Erlent

Demó­kratar vilja yfir­heyra Andrew

Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna.

Erlent

Enn stað­ráðin í að lenda geim­förum á tunglinu með Starship

Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021.

Erlent

Gera sex hundruð gervi­hnetti fyrir „Gullhvelfinguna“

Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“.

Erlent

Sagður hafa skipað hernum að gera á­rásir í Venesúela

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið bandaríska hernum skipun um að gera loftárásir í Venesúela. Árásirnar eru sagðar eiga að beinast að herstöðvum þar í landi sem Nicolas Maduro, forseti, mun hafa leyft fíkniefnasamtökum að starfa í.

Erlent

Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders

Frjálslyndi miðjuflokkurinn D66 hlaut flest atkvæði í hollensku þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudaginn. Hollenskir fjölmiðlar greindu frá nýjustu tölum upp úr hádegi og er ljóst, þegar búið er að telja nær öll atkvæði, að Frelsisflokkurinn, undir stjórn Geert Wilders, getur ekki fengið fleiri atkvæði en D66.

Erlent

Æðsti lög­maður ísraelska hersins segir af sér vegna leka

Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni.

Erlent

Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik.

Erlent

Flótta­mönnum fækkað úr 125.000 í 7.500

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn.

Erlent

Orðin hæsta kirkja í heimi

Kirkjan Sagrada Familia í Barcelona á Spáni varð í gær hæsta kirkja heims þegar byrjað var að koma fyrir neðri hluta kross á miðturni kirkjunnar. Framkvæmdir við kirkjuna Sagrada Familia hófust árið 1882 og standa enn yfir.

Erlent

Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan.

Erlent

Sjö hundruð drónum og eld­flaugum skotið að Úkraínu

Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka.

Erlent

Fordæmalaus eyði­legging vegna Melissu

Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt.

Erlent

Losa hreðjatakið í eitt ár

Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár.

Erlent

Út­lit fyrir að hníf­jafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti

Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar.

Erlent

Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa

Bresk stjórnvöld sviptu konu barnabótum eftir að hún bókaði flug til Osló en fór ekki úr landi. Yfirvöld töldu að þar sem konan hafði ekki „komið aftur“ frá Noregi, væri hún þar með flutt úr landi.

Erlent

Fleiri hand­teknir vegna ránsins í Louvre

Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fleiri í tengslum við ránið í Louvre-safninu í París fyrr í mánuðinum. Saksóknari segir að fimm til viðbótar hafi verið handteknir til viðbótar við þá tvo sem voru handteknir á laugardag.

Erlent

Hafa játað aðild að ráninu í Louvre

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn.

Erlent

Fursta­dæmin dæla vopnum og kín­verskum drónum til Súdan

Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent

Bandidos-bifhjólagengið bannað í Dan­mörku

Dómstóll í Danmörku lýsti bifhjólagengið alræmda Bandidos ólöglegt og skipaði fyrir um að það skyldi leyst upp í dag. Mismunandi deildir gengisins myndi eina heild sem sé skipulögð glæpasamtök.

Erlent

Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja.

Erlent