Innherji
Hækkar verðmat á Arion og segir efnahagsumhverfið „vinna með bankastarfsemi“
Uppgjör Arion banka á öðrum ársfjórðungi, þar sem félagið skilaði rúmlega 9,7 milljarða króna hagnaði, var „allt samkvæmt áætlun“ en afkoman litaðist mjög af erfiðum aðstæðum á hlutabréfamörkuðum en á móti var yfir sex milljarða hagnaður af sölu eigna á fjórðungum.
Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir
Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar.
Stoðir töpuðu nærri fimm milljörðum samhliða verðhruni á mörkuðum
Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins, tapaði rúmlega 4,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samhliða miklum óróa á verðbréfamörkuðum þar sem virði helstu skráðra eigna félagsins lækkaði verulega. Á sama tímabili í fyrra skiluðu Stoðir hins vegar hagnaði upp á 12,6 milljarða króna og á öllu árinu var hagnaður félagsins tæplega 20 milljarðar.
Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar
Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja.
Taka á margbrotnu framsali valds og lagskiptri stjórnsýslu fjármálaeftirlitsins
Forsætisráðuneytið hefur tilkynnt um áform um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands sem fela í sér að seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans og að nefndin taki aðeins ákvarðanir í málum sem teljast meiri háttar. Þetta kemur fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Ríkið þynnti aðra hluthafa í Vaðlaheiðargöngum og lengdi lánstíma til 2057
Fjárhagsleg endurskipulagning Vaðlaheiðarganga fól í sér að ríkissjóður skuldbreytti 5 milljörðum af 20 milljarða króna láni í hlutafé og þynnti aðra hluthafa í göngunum „verulega“ ásamt því að framlengja lokagjalddaga lánsins til ársins 2057. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Vaðlaheiðarganga.
Íslandsbanki hyggst ekki að selja í kísilverinu til „skemmri tíma litið“
Íslandsbanki hefur ekki fyrirætlanir um að selja hlut sinn í Bakkastakki, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um hlut bankans og lífeyrissjóða í kísilveri PCC á Bakka, til skemmri tíma litið. Þetta kemur fram í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Innherja.
Samherji færir hlutinn í Högum yfir í fjárfestingafélag
Samherji hefur flutt 4,5 prósenta eignarhlut sinn í Högum, sem er metinn á 3,7 milljarða króna miðað við gengi bréfanna í dag, yfir í fjárfestingafélagið Kaldbak.
Með „töluvert bolmagn til fjárfestinga“ eftir að innlánin ruku upp í faraldrinum
Stór hluti fyrirtækja virðist hafa komið út úr faraldrinum með afar sterka lausafjárstöðu eftir að hafa haldið að sér höndum í lántökum og fjárfestingu vegna óvissu í hagkerfinu á sama tíma og það varð mikil aukning í veltu í nær öllum atvinnugreinum.
Hlutabréf Eimskips ná fyrri hæðum eftir afkomukipp hjá Maersk
Hlutabréfaverð Eimskips hækkaði um 5,5 prósent í Kauphöllinni í dag og er gengi bréfanna komið aftur í sögulegt hámark eins og gerðist í lok apríl.
Metár að baki hjá DHL eftir 30 prósenta tekjuvöxt
Árið 2021 var metár fyrir DHL Express Iceland, sem heldur utan um starfsemi alþjóðlega flutningafyrirtækisins Deutsche Post DHL Group á Íslandi, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.
Íslandsbanki tók yfir rekstur gagnavers eftir 344 milljóna króna uppsafnað tap
Félagið Reykjavík DC, sem starfrækir hátæknigagnaver á Korputorgi, var rekið með tæplega 169 milljóna króna tapi á fyrsta heila starfsári sínu frá því að gagnaverið var tekið í notkun á árinu 2020. Vegna fjárhagsvandræða, sem mátti meðal annars rekja til þess að seinkun varð á opnun gagnaversins, var félagið hins vegar tekið yfir af Íslandsbanka, stærsta lánardrottni sínum, í árslok 2021.
Brim stofnar Stiku umhverfislausnir ásamt meðfjárfestum
Sjávarútvegsfélagið Brim hefur stofnað nýtt félag ásamt Bjarna Ármannssyni, forstjóra Iceland Seafood International, og Magnúsi Júlíussyni, stjórnarmanni í Festi, sem mun vinna að þróun hugbúnaðarlausna fyrir umhverfisútreikninga fyrirtækja.
Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð
Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja.
Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra
Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári.
Ný útlán til fyrirtækja hafa aldrei verið meiri frá upphafi mælinga
Útlán banka til atvinnufyrirtækja námu ríflega 38 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri í einum mánuði frá því að Seðlabanki Íslands byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013.
Stórfelld losun fastra vaxta gæti ýtt heimilum aftur í verðtryggð lán
Viðbúið er að stór hluti íbúðalána á föstum vöxtum komi til endurskoðunar á árunum 2024 og 2025 enda jukust vinsældir fastvaxtalána, sér í lagi óverðtryggðra lána með föstum vöxtum, verulega á seinni hluta síðasta árs. Horfur eru á því að vaxtastig verði talsvert hærra en það var þegar vextir á lánunum voru festir og því gæti endurskoðun leitt til tilfærslu yfir í verðtryggð lán sem bera minni greiðslubyrði.
Selja sig út úr verðbréfasjóðum í stórum stíl samhliða óróa á mörkuðum
Innlendir verðbréfasjóðir, bæði sem fjárfesta í skuldabréfum og hlutabréfum, skruppu talsvert saman í liðnum mánuði samhliða áframhaldandi innlausnum fjárfesta sem námu samanlagt tæplega 11 milljörðum króna. Útflæði af slíkri stærðargræðu úr sjóðunum hefur ekki sést í um þrjú ár.
Hagnaður Valitor tuttugufaldast milli ára
Valitor hagnaðist um 627 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins að því er kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka. Það er tuttugufalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.
Hækkar verulega verðmat á Icelandair og metur félagið á 117 milljarða
Nýbirt uppgjör Icelandair Group, þar sem félagið skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi í fyrsta sinn í fimm ár, ber það með sér að „flugið er komið af stað“ og allt útlit er fyrir að afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi verði „dúndur“.
Kostnaður Festar vegna starfsloka Eggerts um 76 milljónir
Smásölufyrirtækið Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, gjaldfærir hjá sér kostnað sem nemur samtals um 76 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi vegna samkomulags sem stjórn félagsins gerði í byrjun júní vegna starfsloka Eggerts Þórs Kristóferssonar, fráfarandi forstjóra.
Þóknanatekjur Arion aldrei verið hærri og hagnaðurinn um 10 milljarðar
Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi, sem var meðal annars drifin áfram af auknum vaxta- og þóknanatekjum, jókst um liðlega 1,9 milljarð króna á milli ára og var rúmlega 9,7 milljarðar króna. Mikil umsvif í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu skilaði sér í því að þóknanatekjur hækkuðu um 27 prósent og námu um 4,54 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri á einum fjórðungi.
Uppgjör á faraldri og sóttvörnum
Samfélagið var fljótt að snúa sér að öðru þegar öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum var aflétt í febrúar. Í tvö lýjandi ár hafði faraldurinn heljartak á umræðunni og þjóðfélagið var undirorpið ákvörðunum embættismanna sem höfðu skyndilega fengið vald til að segja af eða á. En þrátt fyrir að veiran sjálf sé horfin úr sviðsljósinu væru mikil mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar horfur eru á því að uppsafnaður halli ríkissjóðs fram til ársins 2027 muni nema þúsund milljörðum króna verður ekki komist hjá uppgjöri á sóttvarnaaðgerðum.
Há verð og stöðugur rekstur skiluðu Elkem metafkomu í fyrra
Elkem Ísland, sem rekur kísilver á Grundartanga, hagnaðist um 458 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er langbesta rekstrarniðurstaða Elkem á síðustu sjö árum og líklega sú besta í sögu fyrirtækisins á Íslandi.
Skýrari skattalög
Hvergi kemur nú fram í einkennisorðum Skattsins að leggja eigi skatta á með réttum hætti eða lögum samkvæmt. Þess í stað er nefnt að stofnunin sé „framsækin“? Og hvernig fer stofnunin að því að stuðla að jafnræði og virkri samkeppni? Það getur varla verið á verksviði Skattsins enda heyra þessi verkefni undir allt aðra aðila. Og í hverju felast orðin um vernd samfélagsins? Þetta er allt frekar torskilið.
Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði
Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum.
Aldrei minni vanskil í lánasafni Landsbankans
Vanskil viðskiptavina Landsbankans hafa farið lækkandi frá því í lok árs 2019 og hafa aldrei verið lægri en þau voru um mitt þetta ár. Þetta kemur fram uppgjörskynningu bankans.
Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar
Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins.
„Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar
Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu.
Gavia Invest stærsti hluthafi Sýnar eftir kaup á hlut Heiðars
Gavia Invest, fjárfestingafélag sem er að hluta til í eigu Reynis Grétarssonar, er orðið stærsti hluthafi fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins Sýnar með 14,95 prósenta hlut eftir kaup á eignarhlut Heiðars Guðjónssonar um helgina Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallarinnar.