Menning

Hluti af þjóðarsálinni

Tapas er eitt af því sem einkennir spænska matargerð og hefur gert það í mörg hundruð ár. Orðið tapas þýðir í raun og veru að hylja en þetta eru smáréttir sem eru borðaðir á krám og veitingahúsum fyrir hádegismat og kvöldmat til að seðja sárasta hungrið.

Menning

Vorblót í Vesturbænum

Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætlar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí - Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót.

Menning

Útvarpstækið ómissandi

Aino Freyju Järvelä leikkonu finnst útvarpstækið besti hluturinn í bílnum sínum. Hún segist yfir höfuð ekki hlusta mikið á útvarp en nýti tímann í það þegar hún sé að keyra.

Menning

Svört sveifla í hádeginu

"Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði.

Menning

Hef verið latur að sýna á Íslandi

"Þetta er eins konar yfirlit yfir það sem ég hef veirð að fást við í myndlist frá upphafi, svona alveg frá því ég var ellefu ára gamall," segir Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, um stóra sýningu sem hann opnar í Hafnarhúsinu í kvöld.

Menning

Tilboð á hljóðfærum

Nú stendur yfir tilboð á hljóðfærum í versluninni Gítarnum að Stórhöfða 27. Í versluninni er yfirleitt reynt að vera með tilboð sem þessi reglulega og rík áhersla er lögð á gott verð á hljóðfærum.

Menning

Áhrifavaldurinn í lífi Freuds

Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar.

Menning

Dansinn dunar á leiksviðinu

"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu.

Menning

Dansa berfætt úti í garði

Björn Thors er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár en hann kemur til með að spreyta sig á aðalhlutverkinu í Hárinu í Austurbæ í sumar.

Menning

Með næstum allt á hreinu

Sýningin Með næstum allt á hreinu verður frumsýnd á Broadway 2. október næstkomandi. Verður hún að hluta til byggð á tónlistinni úr hinni vinsælu Stuðmannamynd Með allt á hreinu.

Menning

Bestu kaupin í kassavínum

Í nýjasta hefti Gestgjafans fjallar Þorri Hreinsson vínrýnir um kassavín og er niðurstaðan af úttekt hans að hvítvínið Gruntrum Riesling séu bestu kaupin í kassavínum í Vínbúðum hérlendis. Þorri mælir með víninu einu og sér, með léttum fiskréttum og austurlenskum mat.

Menning

Ólgandi menning í Hafnarfirði

"Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar.

Menning

Einfaldari og lægri gjaldskrá

Nú hefur Tryggingamiðstöðin kynnt breytingar á bílatryggingum. Markmið Tryggingamiðstöðvarinnar er að gera bílatryggingar eins einfaldar og gegnsæjar og hægt er.

Menning

Hlægilegt að verða rithöfundur

Steinunn Sigurðardóttir var aðeins nítján ára þegar fyrsta bók hennar, Sífellur, kom út. Heildarsafn með ljóðum Steinunnar kemur út á vegum Eddu útgáfu í dag.</font /></b />

Menning

Draugur í Morgunblaðshúsinu

Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu.

Menning

Mikilvægt að prufukeyra

Þegar bíll er keyptur, hvort sem hann er notaður eða nýr, er mjög mikilvægt að prufukeyra hann. Áður en farið er í aksturinn er gott að spyrja bílasalann í þaula um bílinn, kosti hans og galla.

Menning

Pústið segir sögu

Gufurnar sem koma úr púströrinu á bílnum geta sagt mikið til um ástand mótorsins. Til dæmis þegar bíll tekur upp á því að gefa frá sér blágráan reyk þegar honum er startað á morgnana, þá er það merki um að það hafi komist olía inn í sprengihólf (cylinder) vélarinnar á meðan bíllinn stóð ónotaður alla nóttina.

Menning

Sjúk í dýr

"Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla.

Menning

Litlir púkar í skóginum

Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn.

Menning

Liggur í loftinu í fjármálum

<strong>100 ár</strong> eru nú liðin frá því að Íslandsbanki eldri opnaði. Í tilefni af því opnaði sögusýning í öllum útibúum Íslandsbanka í gær. Á sögusýningu minnast starfsmenn Íslandsbanka ásamt þjóðinni allri fjármálasögu bankans.

Menning

Skemmtilegt að spara

Fyrsta spurning er: Hvað er besti kostur til að ávaxta litlar upphæðir til dæmis ef fólk leggur fyrir mánaðarlega. Önnur spurning: Hvaða kostur er bestur og öruggastur til að ávaxta stærri upphæðir án bindingar til margra ára.

Menning