Körfubolti

Martin má ekki koma Kefla­vík til bjargar

Það verður ekkert af því að Remy Martin snúi aftur í lið Keflavíkur á þessari leiktíð, þó að hann hafi ekki verið skráður í annað félag síðan hann sleit hásin í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar í körfubolta á síðasta ári.

Körfubolti

„Luka, vertu fokking þú sjálfur“

LeBron James var með ansi skýr skilaboð til Luka Doncic þegar leikmenn LA Lakers hópuðust saman í hring rétt fyrir fyrsta leik Slóvenans magnaða, eftir ein stærstu leikmannaskipti sögunnar í NBA-deildinni í körfubolta.

Körfubolti

Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum

Elvar Már Friðriksson setti nýtt met í grísku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar hann gaf sautján stoðsendingar í leik Maroussi liðsins í gærkvöldi. Engum hefur áður tekist að gefa svo margar stoðsendingar í einum leik í 33 ára sögu deildarinnar.

Körfubolti

„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“

Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni.

Körfubolti

„Ég er að koma aftur fyrir skemmti­legasta hlutann“

Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79.

Körfubolti

Kjartan: Við erum að vaða á liðin

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. 

Körfubolti

„Þetta er náttúru­lega alltaf skrýtið“

„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti