að verða hvers manns mantra í ólíklegustu málum. Ef menn vilja sýnast öðrum framsýnni og heiðarlegri, flagga þeir þessum orðum í tíma og ótíma. Það væri til dæmis ólýðræðislegt að setja saman framboðslista sem ekki hefði verið valinn af þjóðinni eftir vel auglýsta frambjóðendur. Fastir pennar 6.12.2011 06:00
Mikilvæg spurning gleymist Ólafur Þ. Stephensen skrifar Úttektir á launum kynjanna sýna undantekningarlítið fram á talsvert launabil milli karla og kvenna, oft svo nemur tugum prósenta þegar eingöngu er horft á heildarlaunin. Þeir sem einblína á þennan „óleiðrétta“ launamun eru oftast skammaðir og þeim bent á að horfa þurfi til þess að konur séu oftar í hlutastarfi en karlar og þær vinni síður yfirvinnu. Þegar þetta tvennt hefur verið tekið út úr dæminu og eingöngu eru borin saman laun á vinnustund er launamunurinn vissulega talsvert minni. Fastir pennar 5.12.2011 06:00
Banntrúarmenn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Í Sunnudagsblaði Moggans var frásögn eftir Börk Gunnarsson blaðamann þar sem segir frá framgöngu nokkurra Vantrúarmanna gagnvart stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands, Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Fastir pennar 5.12.2011 06:00
Úr fangelsi kjördæmapotsins Ólafur Stephensen skrifar Áform um nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hefur á teikniborðinu í ýmsum myndum í hálfa öld án þess að rísa nokkurn tímann, lentu enn í uppnámi í vikunni. Að þessu sinni vegna þess að stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis, undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hafði efasemdir um að fangelsið sem áformað er á Hólmsheiði ætti að verða jafnstórt og stefnt hefur verið að. Fjárveiting til að ljúka hönnun þess var því í óvissu, en Fréttablaðið segir frá því í dag að líkast til náist lending í málinu. Fastir pennar 3.12.2011 12:19
Byssa eða bíll? Ólafur þ. Stephensen skrifar Skotárás vegna uppgjörs í undirheimum Reykjavíkur hefur réttilega vakið mikla athygli og ekki síður gríðarlegt vopnabúr, sem lögreglan fann hjá meðlimum glæpaklíku sem talin er viðriðin árásina. Klíkubræður hafa verið settir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Enginn dó reyndar eða slasaðist í árásinni; byssumaðurinn hitti ekki. Flestir vona samt sjálfsagt að skotmaðurinn fái þungan dóm fyrir tilraun til manndráps. Fastir pennar 2.12.2011 06:00
Alveg klikk Það er ekki annað hægt en að vera hugsi yfir þeirri niðurstöðu tveggja norskra sálfræðinga um að Anders Breivik sé ekki fær um að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Kannski ætti að varast að þykjast vitrari en þeir sem vit eiga að hafa. Kannski ætti líka að sýna því virðingu þegar menn virðast vinna vinnu sína í takt við lög og fræði en ekki almenningsálit. En það breytir því ekki að niðurstaðan og afleiðingar hennar hljóta að vekja okkur til umhugsunar. Fastir pennar 2.12.2011 06:00
Hættið að skemma Ólafur Þ. Stephensen skrifar Írafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra kvótafrumvarpinu“. Fastir pennar 1.12.2011 06:00
Stór stund á Alþingi í gær Steinunn Stefánsdóttir skrifar Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.“ Fastir pennar 30.11.2011 06:00
Fullnæging skapar nánd Sigga Dögg skrifar Hér hafa tvö mál verið mikið í umræðunni, eitt sem fjallar um dýraníð og annað um mann sem fangelsaður var fyrir ítrekuð brot gegn stjúpdóttur sinni. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona. Fastir pennar 29.11.2011 20:00
Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar Róber R. Spanó skrifar Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. Fastir pennar 29.11.2011 09:30
Góð byggðastefna? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra var bent á tvískinnunginn í því að hann synjaði Huang Nubo um undanþágu frá banni við fasteignakaupum útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins, en EES-borgarar gætu keypt jarðir og aðrar fasteignir umyrðalaust, svaraði Ögmundur því til að hann vildi líka setja hömlur á fjárfestingar EES-borgara. Fastir pennar 29.11.2011 06:00
Sýndargerningar Þórður Snær Júlíusson skrifar Seint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfestingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír. Fastir pennar 28.11.2011 11:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun