Lífið

Maríanna og Dommi trú­lofuð

Maríanna Pálsdóttir, eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, og Guðmundur Ingi Hjartarson eru trúlofuð. Guðmundur, eða Dommi, hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu við Laxár á Keldum, er eigandi Netheima og job.is og starfar sem ráðgjafi.

Lífið

Kú­rekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu

Eitt sögufrægasta þorrablót landsins, sjálft Kommablótið á Neskaupsstað var haldið síðastliðinn laugardag í 59. skiptið. Venju samkvæmt var skemmtanametið slegið og í þetta skiptið var þemað í anda villta vestursins.

Lífið

Prinsessan eignaðist dóttur

Sofia prinsessa af Svíþjóð er búin að eiga. Hún eignaðist dóttur klukkan 13:10 í dag. Þetta er fjórða barn hennar og Karls Filippusar.

Lífið

Segist vera nas­isti sem elskar Hitler

Kanye West hefur á síðustu klukkutímum sagst vera nasisti og elska Adolf Hitler. Hann segir gyðingahatur bull sem gyðingar bjuggu til og hann ætli aldrei aftur að biðjast afsökunar á ummælum sínum.

Lífið

Lítil þolin­mæði fyrir hrekk Audda

Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður betur þekktur sem Steindi jr. er ekki að flytja úr Mosfellsbænum og í Garðabæ líkt og fram kemur í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Þar lítur út fyrir að um viðtal við Steinda sé að ræða þegar raunin er sú að stríðnispúkinn Auðunn Blöndal heldur þar á penna.

Lífið

Að­stoðar­mennirnir og ástin

Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa verið að ráða sér aðstoðarmenn undanfarnar vikur. Í einhverjum tilfellum má segja að ekki sé leitað langt yfir skammt.  Sumir aðstoðarmenn tengjast ráðherrum sökum þess að ástarguðinn Amor skaut örvum sínum og hitti beint í mark.

Lífið

Vefur um úti­vist í loftið

Nýr upplýsingavefur um útivistarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu er kominn í loftið. Hann ber heitið utumallt.is og var formlega tekinn í notkun á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) síðastliðinn mánudag.

Lífið

„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“

Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. 

Lífið

Finnur þú fyrir upp­þembu eða ó­þægindum eftir mat?

Flestir hugsa um meltinguna í tengslum við líkamlega líðan, en hún hefur líka bein áhrif á andlega heilsu. Fáir vita að um 90% af serótóníni – oft kallað hamingjuhormón líkamans – myndast í þörmunum. Þegar meltingin er í ólagi getur það því haft áhrif á bæði líkamlega og andlega vellíðan.

Lífið samstarf

Mamma mætti á frum­sýningu Fjallsins

Það var húsfyllir og eftirvænting í lofti þegar kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Fjallið var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Erpur Eyvindarson rappari sem gjarnan er þekktur sem Blaz Roca.

Lífið

Ein­hleypan: Grænkeri sem hrífst af hug­rekki

Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir dýravelferð. Hún er einhleypan á Vísi í þetta skiptið, segist vera svakaleg dellukona, hugrekki heillar en afstöðuleysi og eigingirni heilla ekki. Leyndur hæfileiki Rósu kemur á óvart. 

Makamál

Frum­sýning á Vísi: Ó­væntir gestir hjá Væb-bræðrum

„Við erum búnir að vera að róa í heilt ár, yfirhöfin sjö, aðallega Atlantshafið samt þar sem við komum við í Grænlandi og í Færeyjum, í leit að tilgangnum, hvað skal gera næst,“ segja Væb-bræður sem frumsýna á Vísi tónlistarmyndband sitt við lagið Róa.

Lífið

Saknar ekki fullrar inn­keyrslu af glæsikerrum

Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið.

Lífið

Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn

Katie Cassidy fyrirsæta og kærasta Liam Payne hefur í fyrsta sinn tjáð sig um andlát hans í Argentínu og síðustu augnablik þeirra saman. Hún segir að hefði hún vitað hvernig var hefði hún aldrei yfirgefið hann í Argentínu.

Lífið

Líkamsræktarfrömuður selur í Kópa­vogi

Líkamsræktarfrömuðurinn Birkir Vagn Ómarsson hefur sett slotið á sölu í Galtalind í Kópavogi. Birkir Vagn hefur undanfarin ár rekið líkamsræktarstöðina MGT og boðið þar upp á æfingar sem hafa slegið í gegn.

Lífið

Irv Gotti er látinn

Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri.

Lífið

Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik

Ég hef lengi verið aðdáandi Sniper Elite leikjanna. Ég spilaði upprunalega leikinn, sem kom út árið 2005 mikið og hef spilað langflesta af leikjunum síðan þá. Þeir eru margir. Sá nýjasti, Resistance, finnst mér samt koma með lítið sem ekkert nýtt að borði og ég hef rekið mig á fullt af göllum við spilunina.Þá er bersýnilegt að grafíkvél leiksins er komin til ára sinna.

Leikjavísir