Fastir pennar

Kallað á karla

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Heimilisfriður – heimsfriður er yfirskrift árlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem nú er haldið í 22. sinn. Markmið átaksins er að beina sjónum að því að úti um allan heim eru konur drepnar fyrir það eitt að vera konur.

Fastir pennar

Strikað yfir starfsstétt

Pawel Bartoszek skrifar

Borgarstjórn ætlar að "brúa bilið“ milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í huga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa VG, sem mestan á heiðurinn af þeirri tillögu, er engin spurning hvernig það bil eigi að brúa. Það þarf að lengja "fæðingarorlofið og svo að lengja leikskólagönguna“. Bilið verður því ekki brúað með hjálp dagforeldra.

Fastir pennar

Gaspur hefur afleiðingar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skuldabréfamarkaðurinn komst í uppnám í fyrradag og lokað var fyrir viðskipti með íbúðabréf Íbúðalánasjóðs í Kauphöll Íslands. Ástæðan voru ummæli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar Alþingis, í viðtali við fréttavef Bloomberg, þar sem hún sagði nauðsynlegt að endursemja um skilmála íbúðabréfanna þannig að þau væru uppgreiðanleg og afnema ríkisábyrgð á sjóðnum.

Fastir pennar

England og Evrópa

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Það gekk illa hjá Bretum að komast inn í Evrópusambandið. Frakkar, undir forustu de Gaulle, beittu tvívegis neitunarvaldi gegn aðild Bretlands. Hann sagði Breta skorta pólitískan vilja til að vera hluti af Evrópu. Nú vill stór meirihluti Englendinga og kannski helmingur Skota að Bretland segi sig úr ESB.

Fastir pennar

Snjóhengjur

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Um fátt er meira rætt á Íslandi í dag en snjóhengjur. Ekki þær sem dembast yfir byggðarlög í fjallshlíðum heldur peningalega hengju sem margir telja að geti valdið efnahagslegu snjóflóði.

Fastir pennar

Jákvæðni lengir líf og bætir líðan

Teitur Guðmundsson skrifar

Ha? Kunna sumir að segja, á meðan aðrir eru mér hjartanlega sammála. Það eru meira að segja til rannsóknir sem sýna fram á að jákvætt og hamingjusamt fólk er líklegra til að hafa sterkara ónæmiskerfi, jafna sig hraðar á áföllum og veikindum auk þess að sjá tækifæri í því sem aðrir gætu upplifað sem vandamál sem er ótvíræður kostur og gífurlega mikilvægt.

Fastir pennar

Ruglið í rauða hliðinu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið sagt fréttir af þeim reglum sem gilda um varning sem ferðamenn mega taka með sér inn í landið án þess að borga af honum toll. Þessar reglur skipta neytendur heilmiklu máli, því að margir drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum og gera mun hagstæðari innkaup en hægt er að gera hér á landi.

Fastir pennar

Eitthvað við sitt hæfi

Magnús Halldórsson skrifar

Veturinn 2004 til 2005 vann ég meðfram skóla við knattspyrnuþjálfun hjá Breiðabliki, þjálfaði ásamt öðrum 6. flokk karla sem í eru 9 og 10 ára strákar. Þetta var skemmtilegur hópur og stór, ríflega 120 strákar úr nokkrum skólum í Kópavogi. Þegar veturinn var ríflega hálfnaður kom þjálfari frá hollenska íþróttafélaginu Feyenoord frá Rotterdam í heimsókn og miðlaði þekkingu sinni til þjálfara, iðkenda og félagsmanna almennt. Þetta var minnisstæð heimsókn fyrir margra hluta sakir.

Fastir pennar

Samgöngur eru líka forvarnir

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Nú þegar tekist hefur að koma böndum á farsóttir, sem áður voru helsta heilbrigðisógnin, stafar heilsu Vesturlandabúa helst ógn af lifnaðarháttum sínum; lifnaðarháttum sem flestir eru kenndir við velmegun.

Fastir pennar

Þá voru flestir hvergi

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

"Heimsins brestur hjálparlið,/ hugur skerst af ergi, / þegar mest ég þurfti við / þá voru flestir hvergi“ orti Friðrik Jónsson á Helgastöðum einu sinni og þau orð gætu margir frambjóðendur gert að sínum eftir helgina. Kjósendur voru flestir hvergi – eða að minnsta kosti fjarri. Og hvað sem líður tali um "ákall um breytingar“ þá bylur hæst í þögninni, rétt eins og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þreytast ekki á að núa þeim um nasir, eftir túlkanir þeirra á fjarverandi atkvæðum í stjórnarskrárkosningum á dögunum. Lítil þátttaka. Áhugaleysi. Sinnuleysi. Leiði.

Fastir pennar

Gegnsæið er bezt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að allt væri á huldu um hverjir væru raunverulegir eigendur Straums fjárfestingarbanka.

Fastir pennar

Vonbrigði og mikið ósætti við Seðlabankann

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fyrr í þessum mánuði ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti. Íslendingar eru orðnir svo vanir slíkum tíðindum að þau vekja ekki meiri hughrif og umræðu en tilkynningar Veðurstofunnar um umhleypinga. Munurinn er þó sá að umhleypingarnir ráðast af lögmálum náttúrunnar en vextirnir eru afleiðing mannlegrar breytni.

Fastir pennar

Norræna nammileitin

Ímyndum okkur eftirfarandi leik: Bláum og rauðum súkkulaðieggjum er dreift um Öskjuhlíðina. Eggin sjást ekki langar leiðir heldur þarf oft að kemba grasið og fara inn í runna til að finna þau. Krakkahópur fær það hlutverk að leita að eggjunum.

Fastir pennar

Þeir sem vita best

Þórður snær júlíusson skrifar

Hvert hlutverk ríkisvaldsins á að vera er eilíft umræðuefni. Almennt virðist sátt um það á Íslandi að það eigi að halda uppi lögum og reglu og setja almennar leikreglur. Auk þess er víðtækur stuðningur við að hér sé víðfeðmt velferðarkerfi og að ríkið tryggi þegnum sínum tiltölulega jöfn tækifæri til náms og starfa.

Fastir pennar

Elst eða yngst í bekknum?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Aldur barna í árinu hefur veruleg áhrif á gengi þeirra í skóla. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint var frá í frétt hér í blaðinu á mánudaginn.

Fastir pennar

Tásurnar á Michelle Obama

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Glaðvær jólatónlist hljómar í bakgrunninum. Um sjónvarpsskjáinn þeytist móðir í jólahreingerningum með kúst í hendi og örvæntingu í augum. Það bætist í skæran bjölluhljóminn þegar mamman brýst í gegnum hríðarbyl út í búð. Snjóbarin snýr hún heim til að pakka inn jólagjöfunum og elda jólamatinn. Þýður englakór leysir bjöllurnar af hólmi. Jólin renna upp. Til borðs situr restin af fjölskyldunni. Pabbinn hámar í sig kræsingarnar og börnin rífa upp gjafirnar. Mamman strýkur sér um ennið og lætur sig falla niður á eldhúskoll.

Fastir pennar

Sveppasýkt húsnæði

Teitur Guðmundsson skrifar

Við höfum orðið vör við fréttaflutning af einstaklingum og heilu fjölskyldunum sem búa í húsum þar sem myglusveppur ræður ríkjum, veikir ónæmiskerfi þeirra og veldur hinum ýmsu einkennum, allt frá slappleika til þess að gera íbúa óstarfhæfa sökum veikinda. Nýlega var sagt frá slíku á Egilsstöðum, þar sem hefur komið í ljós að nokkur fjöldi nýlegra húsa þar og íbúar þeirra glíma við slíkt vandamál. Þá hafa komið upp dæmi víðar, jafnt í íbúðar- sem og vinnuhúsnæði.

Fastir pennar

Ójafn leikur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn og aftur hefur Ísrael misboðið heimsbyggðinni með yfirgangi sínum gagnvart Palestínumönnum. Sú samúð sem málstaður Ísraelsríkis naut einu sinni víðast hvar á Vesturlöndum er á hröðu undanhaldi.

Fastir pennar

Ekki meir, Eir

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Daglega berast nýjar fréttir af vafasömum fjármálaákvörðunum hjá Hjúkrunarheimilinu Eir. Fyrir helgi komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar, Sigurður Helgi Guðmundsson, hefði farið á svig við fjöldamörg lög og reglur þegar hann lét heimilið greiða utanlandsferð fyrir tengdason sinn og dóttur, sem endurgjald fyrir lögfræðistörf tengdasonarins.

Fastir pennar

Hin óverðugu

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins

Fastir pennar

Tækifæri og ógnanir

Magnús Halldórsson skrifar

Fá lönd í heiminum hafa lítið fundið fyrir efnahagsþrenginum á heimsvísu sem fóru að gera vart við sig um mitt ár 2007 og hafa aukist, ekki síst í Suður-Evrópu, síðan. Nágranni Íslands, Noregur, er nú mitt inn í mesta uppgangstímabili sem einkennt hefur stöðu efnahagsmála í Noregi nokkru sinni. Þar kemur margt til en grunnurinn að uppgangstímanum er í raunhagkerfinu. Langsamlega þyngst vegur olíuiðnaður ýmis konar, ekki aðeins framleiðsla, boranir og sala, heldur ekki síður óbein þjónustustörf í iðnaði og tæknigreinum ekki síst.

Fastir pennar

Skamma stund verður hönd höggi fegin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Áhugaleysi er það sem lesa má úr stöðunni eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um síðustu helgi. Það rímar við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrármálið þar sem hvorugum flokknum tókst að höfða til meirihluta kjósenda. Ríkisstjórnin hefur brugðist vonum kjósenda og stjórnarandstaðan hefur ekki náð að vekja nýjar vonir.

Fastir pennar

Sér fyrir enda skattahækkana?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sveitarstjórnir um allt land liggja þessa dagana yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það er klárlega ekki alltaf létt verk, enda bæði rekstrar- og skuldastaða margra sveitarfélaga erfið. Það vekur þó athygli að í það minnsta þrjú sveitarfélög, öll á suðvesturhorninu, stefna að því að lækka skatta á næsta ári.

Fastir pennar

Geturðu talað við tölvuna þína?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Íslenzkan er sprelllifandi og mikið notað tungumál. Það má til dæmis má sjá af þeirri staðreynd að aldrei hafa verið fleiri titlar í Bókatíðindunum en í ár. Þar ræður meðal annars sú þróun að bækur séu gefnar út á fleiri en einu formi; á pappír, sem hljóðbók og rafbók. Þannig er líklegt að næstu árin muni æ fleiri lesa jólabækurnar í spjaldtölvu eða á lesbretti fremur en á pappír. Texti á íslenzku skilar sér þá í nýjum miðlum, sem er gott.

Fastir pennar

Stórpólitík í Peking

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Kínverjar eru að fá áhuga á pólitík. Sem er ekki lítið mál því síðustu áratugi hefur landstjórnin í þessu stærsta ríki heimsins beinlínis hvílt á þeirri forsendu að þetta myndi ekki gerast í bráð. Mesta lífskjarabylting mannkynssögunnar átti að vera nóg til að fólk færi ekki að þrasa um pólitík. Þannig var það líka þar til alveg nýverið. En þetta er ört að breytast. Afleiðingarnar gætu ratað í bækur um sögu mannkyns.

Fastir pennar

Meiri breidd og meiri sveigjanleiki

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi, er heiti skýrslu með tillögum um samþættingu menntunar og atvinnu sem kynnt var nú í vikunni. Skýrslan er unnin af starfshópi sem skipaður var af forsætisráðuneytinu og titillinn vísar til skilaboða stjórnarskrárinnar um rétt borgaranna til menntunar og fræðslu.

Fastir pennar

Er fiskurinn að koma eða fara?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Makríldeila Íslands og Færeyja annars vegar og Evrópusambandsins og Noregs hins vegar snýst um mikla hagsmuni. Makrílveiðarnar hafa verið gríðarleg búbót fyrir íslenzkan sjávarútveg og Ísland stendur skiljanlega á rétti sínum að nytja stofn, sem hefur fært sig inn í lögsöguna, að því er menn telja vegna hlýnunar sjávar. Að sama skapi er skiljanlegt að útgerðar- og sjómenn í ESB-ríkjunum og Noregi séu súrir að missa spón úr sínum aski.

Fastir pennar

Að týna árum ævi sinnar

Teitur Guðmundsson skrifar

Umfjöllun um streitu og vanlíðan hefur verið mjög mikil frá því við hlustuðum á ávarp Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, þar sem hann bað guð að blessa Ísland. Ég verð að viðurkenna að á þeim tíma þegar ég horfði á hann ljúka máli sínu með þessum orðum þá fann ég fyrir einhverri undarlegri tilfinningu sem er erfitt að lýsa en var sennilega sambland af ótta, óvissu og öryggisleysi. En ég fann jafnframt að ég fylltist einhverjum eldmóði og þjóðerniskennd. Þetta voru undarlegir tímar og flestir muna eflaust eftir því hvar þeir voru staddir á þeim tíma sem Geir talaði til þjóðarinnar svona svipað og þegar árásirnar voru gerðar á New York forðum.

Fastir pennar