Menning

Ólíkir dansarar frá tólf ára upp í áttrætt sameinast í einu dansverki

Danshöfundarnir Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir frumsýna sýninguna Ball næstkomandi föstudag, 6. maí, fyrir Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Sýningin fer fram á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu. Þar sameinast dansarar á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og er dansgleðin í forgrunni. Blaðamaður hafði samband við Alexander og Ásrúnu og fékk að heyra nánar frá sýningunni.

Menning

„Það tengja allir við sína sundlaug“

Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni.

Menning

Auka sýnileika hjá úkraínsku listafólki á Íslandi

Samtökin ARTISTS4UKRAINE opnuðu á dögunum listgallerí á Laugavegi 12, í sama húsi og Prikið er staðsett. Þar sýna úkraínskir listamenn verk sín ásamt öðrum og stefnt er að því að hafa galleríið gangandi í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Blaðamaður ræddi við Alexander Zaklynsky, sem stofnaði ARTISTS4UKRAINE ásamt Juliu Mai Linnéu Mariu.

Menning

Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni

Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum.

Menning

Bjössi Thor er bæjar­lista­maður Hafnar­fjarðar

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen hefur verið valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er gjarnan kallaður, hefur síðastliðna áratugi verið einn helsti djasstónlistarmaður landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar sem slíkur. Hann fær 1,5 milljónir króna í viðurkenningarskyni.

Menning

Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar: „Það er hægt að segja svo margt án orða“

Listakonan Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar í dag klukkan 17:30 í Núllinu, Bankastræti 0. Á sýningunni fá gestir rými til að velta raunveruleikanum fyrir sér ásamt því að verða hluti af verkunum, þar sem öll verkin eru máluð á plexiglerplötur ofan á spegil. Blaðamaður hafði samband við Rakel og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Menning

KÚNST: Hughreysting til vinkonu varð að einhvers konar alheims orku sannleika

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er þekkt fyrir grípandi textaverk í bland við falleg form á striga. Hún er mikil talskona dagbókarskrifa og segir skrifin gjarnan einhvers konar leit að sannleika en hefur gaman að því hvernig orðin geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum hverju sinni. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

Menning

Upp­risa Aldrei fór ég suður um helgina

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar.

Menning

Pálmasunnudagur

Pálmasunnudag ber upp viku fyrir páskadag ár hvert og markar jafnframt upphaf dymbilviku. Í ár, 2022, ber daginn upp þann 10. apríl.

Menning

Góðgerðarmál og menning sameinast á kraftmikinn hátt til styrktar Úkraínu

Samtökin Artists4Ukraine standa að ýmsum menningartengdum viðburðum í Bíó Paradís þar sem allur ágóði frá viðburðunum rennur til fjölbreyttra góðgerðarfélaga í Úkraínu. Í kvöld, miðvikudaginn 6. apríl, munu Arists4Ukraine í samstarfi við úkraínska kvikmyndafyrirtækið MaGiKa films sýna kvikmyndina Ivan’s Land eftir úkraínska leikstjórann Andrii Lysetskyi.

Menning

„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“

Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið.

Menning

Sænski grín­istinn Sven Meland­er látinn

Sænski grínistinn Sven Melander er látinn, 74 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið og segir í tilkynningu að hann hafi andast á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar.

Menning

Afhjúpuðu styttu af þríeykinu

Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Menning