Golf Golfkennslumyndbönd á sjónvarpshlutanum á Vísir Golftímabilinu fer brátt að ljúka hér á Íslandi og styttist í að flestir golfvellir landsins loki. Íslenskir kylfingar eru samt sem áður slá golfbolta í vetur hér á landi og erlendis. Golfkennslumyndbönd eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísir og ættu þau að nýtast þeim sem vilja bæta leik sinn. Þar er að finna brot úr Golfskóla Birgis Leifs Hafþórssonar og kennslumyndbönd frá Michael Breed. Golf 5.10.2011 15:00 Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. Golf 4.10.2011 11:30 Dustin Johnson ekki fúll út í Tiger Dustin Johnson segist alls ekkert vera fúll út í Tiger Woods þó svo Tiger hafi stolið af honum kylfusveininum, Joe LaCava. Golf 30.9.2011 17:30 Tiger loksins búinn að finna kylfusvein Tiger Woods er búinn að finna sér nýjan kylfusvein. Sá heitir Joe LaCava og var lengi vel kylfusveinn hjá Fred Couples. Upp á síðkastið hefur LaCava síðan unnið með Dustin Johnson. Golf 26.9.2011 10:39 Ótrúlegt vatnshögg hjá Haas - vann rúmlega 1,3 milljarða kr. Kylfingurinn Bill Haas fékk heilar 11,5 milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé gær þegar hann vann Tour Championship og um leið FedEx-bikarinn. Verðlaunaféð er það hæsta sem keppt er um í golfíþróttinni á ári hverju og vann Haas sér inn um 1,3 milljarða kr. Golf 26.9.2011 09:45 Evrópuúrvalið vann Solheim-bikarinn Evrópuúrvalið í golfi sigraði lið Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum um helgina, en keppnin er haldin annað hvert ár og svipar til Ryder-bikarsins í karlaflokki. Golf 25.9.2011 20:30 Birgir Leifur lék síðasta hringinn á fjórum yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson lék fjórða hring opna austurríka mótsins í golfi á fjórum höggum yfir pari. Hann lauk leik á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Golf 25.9.2011 13:36 Birgir Leifur á einu yfir pari eftir tíu holur Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið tíu holum á lokahringnum á opna austurríska mótinu í golfi. Hann er á einu höggi yfir pari og á einu höggi undir pari samanlagt. Golf 25.9.2011 11:17 Birgir Leifur í 23. sæti eftir þriðja hring Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 23. sæti á opna austurríska mótinu í golfi að loknum þriðja hring. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Golf 24.9.2011 19:45 Birgir Leifur í banastuði í Austurríki Birgir Leifur Hafþórsson fór á kostum á þriðja hring opna austurríska golfmótsins í morgun. Birgir Leifur lék hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari samanlagt eftir þrjá hringi. Golf 24.9.2011 11:30 Ólafur Már komst ekki áfram á annað stig úrtökumótanna Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, er úr leik á úrtökumótum Evrópumótaraðarinnar í golfi. Ólafur lauk leik í Þýskalandi í dag á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann var þremur höggum frá því að komast áfram. Golf 23.9.2011 20:06 Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn Birgir Leifur Hafþórsson kemst líklega í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska mótinu. Birgir Leifur lék annan hring mótsins á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og er á tveimur höggum yfir pari samtals. Eins og staðan er núna dugar það Birgi Leifi í gegnum niðurskurðinn. Golf 23.9.2011 15:08 Brjálaður kylfingur fékk tveggja ára dóm Ástralinn Daniel Patrick Betts var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Betts missti stjórn á skapi sínu við það að leika golf með félögum sínum árið 2009. Golf 23.9.2011 14:30 Ólafur Már í góðri stöðu á lokahringnum Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í góðri stöðu á fjórða hring úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í Fleesensee í Þýskalandi. Ólafur hefur leikið fyrstu tíu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og er á fjórum höggum undir samanlagt. Golf 23.9.2011 11:02 Birgir Leifur: Þetta var frábært fyrir sjálfstraustið Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrjaði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evrópumótaröðinni og hófst í Atzenbrugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið. Golf 23.9.2011 08:00 Greg Norman: Tiger mun ekki vinna fleiri risamót Ástralinn Greg Norman hefur enga trú á því að Tiger Woods muni vinna annað risamót á ferlinum. Norman segir að það sé einfaldlega of margt að trufla Tiger. Golf 22.9.2011 13:30 Fín byrjun hjá Birgi í Austurríki á fyrsta keppnisdegi Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi á opna austurríska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna þessa stundina en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Golf 22.9.2011 11:03 Ólafur Már í 30. sæti eftir fyrsta hringinn í Þýskalandi Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR eru báðir að keppa á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi. 30 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á annað stig úrtökumótsins á Spáni þar sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda. Golf 20.9.2011 19:08 Rose bætti stöðu sína fyrir lokamótið í úrslitakeppninni Enski kylfingurinn Justin Rose sigraði á BMW meistaramótinu í golf í gær í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar. Þetta var þriðji sigur Rose á bandarísku mótaröðinni og er hann í ágætri stöðu fyrir lokamótið í Fed-Ex úrslitakeppninni sem fram fer í þessari viku í Atlanta. Þar er keppt um 10 milljóna dala verðlaunafé eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Golf 19.9.2011 13:00 16 ára kylfingur vann mót á LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn, Lexi Thompson, varð um helgina yngsti keppandinn til að sigra á móti í LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum, en hún er 16 ára. Golf 18.9.2011 22:15 Tinna gerist atvinnumaður - reynir við úrtökumótið í janúar Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsta íslenska golfkonan sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna. Laugardaginn 24. september mun Golfklúbburinn Keilir halda sérstakt styrktarmót fyrir Tinnu til að undirbúa þátttöku hennar í úrtökumóti fyrir mótaröðina, sem fram fer á La Manga á Spáni í janúar. Golf 16.9.2011 14:45 Reykjavíkurúrvalið vann KPMG-bikarinn og setti met Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni. Golf 11.9.2011 07:00 Höfuðborginni dugar þrjú stig til viðbótar Fyrri keppnisdegi á KPMG-mótinu er nú lokið og óhætt að segja að keppnislið höfuðborgarinnar standi vel að vígi fyrir keppni í tvímenningi á morgun. Golf 9.9.2011 20:00 Birgir missir af mótinu í Kasakstan - vegabréfsáritunin í ólagi Ekkert verður af því að Birgir Leifur Hafþórsson leiki á áskorendamótaröðinni í þessari viku eins og til stóð. Birgir var kominn til Frankfurt í Þýskalandi þegar í ljós kom að vegabréfsáritun hans til Kasakstan þar sem mótið fer fram var ekki í lagi. Golf 7.9.2011 15:53 Tiger Woods fellur áfram eins og steinn niður heimslistann Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann og fellur hann niður um sex sæti frá því í síðustu viku. Woods er þessa stundina í 44. sæti. Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson er nú í 14. sæti eftir sigurinn á Deutsche Bank meistaramótinu í gær en hann var áður í 27. sæti. Golf 6.9.2011 11:30 Simpson hefur unnið sér inn 600 milljónir kr. á þessu ári Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Golf 6.9.2011 10:00 Stefán Már og Signý stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni í ár Að loknu lokastigamótinu á Eimskipsmótaröðinni, Chervolet mótinu á Urriðavelli, kom í ljós hvaða kylfingar eru stigameistarar í islenska golfinu í ár. Stigameistararnir eru krýndir þegar er búið að taka saman öll sex mótin sem voru á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Golf 5.9.2011 10:45 Stefán og Sunna unnu lokastigamót Eimskipsmótaraðarinnar Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni lauk í dag með tvöföldum sigri hjá GR, en þau Stefán Már Stefánsson og Sunna Víðisdóttir unnu bæði sannfærandi. Golf 4.9.2011 18:02 Thomas Björn vann annað mótið í röð Danski kylfingurinn, Thomas Björn, bar sigur úr býtum á evrópska Mastersmótinu í Sviss, en hann lék á níu höggum undir pari á lokadeginum eða á 62 höggum. Golf 4.9.2011 14:00 Signý komin heim - ósátt við þjálfara og aðstöðu Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, er hætt í Troy háskólanum í Alabama. Signý var ósátt við æfingaaðstöðuna og þjálfara sinn að því er fram kemur í viðtali við vefsíðuna Kylfingur.is. Golf 2.9.2011 19:00 « ‹ 137 138 139 140 141 142 143 144 145 … 178 ›
Golfkennslumyndbönd á sjónvarpshlutanum á Vísir Golftímabilinu fer brátt að ljúka hér á Íslandi og styttist í að flestir golfvellir landsins loki. Íslenskir kylfingar eru samt sem áður slá golfbolta í vetur hér á landi og erlendis. Golfkennslumyndbönd eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísir og ættu þau að nýtast þeim sem vilja bæta leik sinn. Þar er að finna brot úr Golfskóla Birgis Leifs Hafþórssonar og kennslumyndbönd frá Michael Breed. Golf 5.10.2011 15:00
Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. Golf 4.10.2011 11:30
Dustin Johnson ekki fúll út í Tiger Dustin Johnson segist alls ekkert vera fúll út í Tiger Woods þó svo Tiger hafi stolið af honum kylfusveininum, Joe LaCava. Golf 30.9.2011 17:30
Tiger loksins búinn að finna kylfusvein Tiger Woods er búinn að finna sér nýjan kylfusvein. Sá heitir Joe LaCava og var lengi vel kylfusveinn hjá Fred Couples. Upp á síðkastið hefur LaCava síðan unnið með Dustin Johnson. Golf 26.9.2011 10:39
Ótrúlegt vatnshögg hjá Haas - vann rúmlega 1,3 milljarða kr. Kylfingurinn Bill Haas fékk heilar 11,5 milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé gær þegar hann vann Tour Championship og um leið FedEx-bikarinn. Verðlaunaféð er það hæsta sem keppt er um í golfíþróttinni á ári hverju og vann Haas sér inn um 1,3 milljarða kr. Golf 26.9.2011 09:45
Evrópuúrvalið vann Solheim-bikarinn Evrópuúrvalið í golfi sigraði lið Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum um helgina, en keppnin er haldin annað hvert ár og svipar til Ryder-bikarsins í karlaflokki. Golf 25.9.2011 20:30
Birgir Leifur lék síðasta hringinn á fjórum yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson lék fjórða hring opna austurríka mótsins í golfi á fjórum höggum yfir pari. Hann lauk leik á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Golf 25.9.2011 13:36
Birgir Leifur á einu yfir pari eftir tíu holur Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið tíu holum á lokahringnum á opna austurríska mótinu í golfi. Hann er á einu höggi yfir pari og á einu höggi undir pari samanlagt. Golf 25.9.2011 11:17
Birgir Leifur í 23. sæti eftir þriðja hring Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 23. sæti á opna austurríska mótinu í golfi að loknum þriðja hring. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Golf 24.9.2011 19:45
Birgir Leifur í banastuði í Austurríki Birgir Leifur Hafþórsson fór á kostum á þriðja hring opna austurríska golfmótsins í morgun. Birgir Leifur lék hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari samanlagt eftir þrjá hringi. Golf 24.9.2011 11:30
Ólafur Már komst ekki áfram á annað stig úrtökumótanna Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, er úr leik á úrtökumótum Evrópumótaraðarinnar í golfi. Ólafur lauk leik í Þýskalandi í dag á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann var þremur höggum frá því að komast áfram. Golf 23.9.2011 20:06
Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn Birgir Leifur Hafþórsson kemst líklega í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska mótinu. Birgir Leifur lék annan hring mótsins á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og er á tveimur höggum yfir pari samtals. Eins og staðan er núna dugar það Birgi Leifi í gegnum niðurskurðinn. Golf 23.9.2011 15:08
Brjálaður kylfingur fékk tveggja ára dóm Ástralinn Daniel Patrick Betts var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Betts missti stjórn á skapi sínu við það að leika golf með félögum sínum árið 2009. Golf 23.9.2011 14:30
Ólafur Már í góðri stöðu á lokahringnum Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í góðri stöðu á fjórða hring úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í Fleesensee í Þýskalandi. Ólafur hefur leikið fyrstu tíu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og er á fjórum höggum undir samanlagt. Golf 23.9.2011 11:02
Birgir Leifur: Þetta var frábært fyrir sjálfstraustið Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrjaði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evrópumótaröðinni og hófst í Atzenbrugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið. Golf 23.9.2011 08:00
Greg Norman: Tiger mun ekki vinna fleiri risamót Ástralinn Greg Norman hefur enga trú á því að Tiger Woods muni vinna annað risamót á ferlinum. Norman segir að það sé einfaldlega of margt að trufla Tiger. Golf 22.9.2011 13:30
Fín byrjun hjá Birgi í Austurríki á fyrsta keppnisdegi Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi á opna austurríska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna þessa stundina en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Golf 22.9.2011 11:03
Ólafur Már í 30. sæti eftir fyrsta hringinn í Þýskalandi Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR eru báðir að keppa á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi. 30 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á annað stig úrtökumótsins á Spáni þar sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda. Golf 20.9.2011 19:08
Rose bætti stöðu sína fyrir lokamótið í úrslitakeppninni Enski kylfingurinn Justin Rose sigraði á BMW meistaramótinu í golf í gær í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar. Þetta var þriðji sigur Rose á bandarísku mótaröðinni og er hann í ágætri stöðu fyrir lokamótið í Fed-Ex úrslitakeppninni sem fram fer í þessari viku í Atlanta. Þar er keppt um 10 milljóna dala verðlaunafé eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Golf 19.9.2011 13:00
16 ára kylfingur vann mót á LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn, Lexi Thompson, varð um helgina yngsti keppandinn til að sigra á móti í LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum, en hún er 16 ára. Golf 18.9.2011 22:15
Tinna gerist atvinnumaður - reynir við úrtökumótið í janúar Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsta íslenska golfkonan sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna. Laugardaginn 24. september mun Golfklúbburinn Keilir halda sérstakt styrktarmót fyrir Tinnu til að undirbúa þátttöku hennar í úrtökumóti fyrir mótaröðina, sem fram fer á La Manga á Spáni í janúar. Golf 16.9.2011 14:45
Reykjavíkurúrvalið vann KPMG-bikarinn og setti met Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni. Golf 11.9.2011 07:00
Höfuðborginni dugar þrjú stig til viðbótar Fyrri keppnisdegi á KPMG-mótinu er nú lokið og óhætt að segja að keppnislið höfuðborgarinnar standi vel að vígi fyrir keppni í tvímenningi á morgun. Golf 9.9.2011 20:00
Birgir missir af mótinu í Kasakstan - vegabréfsáritunin í ólagi Ekkert verður af því að Birgir Leifur Hafþórsson leiki á áskorendamótaröðinni í þessari viku eins og til stóð. Birgir var kominn til Frankfurt í Þýskalandi þegar í ljós kom að vegabréfsáritun hans til Kasakstan þar sem mótið fer fram var ekki í lagi. Golf 7.9.2011 15:53
Tiger Woods fellur áfram eins og steinn niður heimslistann Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann og fellur hann niður um sex sæti frá því í síðustu viku. Woods er þessa stundina í 44. sæti. Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson er nú í 14. sæti eftir sigurinn á Deutsche Bank meistaramótinu í gær en hann var áður í 27. sæti. Golf 6.9.2011 11:30
Simpson hefur unnið sér inn 600 milljónir kr. á þessu ári Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Golf 6.9.2011 10:00
Stefán Már og Signý stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni í ár Að loknu lokastigamótinu á Eimskipsmótaröðinni, Chervolet mótinu á Urriðavelli, kom í ljós hvaða kylfingar eru stigameistarar í islenska golfinu í ár. Stigameistararnir eru krýndir þegar er búið að taka saman öll sex mótin sem voru á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Golf 5.9.2011 10:45
Stefán og Sunna unnu lokastigamót Eimskipsmótaraðarinnar Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni lauk í dag með tvöföldum sigri hjá GR, en þau Stefán Már Stefánsson og Sunna Víðisdóttir unnu bæði sannfærandi. Golf 4.9.2011 18:02
Thomas Björn vann annað mótið í röð Danski kylfingurinn, Thomas Björn, bar sigur úr býtum á evrópska Mastersmótinu í Sviss, en hann lék á níu höggum undir pari á lokadeginum eða á 62 höggum. Golf 4.9.2011 14:00
Signý komin heim - ósátt við þjálfara og aðstöðu Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, er hætt í Troy háskólanum í Alabama. Signý var ósátt við æfingaaðstöðuna og þjálfara sinn að því er fram kemur í viðtali við vefsíðuna Kylfingur.is. Golf 2.9.2011 19:00