Innherji
Kvikmyndamiðstöð þvertekur fyrir að ætla sér í samkeppni við einkareknar streymisveitur
Fulltrúi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir misskilnings gæta í umræðunni um uppbyggingu streymisveitu á vegum ríkisins sem fulltrúar fjarskiptafyrirtækja hafa gagnrýnt undanfarna daga.
Guðbjörg bætti við hlut sinn í Eik
Fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu, keypti hlutabréfa í fasteignafélaginu Eik fyrir meira en 200 milljónir króna í nóvember. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Eikar.
Gildi leggur meiri áherslu á innlend hlutabréf á næsta ári
Gildi lífeyrissjóður mun auka vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni samtryggingardeildar sjóðsins um tvö prósent á næsta ári og minnka vægi skuldabréfa til samræmis. Þetta kom fram á sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundi sjóðsins sem var haldinn í lok nóvember.
Konráð ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis
Konráð S. Guðjónsson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðinn til sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka.
Emma til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco í London
Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco er að færa út kvíarnar í starfsemi sinni í London og hefur ráðið á skrifstofu félagsins þar í borg enska lögmanninn Emmu Hickman.
Nú þarf að greikka sporið
Það er gífurlega ánægjulegt að við stöndum eftir allt saman á sterkum grunni. Ríkissjóður hefur þurft að taka minna að láni en áður var talið þurfa til að eiga við náttúruhamfarir.
Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures
Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019.
Streymisveita ríkisins verður „heljarinnar maskína“, segir stjórnandi hjá Nova
Ríkið mun fjárfesta að óþörfu og skapa varanlegan kostnað ef áform þess um þróun á streymisveitu verða að veruleika. Innlendar streymisveitur, sem geta tekið að sér að dreifa íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum, eru nú þegar til staðar og ríkið þyrfti að eyða miklu púðri í að halda streymisveitunni í takt við tímann. Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.
Frjálsari séreign muni efla verðbréfavitund almennings
Áform stjórnvalda um að auka frelsi fólks til að ráðstafa séreignarsparnaði eru til þess fallin að auka skilvirkni hlutabréfamarkaðarins og ýta undir frekari vitundarvakningu hjá almenningi. Þetta segja viðmælendur Innherja á markaðinum.
Fortuna Invest vikunnar: Bækurnar sem fjárfestar ættu að hafa við höndina
Í þessari viku er farið yfir nokkrar bækur tengdar fjármálum og fjárfestingum sem getur verið gott að hafa til hliðsjónar og skemmtunar í fjárfestingarvegferðinni.
Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar
Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra.
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð
Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum.
Gréta María lætur af störfum hjá Brimi
Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá útgerðinni.
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra
Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku.
Framkvæmdastjóri SAF: „Gott að sjá að stefnuplaggið fari ekki ofan í skúffu“
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna komi inn á margar af þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir. Hann býst við að eiga gott samtal við stjórnvöld um skuldastöðu ferðaþjónustunnar þótt hennar sé ekki getið neins staðar í sáttmálanum.
Opinberum starfsmönnum fjölgar mjög en fækkar í einkageiranum
Úttekt Hagstofunnar leiðir í ljós að starfsfólk í atvinnugreinunum opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem að mestu eru reknar af ríki og sveitarfélögum, fjölgaði um 9 þúsund á sama tíma og starfsfólki í einkageiranum fækkaði um 8 þúsund.
Eftirbragð sem varir lengur en trúin á eilíft líf
Þeir sem segja að peningar kaupi ekki hamingju, hafa einfaldlega ekki keypt sér hús á Ítalíu. Fótgönguliðar á vegum Sante lögðu nýlega land undir fót í leit að áhugaverðum vínum í Piemonte. Um héraðið má reyndar segja að þar er ansi margt áhugavert að finna fleira en vín því héðan koma frægustu trufflusveppir veraldar, oftar kenndir við bæinn Alba.
SA segja lykilmálum verið gleymt í stjórnarsáttmála
Málin sem gleymdust í nýundirrituðum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að mati Samtaka atvinnulífsins eru skýrari áherslur á lækkun skulda og forgangsröðun ríkisútgjalda. Þá hafi farist fyrir að ræða sjálfbærni bótakerfanna í sáttmálanum. Loforð um skattalækkanir séu óljós.
Kauphallarfélögin fá meiri vigt í vísitölu MSCI
Íslensk kauphallarfélög fengu í dag meiri vigt en áður í vísitölunni MSCI FM 100, sem inniheldur hundrað stærstu fyrirtækin í Frontier Markets hlutabréfavísitölunum, sem fyrirtækið MSCI heldur úti.
Handbært fé fyrirtækja – of mikið og aldrei nóg?
Hvað eiga fyrirtæki að hafa mikið handbært fé og hvenær er það of mikið eða of lítið? Þetta getur verið grundvallarspurning í áhættustýringu fyrirtækja en nálgunin á þetta viðfangsefni er mjög mismunandi.
HÍ kaupir í Carbfix og stofnar félag utan um sprotasafnið
Háskóli Íslands eignast smávægilegan hlut, ríflega 0,1 prósent, í Carbix, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, með nýrri heimild sem finna má í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022 sem var lagt fram á Alþingi í gær. Jafnframt er háskólanum heimilt að stofna sérstakt félag utan um eignarhald á rannsóknar- eða sprotafyrirtækjum.
Ekki augljóst að fjárlögin muni styðja við lágt vaxtastig
Það er ekki augljóst að rekstur ríkissjóðs á næstunni, eins og hann birtist í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær, muni leggjast sérstaklega á sveif með að styðja við peningastefnu Seðlabanka Íslands í því skyni að viðhalda lægri vöxtum en ella.
Kvika ekki tapað krónu á uppgjöri vegna framvirkra samninga
Kvika hefur ekki þurft að taka á sig neitt fjárhagslegt högg vegna uppgjörs á framvirkum samningum sem bankinn hefur gert á undanförnum árum í tengslum við verðbréfaviðskipti hjá viðskiptavinum.
Erlend verkfræðistofa gerir tilboð í EFLU
Erlend verkfræðistofa hefur sýnt áhuga á að fjárfesta í íslensku verkfræðistofunni EFLU. Þetta staðfesti Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, í samtali við Innherja.
Fjárlögin til marks um betri stöðu en víðast hvar í heiminum
Nýtt fjármálafrumvarp varpar ljósi á það hversu vel Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að efnahagsmálum. Greinendur sem Innherji ræddi við benda á að ríkissjóður hafi rúmt svigrúm til að fjármagna sig með öðrum leiðum en í gegnum peningaprentun Seðlabankans og að önnur ríki hafi þurft að grípa til stórfelldari aðgerða í ríkisfjármálum og peningamálum.
Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum
Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag.
Tekjur ríkissjóðs verða 66 milljörðum umfram fyrri áætlanir
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli þessa árs og næsta árs og útlit er fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 66 milljörðum hærri árið 2022 en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðastliðið vor. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 955 milljarða króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag.
Stoðir fjárfesta í evrópsku SPAC-félagi sem var skráð á markað í Hollandi
Fjárfestingafélagið Stoðir var á meðal evrópskra hornsteinsfjárfesta sem komu að fjármögnun á nýju sérhæfðu yfirtökufélagi (e. SPAC), undir nafninu SPEAR Investments I, sem sótti sér 175 milljónir evra, jafnvirði um 26 milljarða íslenskra króna, í hlutafjárútboði sem kláraðist fyrr í þessum mánuði. Í kjölfarið var félagið skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam þann 11. nóvember síðastliðinn.
Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku
Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum.
Stefnir í slag kvenna um ritaraembætti Sjálfstæðisflokks
Þau tíðindi urðu við stjórnarskiptin að staða ritara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins losnar eftir að Jón Gunnarsson tók við embætti innanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Innherja stefnir í æsispennandi slag milli öflugra kvenna innan flokksins um ritarann. Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra.