Menning

Ort um hafið sem aldrei sefur

Hreistur er vinaleg ljóðabók sem flytur ljóðrænan en eitursvalan söng hins þroskaða Bubba Morthens sem hefur engu gleymt frá verbúðalífinu en töluvert lært.

Menning

Brasað með rokkhljóð og rúnakefli

Óperan Einvaldsóður, flutt í torfkirkju, og tilraunir með rokkhljóð eru meðal atriða á tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni um helgina og hefst í kvöld. Hafdís Bjarnadóttir veit meira.

Menning

Fékk bæði verðlaun og eigin bók í hendur

Íslensku barnabókaverðlaunin 2017 hlaut Elísa Jóhannsdóttir bókmenntafræðingur. Sagan Er ekki allt í lagi með þig? kom út hjá Forlaginu í gær. Hún fjallar um einelti, vináttu og foreldravanda.

Menning

Kominn í skáldastellingar

Björn Leó Brynjarsson er nýtt leikskáld Borgarleikhússins. Hann vinnur að nýju leikriti sem fyrirhugað er að setja upp í leikhúsinu leikárið 2018 til 2019.

Menning

Frá bjórkvöldum yfir í elegans óperunnar

Sigurbjartur Sturla Atlason er einn fremsti poppari landsins og tryllir ungdóminn sem Sturla Atlas. Hann er líka leikari og það starf hefur skilað honum á svið í Toscu í uppsetningu Íslensku óperunnar.

Menning

Gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði

Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari hefur opnað sýningu sem hún nefnir Nokkur þúsund augnablik í sýningarrýminu RAMskram á Njálsgötu 49 í Reykjavík. Þar birtir hún samsettar myndir úr ferðalögum.

Menning

Með þökk fyrir ljóðlistina

Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag.

Menning

Þetta er engin melódramatísk sjúkrasaga

Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld í Kassanum franska verðlaunaverkið Föðurinn eftir Florian Zeller. ­Eggert Þorleifsson leikari er þar í burðarhlutverki og hann segir verkið krefjandi fyrir hann sem leikara.

Menning

„En ég leik allavega ekki Davíð“

Örn Árnason fer með hlutverk í leikritinu Guð blessi Ísland sem byggt er á rannsóknarskýrslu Alþingis. Í verkinu kemur Davíð Oddsson við sögu en Örn leikur hann ekki þó að það sé hans sérsvið.

Menning

Nú verða fluttar veðurfregnir

Anna María Lind er einn fárra veflistamanna landsins. Verk hennar, Veðurfregnir, er til sýnis í galleríinu Gátt í Hamraborg 3 A – með tilheyrandi hljóði.

Menning

Takast á við landslag og tákn á sinn hátt

Tveir listmálarar, Einar Garibaldi Eiríksson og Kristján Steingrímur Jónsson, fylla hvor sinn sal á efri hæð Gerðarsafns í Kópavogi. Heiti sýningarinnar er Staðsetningar og hún verður opnuð klukkan 16 í dag.

Menning

Opnaði sýningarrými í íbúð afa síns eftir útskrift

Galleríið Ekkisens á Bergstaðastræti hefur í dag verið starfrækt í þrjú ár. Freyja Eilíf var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og langaði að opna sýningarrými – sem hún og gerði í íbúð og vinnustofu afa síns. Ekkisens leggur áherslu á verk upprennandi listafólks.

Menning

Ný mynd um sjötuga hátíð

Kvikmynd um Snorrahátíðina árið 1947 og för norsku gestanna sem hingað fjölmenntu á hana verður sýnd í hátíðarsal gamla héraðsskólans í Reykholti 3. október.

Menning

Vandræðaskáldum er ekkert heilagt

Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason halda í tónleikaför. Þau verða á Ísafirði í kvöld og halda tónleika með yfirskriftinni "Vandræðaskáld vega fólk“.

Menning

Menn eru nokkuð sniðhvassir þessa dagana

Í nýrri bók, Geymdur eða gleymdur orðaforði, lýkur Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólameistari upp gömlum leyndardómum um tungumálið, búinn að lesa öll fornritin frá a til ö og afla þar orða.

Menning