Lífið

Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið

KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK.

Tónlist

Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu.

Lífið

Af­hjúpaði gróða­væn­legasta lukku­hjól borgarinnar

Júlíus Þór Björnsson Waage, Akureyringur í verkfræðinámi í Reykjavík, hefur unnið mikið tölfræðilegt afrek í frítíma sínum að undanförnu, sem er að skrásetja tölfræðilega möguleika á vinningum í lukkuhjólunum á öldurhúsum Reykjavíkur.

Lífið

Hrekkjavöku innblástur frá stjörnunum

Hér er búið að taka saman nokkrar stjörnur sem klæddu sig upp á hrekkjavöku á veg sem auðvelt er að leika eftir eða sækja innblástur í. Kisur, vampírur, nornir og trúðar eru einnig klassískir búningar sem auðvelt er að setja saman fyrir helgina.

Lífið

Gestagangur í hrekkjavökustreymi

Marín í Gameverunni ætlar að taka á móti góðum gestum í streymi kvöldins. Það mun bera keim hrekkjavöku og mun hún einnig taka hræðileg hryllingsspilerí í búningum.

Leikjavísir

Bíður eftir ellefta barninu og er sagður eiga von á því tólfta

Barnamaskínan og þáttastjórnandinn Nick Cannon er sagður eiga von á enn öðru barninu. Barnsmóðir hans Alyssa Scott greindi frá því á Instagram í gær að hún væri ófrísk. Þá herma heimildir ET fjölmiðilsins að Cannon sé faðirinn, þrátt fyrir að hann hafi ekki enn staðfest það.

Lífið

Matthew Perry biðst afsökunar á ummælum sínum um Keanu Reeves

Leikarinn Matthew Perry hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um Keanu Reeves í bókinni sinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing. Í bókinni ræðir hann ferilinn sinn, ástina og opnar sig í fyrsta skipti um eiturlyfjafíknina sem hann hefur verið að fást við.  

Lífið

Kópa­vogur verður ekki Menningar­borg Evrópu 2028

Ljóst er að Kópavogur verður ekki Menningarborg Evrópu árið 2028. Þetta varð ljóst í morgun þegar bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti með fimm atkvæðum að „ekki [væri] tímabært að taka þátt í verkefninu Menningarborg Evrópu að þessu sinni“.

Menning

Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi

„Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. 

Lífið

Ævi­saga „vara­skeifunnar“ kemur út 10. janúar

Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Lífið

„Áunninn athyglisbrestur er ekki til“

Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok er að finna fjöldann allan af myndböndum þar sem einkennum ADHD er lýst. Þegar leitað er að myllumerkinu ADHD má sjá að slík myndbönd hafa fengið yfir 16 milljarða áhorfa.

Lífið

Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim

Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár.

Tónlist

Fóru á trúnó og hittust svo á AA-fundi fimm árum síðar

Aron Mímir Gylfason, betur þekktur sem RonniGonni, og Bjarki Viðarsson, betur þekktur sem Jeppakall Doperman Rakki, hafa slegið í gegn á Twitter síðustu vikur. Þeir eru oft sagðir vera meðlimir „undirheima-Twitter“ en eru í dag báðir edrú og urðu meira að segja vinir í meðferð.

Lífið

Trúlofuð eftir að ástin kviknaði á ströndinni

Bachelor in Paradise parið Dean Unglert og Caelynn Miller-Keyes eru trúlofuð. Parið hefur verið saman í þrjú ár eftir að hafa kynnst á ströndinni í sjöttu seríu þáttanna. Dean hætti með henni og yfirgaf þættina en sneri svo aftur á ströndina og bað hana um að koma með sér, sem hún gerði.

Lífið

Rómantík á RÚV

Fréttamaðurinn Sunna Valgerðardóttir og dagskrárgerðarmaðurinn Guðni Tómasson eru nýtt par. Þau starfa bæði hjá Ríkisútvarpinu og hefur ástin verið að þróast á milli þeirra síðustu mánuði, líkt og Smartland greindi fyrst frá.

Lífið