Innherji
Gámasiglingar Eimskips eru „langtum arðsamari“ og vaxið á kostnað miðlunar
Stærri hluti af starfsemi Eimskips hverfist nú um gámasiglingar en fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Gámasiglingarnar eru „langtum arðsamari“ heldur en flutningsmiðlunin, að sögn hlutabréfagreinanda.
Stjórnvöld auki húsnæðisvandann með breyttu skattkerfi
Stjórnvöld munu auka á húsnæðisvanda landsmanna með því að lækka endurgreiðsluhlutall vegna vinnu iðnaðarmanna um tæplega helming, að mati Samtaka iðnaðarins. Aðgerðin muni leiða til meiri kostnaðar við byggingu íbúða sem dragi úr framboði. „Samdráttur í framboði mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íbúðaverð til hækkunar. Það eru þau áhrif sem við þessar aðstæður munu koma fram í aukinni verðbólgu og hærri vöxtum,“ segja samtökin.
Slóvakískt félag sem tryggði þúsundir Íslendinga svipt starfsleyfi
Seðlabanki Slóvakíu hefur svipt líftryggingafélagið NOVIS starfsleyfinu en fyrirtækið hefur á síðustu árum tryggt þúsundir Íslendinga í gegnum miðlunina Tryggingar og ráðgjöf ehf., sem hefur haft drjúgar tekjur af samstarfinu.
Hagnaður Hvals minnkaði verulega í fyrra og var um 900 milljónir
Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni og á meðal annars stórar hlutabréfastöður í Arion banka og Alvotech, dróst saman um nærri 75 prósent á síðasta fjárhagsári hlutafélagsins samtímis erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum og nam rúmlega 890 milljónum króna. Félagið hóf hvalveiðar á ný um mitt árið í fyrra og átti frystar hvalaafurðir sem voru metnar á um 2,6 milljarða undir lok ársins.
HMS spáir 1.200 færri nýjum fullbúnum íbúðum en í október
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að ríflega 1.200 færri nýjar fullbúnar íbúðir komi á markað á árunum 2023-2025 samanborið við spá sem stofnunin birti með Samtökum iðnaðarins (SI) í október á síðastliðnu ári. Framboð á nýjum íbúðum á næstu árum er langt undir þörf. Kostnaður við byggingu íbúða hefur aukist til muna að undanförnu, segir í greiningu frá SI.
Verðmat VÍS hækkar í ljósi hærra vaxtastigs og stærra eignasafns
Jakobsson Capital verðmetur tryggingafélagið VÍS níu prósentum hærra en sem nemur markaðsgengi um þessar mundir. Samsett hlutfall félagsins var hátt á fyrsta ársfjórðungi eða 110,4 prósent. Það þýðir að iðgjöld stóðu ekki undir tjónum og rekstrarkostnaði. Tvö stór tjón leiddu til þess að hlutfallið var fjórum prósentum stigum hærra en ella og kostnaður við forstjóraskipti og samrunaviðræður við Fossa jafngildir tveimur prósentustigum í samsettu hlutfalli, segir hlutabréfagreiningu.
Halda örvandi úrræðum til streitu þrátt fyrir varnarorð Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við umsögn Seðlabankans Íslands um framlengingu á úrræðum sem gerir fólki kleift að nýta séreignarsparnað til innborgunar á húsnæðislán. Seðlabankinn telur úrræðin „fremur óheppileg“ á tímum eftirspurnarþenslu.
Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar
Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna.
Hagnaður LOGOS yfir 400 milljónir og stóð nánast í stað milli ára
Lögmannsstofan LOGOS skilaði hagnaði upp á um 418 milljónir króna eftir skatt á árinu 2022 og dróst hann saman um liðlega þrjú prósent frá fyrra ári. Hagnaður á hvern eigenda LOGOS nam að meðaltali tæplega 25 milljónum króna á liðnu ári.
Stækkun flotans lyftir Play upp úr botnsæti listans yfir framlegð í flugi
Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að framvegis muni flugfélagið ekki verma botnsætið á listanum yfir rekstrarframlegð á fyrsta ársfjórðungi. Eftir að hafa stækkað flotann upp í tíu vélar sé stærðarhagkvæmnin farin að skila sér í eðlilegra jafnvægi milli kostnaðar og tekna.
Alma selt um 30 íbúðir frá áramótum en keypt yfir 60 íbúðir við Heklureit
Alma leigufélag hefur frá áramótum selt um það bil 30 íbúðir. Það hefur jafnframt keypt rúmlega 60 íbúðir á Heklureit sem koma inn í eignasafnið eftir rúmlega tvö ár, segir framkvæmdastjóri félagsins.
Lífeyrissjóðir mættu huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna
Þrátt fyrir að vaxtakjör íslensku bankanna á nýlegum erlendum útgáfum hafi verið ein þau hæstu frá fjármálahruninu 2008 þá er það „rétt stefna“ að halda þeim mörkuðum opnum á tímum þegar aðstæður eru krefjandi, að sögn seðlabankastjóra. Það væri góð þróun ef íslensku bankarnir gætu farið að fjármagna sig innanlands til lengri tíma á nafnvöxtum en þá þyrftu lífeyrissjóðirnir að fara huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna.
Oculis klárar hlutafjárútboð upp á nærri sex milljarða
Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af tveimur íslenskum prófessorum á Íslandi fyrir tuttugu árum, kláraði í gærkvöldi hlutafjárútboð upp á samanlagt 40,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5,7 milljarða króna. Hið nýja hlutafé var selt á rúmlega fjögurra prósenta lægra gengi, eða 11,5 dalir á hlut, en nam síðasta dagslokagengi félagsins fyrir útboðið.
Annan hring í húsnæðishringekjunni?
Horft fram á við má ætla að til skamms tíma muni hátt vaxtastig halda markaðnum köldum og enn er útlit fyrir verðlækkanir, að minnsta kosti að raunvirði. Gífurleg fólksfjölgun setur hins vegar þrýsting á eftirspurnarhliðina og ef byggingageirinn bregst við hærri vöxtum með því að draga úr uppbyggingu er ljóst að við munum fara annan hring í húsnæðishringekjunni.
Sjóvá seldi hlutabréf fyrir 2,3 milljarða en bætti við sig í Alvotech
Sjóva seldi hlutabréf fyrir um 2,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi og bætti við sig stuttum ríkisskuldabréfum. Forstöðumaður fjárfestinga hjá tryggingafélaginu sagði að á undanförnum tveimur árum hafi Sjóvá verið að undirbúa eignasafnið fyrir hærra vaxtastig og meiri verðbólgu. Tryggingafélagið keypti í Alvotech fyrir rúmlega 600 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi.
Breytt neyslumynstur gæti dempað áhrif verðbólgu á ferðamennsku
Breytingar á neyslumynstur fólks eftir heimsfaraldurinn gæti mögulega dregið úr þeim neikvæðu áhrifum sem mikil verðbólga mun hafa á eftirspurn í flugiðnaðinum, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Rekstrarafkoma íslensku flugfélaganna á fyrsta ársfjórðungi var sýnu verst í samanburði við nærri sextíu flugfélög á heimsvísu.
Fjárfestar selt í hlutabréfasjóðum fyrir nærri fjóra milljarða frá áramótum
Almennir innlendir verðbréfasjóðir hafa horft upp á nettó útflæði í hverjum mánuði frá áramótum samhliða áframhaldandi erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Fjárfestar hafa þannig minnkað stöðu sína í hlutabréfasjóðum um 3,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem kemur til viðbótar við útflæði úr slíkum sjóðum upp á samtals átta milljarða á öllu árinu 2022.
Fjögur nýsköpunarfélög á heilbrigðisviði sótt 145 milljarða til fjárfesta
Fjögur af átta verðmætustu nýsköpunarfyrirtækjum landsins starfa á heilbrigðissviði, ef marka má gagnagrunn Dealroom. Þau hafa safnað 678 milljónum evra frá fjárfestum, jafnvirði 101 milljarðs króna, en um 43 prósent fjárhæðarinnar má rekja til Alvotech, næstverðmætasta fyrirtækis Kauphallarinnar. Þegar litið er framhjá Alvotech hafa þrjú sprotafyrirtæki - Kerecis, Sidekick Health og Oculis - á sviði heilbrigði safnað 292 milljónum evra, jafnvirði 44 milljarða króna.
Oculis að sækja um átta milljarða króna í nýtt hlutafé
Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað fyrir tuttugu árum af tveimur íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur ákveðið að efna til hlutafjárútboðs sem er beint að innlendum og erlendum fjárfestum en ætlunin er að sækja samtals um átta milljarða króna miðað við núverandi markaðsgengi. Hlutabréfaverð Oculis hefur hækkað um 20 prósent frá því að það var skráð í kauphöll Nasdaq í New York fyrr á árinu en niðurstöður nýlegra verðmata gefa til kynna að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði.
„Alveg klárt“ að Aztiq hefur fjárhagsstyrk og vilja til að styðja við Alvotech
Of snemmt er slá því föstu hvort Alvotech þurfi yfir höfuð að sækja sér viðbótar fjármagn á þessu ári til að styðja við reksturinn, að sögn forstjóra og aðaleigenda félagsins. Í ítarlegu viðtali við Innherja segir hann að ef ráðist verður í „mjög lítið“ hlutafjárútboð vegna mögulegrar seinkunar á því að komast inn á Bandaríkjamarkað þurfi enginn að „velkjast í vafa“ um getu Aztiq, fjárfestingafélags Róberts Wessman, til að leggja til þá fjármuni sem þar þyrfti. FDA hefur fallist á að eiga fund með Alvotech eftir ríflega tvær vikur til að fara yfir svör félagsins við þeim athugasemdum eftirlitið gerði við framleiðsluaðstöðu þess.
Mikil áskorun að ná 3,5 prósenta raunávöxtun með verðbólgu í hæstu hæðum
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var með lökustu raunávöxtunina meðal stærstu sjóða landsins á árinu 2022 sem einkenndist af afar krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum. Sé litið til síðustu tíu ára hefur árleg raunávöxtun sömu lífeyrissjóða að jafnaði verið á bilinu 4,5 til 5,3 prósent en stjórnarformaður LSR varar við því að krafa um að sjóðirnir nái að skila ávöxtun yfir 3,5 prósenta viðmiðinu verði veruleg áskorun þegar verðbólgan er í hæstu hæðum.
Fínstillti rekstur Teya og fékk allt annan kraft út úr honum
Greiðslumiðlunin Teya hefur rétt úr kútnum eftir brösulega byrjun í erlendu eignarhaldi, sem endurspeglaðist meðal annars í miklum taprekstri, fækkun viðskiptavina og versnandi starfsánægju. Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, var fenginn til að koma fyrirtækinu á réttan kjöl og náði hann umtalsverðum árangri á þeim sjö mánuðum sem hann gegndi stöðu forstjóra.
Lækkar verðmat á Alvotech vegna óvissu um innkomu á Bandaríkjamarkað
Ólíklegt er að Alvotech takist að standa við áður yfirlýst áform um að hefja sölu á sínu stærsta lyfi í Bandaríkjunum um mitt þetta ár heldur má ætla að FDA muni ekki samþykkja umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrr en í desember. Þær tafir valda því að greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley hafa lækkað verðmat sitt á íslenska líftæknifyrirtækinu um 40 prósent.
Verðmat Íslandsbanka hækkar þrátt fyrir dekkri horfur í efnahagslífinu
Verðmat Íslandsbanka hækkar um átta prósent þrátt fyrir að horfur í efnahagslífinu séu dekkri en við gerð síðasta verðmats. Vaxtamunur bankans hefur aukist en vaxtatekjur eru styrkasta stoð bankarekstrar og helsti virðishvati hans. Vaxtahækkanir Seðlabanka hafa almennt jákvæð áhrif á vaxtamun auk þess sem starfsmenn bankans hafa verið iðnir við að sækja handa honum fé á fjármagnsmarkaði, segir í verðmati.
Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn
Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja.
Fer frá Arion til Arctica Finance
Þórbergur Guðjónsson, reynslumesti starfsmaður Arion í fyrirtækjaráðgjöf, hefur sagt upp stöfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arctica Finance.
Erlendir fjárfestar ekki átt stærri hlut í Íslandsbanka frá skráningu
Á sama tíma og Capital Group lauk við sölu á eftirstandandi hlutum sínum í Marel fyrr í þessum mánuði hefur bandaríski sjóðastýringarrisinn haldið áfram að stækka við stöðu sína í Íslandsbanka en samanlagður eignarhlutur erlendra sjóða í bankanum er nú farinn að nálgast tíu prósent. Samkvæmt nýju verðmati er bankinn metinn á liðlega 19 prósent yfir núverandi markaðsgengi.
„Hættan við of samræmdar reglur á fjármálamarkaði er samræmið“
Ítrekaðar athugasemdir Seðlabanka Íslands og erlendra stofnana við stjórnarhætti lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra rista ekki nógu djúpt að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Hann varar við því að tilraunir til að endurskoða reglur um áhættustýringu hjá sjóðunum – í því skyni að samræma regluverkið á fjármálamarkaði – geti leitt til þess að allir bregðist við áhættu á sama hátt og þannig magnað upp áhættu á markaði.
Markaðssókn banka á íbúðamarkaði kynti undir verðbólgu
Tilfærsla nýrra íbúðalána frá lífeyrissjóðum til banka, sem átti sér stað eftir að vextir voru lækkaðir verulega í upphafi heimsfaraldursins, hafði þau áhrif að peningamagn í umferð jókst og þar með verðbólguþrýstingur. Ólíkt útlánum lífeyrissjóða eru bankalán þess eðlis að nýtt fjármagn verður til við veitingu þeirra.
Samlegð af samruna VÍS og Fossa nemi allt að 750 milljónum á ári
Áætlað er að samlegð af samruna VÍS og Fossum fjárfestingabanka nemi 650-750 milljónum króna á ári og komi inn að fulla eftir árið 2025. Gert er ráð fyrir að langtíma arðsemismarkmið hækki úr 1,5 krónum á hlut í yfir 2,5 krónur á hlut vegna samlegðar og möguleika til að hraða uppbyggingu fjárfestingarbanka og eignastýringar, samkvæmt áætlunum stjórnenda félaganna.