Tónlist Klaxons á Hróarskeldu Bresku hljómsveitirnar Klaxons, sem spilaði á síðustu Airwaves-hátíð, og Basement Jaxx hafa bæst hóp þeirra sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í byrjun júlí. Tónlist 26.2.2007 07:45 The Abbatoir Blues Tour - fjórar stjörnur Þessi tvöfaldi DVD-mynddiskur hefur að geyma lög sem Nick Cave tók upp með hljómsveit sinni The Bad Seeds á tvennum tónleikum í London 2003 og 2004. Þeir fyrri voru haldnir til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus en hinir síðari til að fylgja eftir Nocturama. Tónlist 26.2.2007 07:00 Ungir spreyta sig Ekki verður sýningum fyrr lokið á Flagara í framsókn í Íslensku óiperunni í Ingólfsstræti en það koma nýjar sviðsetningar upp. Það er tveir ástsælir einþáttungar eftir meistarann Giacomo Pucchini sem Óperustúdíó Íslensku óperunnar stendur fyrir: Systur Angelicu og Gianni Schicchi. Er frumsýning fyrirhuguð 21. mars. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Tónlist 26.2.2007 06:30 Tónaflóð Franski orgelsnillingurinn Vincent Warnier heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í dag og þenur hið stórfenglega Klais-orgel Hallgrímskirkju á franska vísu. Tónlist 25.2.2007 15:00 Í góðum hópi Guðlaugur Kristinn Óttarson tónskáld og gítarleikari með meiru heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20. Tónlist 25.2.2007 12:30 Ferðast um Evrópu Rokksveitin Metallica ætlar að taka sér pásu frá upptökum á næstu plötu sinni og fara í tónleikaferð um Evrópu í sumar. Tónlist 25.2.2007 10:00 Steintryggur og Flís spila Hljómsveitirnar Steintryggur og Flís spila á tónleikum í Kartöflugeymslunni við Ártúnsbrekku í kvöld í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkur. Þeir sem koma fram fyrir hönd Steintryggs eru Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson og Átralinn Ben Frost sem sér um tölvutóna. Leika þeir tónlist af væntanlegri plötu Steintryggs. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis. Tónlist 24.2.2007 15:00 Godcrist tónleikar í Hafnarborg Sunnudaginn 25. febrúar, kl. 20.00 verða haldnir tónleikar Guðlaugs Kristins Óttarssonar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Með Guðlaugi verða á tónleikunum níu þekktir hljóðfæraleikarar og leikin verða verk eftir Vivaldi, Bach og Charles Mingus, auk tónverka Guðlaugs sjálfs, sem eru aðalefni tónleikanna. Hér er því um að ræða mikinn viðburð og fjölbreytta dagskrá. Tónlist 24.2.2007 12:34 Fagrir hljómar Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Tónlist 24.2.2007 11:00 Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Á morgun, sunnudag, mun franski orgelsnillingurinn Vincent Warnier halda tónleika í Hallgrímskirkju. Eru tónleikarnir á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og haldnir í tengslum við franska menningardaga. Tónlist 24.2.2007 11:00 Dionysos lýkur Vetrarhátíðinni í kvöld Franska rokksveitin Dionysos heldur tónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Tónleikarnir eru lokahnykkur Vetrarhátíðar í Reykjavík. Dionysos er frá Valence í Frakklandi og leit fyrst dagsins ljós fyrir tíu árum. Frægðarsól hennar hefur risið hægt og sígandi og nýtur hún í dag töluverðra vinsælda í heimalandi sínu. Tónlist 24.2.2007 10:00 Söngurinn sameinar menn Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. Tónlist 24.2.2007 07:30 Þrúgurnar ópera Því er oft haldið fram að nútíminn eignist aldrei óperur sem lifa og fyrir bragðið sé alltaf gripið sama gamla dótið frá ýmsum skeiðum iðnbyltingarinnar. Nú hafa Ameríkanar eignast nýja óperu eftir Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck. Sviðsgerð var leikin hér af verkinu 1991-2 við miklar vinsældir og var um sumt sniðin eftir Steppenwulf-útgáfunni frá Chicago. Kvikmynd Johns Ford er meistaraverk og svo er sagan ekki beinlínis kunn fyrir að sölna í tímans rás. Tónlist 24.2.2007 05:30 Mikill áhugi á Glastonbury Glastonbury tónlistarhátíðin í Bretlandi er ein vinsælasta tónlistarhátíð í heimi. Nú hafa um 175 þúsund manns skráð sig til að fá miða á hátíðina sem verður haldin 22. til 24. júní næstkomandi. Hátíðin ber 177.500 manns en aðeins verða um 140 þúsund miðar í boði fyrir almenning. Tónlist 22.2.2007 15:30 Baggalútur á Bessastöðum Drengirnir í Baggalúti troða upp á Bessastöðum í dag. Guðmundur Pálsson segir þetta mikinn heiður, enda séu þeir allir aðdáendur forsetans og konu hans. Tónlist 21.2.2007 09:45 Íslensk tónlist á Amie Street Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. Tónlist 21.2.2007 08:45 Sign í tónleikaferð Rokkhljómsveitin Sign er farin í tónleikaferð um landið til að hita upp fyrir ferð sína til Bandaríkjanna í byrjun mars. Sveitin spilar nú í fyrsta skipti með nýjum bassaleikara, Heimi Hjartarsyni, sem var áður í hljómsveitinni Nevolution frá Akureyri sem hefur tekið sér frí frá störfum. Tónlist 21.2.2007 07:30 Lay Low í Þórlákshöfn Tónlistarkonan Lay Low, sem kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum, verður með tónleika í Þorlákshöfn, á morgun miðvikudaginn 21. febrúar. Verða tónleikarnir haldnir í Versölum og hefjast klukkan 20:00. Eru tónleikarnir liður í tónleikaröðinni Tónar við hafið. Tónlist 20.2.2007 22:00 Svíar krefjast nærveru Eiríks „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Tónlist 20.2.2007 10:30 Lady Sovereign - þrjár stjörnur Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Tónlist 20.2.2007 09:45 Plata um Kaliforníu Vangaveltur eru uppi um að næsta plata bandaríska tónlistarmannsins Sufjan Stevens muni fjalla um Kaliforníu. Sufjan hefur lýst því yfir að hann ætli að semja plötu um öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna. Þegar hefur hann gefið út plöturnar Michigan, sem kom út 2003, og Illinois sem kom út tveimur árum síðar. Tónlist 20.2.2007 08:00 Tónlist af amerískum ættum Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópransöngkona og píanóleikarinn Kurt Kopecky flytja aríur og sönglög af amerískum uppruna á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Á efnisskrá dagsins, sem ber yfirskriftina „Andagift frá Ameríku“, eru óperuaríur, söngleikjalög og djasstónlist eftir Stephen Sondheim, Kurt Weill, Menotti og fleiri. Tónlist 20.2.2007 07:15 Helgi trúbador snýr aftur Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Tónlist 20.2.2007 06:15 Deep purple og Uriah Heep á Íslandi DEEP PURPLE hefur selt fleiri tónleikamiða hérlendis en nokkur önnur hljómsveit og þegar önnur goðsagnakennd rokksveit á borð við URIAH HEEP bætist við dagskrána er öruggt að slegist verður um hvern miða. Það að tvær jafn stórar sveitir spili saman á tónleikum á sér varla hliðstæðu hérlendis og nokkuð ljóst að rokkunnendur eiga ógleymanlegt kvöld í vændum. Tónlist 19.2.2007 10:09 Fór beint í tólfta sætið Nýjasta plata bresku hljómsveitarinnar Bloc Party, A Weekend in the City, fór beint í tólfta sætið á bandaríska breiðskífulistanum. Fyrsta plata sveitarinnar, Silent Alarm, fór beint í 114. sætið á listanum árið 2005 og því ljóst að vinsældir sveitarinnar hafa aukist gríðarlega vestanhafs. Efst á vinsældarlistanum var nýjasta plata Fall Out Boy, Infinity On High. Tónlist 18.2.2007 08:30 Tónleikar í Hinu húsinu Hljómsveitirnar Coral, Andrúm og Envy of Nona munu halda tónleika í Hinu húsinu fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi. Hljómsveitin Envy of Nova er nýbúin að gefa út sína fyrstu breiðskífu, Two Years Birth, Coral hefur síðustu tvö ár unnið að sinni fyrstu breiðskífu sem væntanleg sumarið 2007 og Andrrúm hefur nýverið gefið út plötu. Tónlist 17.2.2007 14:00 Arctic Monkeys bar af á Brit Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin. Tónlist 16.2.2007 10:00 Feitur hljómur Kaiser Chiefs Leeds-sveitin Kaiser Chiefs hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að fyrsta platan hennar Employment kom út fyrir tveimur árum. 26. febrúar kemur önnur platan hennar, Yours Truly, Angry Mob, í verslanir. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn. Tónlist 16.2.2007 09:30 Sigur Rós til verndar Varmá Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. Tónlist 16.2.2007 07:15 Sungið í Smáralind Miðasala er hafin á brekkusöng sem fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardagskvöld. Brekkusöngurinn stendur yfir frá klukkan 20.30 til 23.30 og kemur þar eingöngu fram listafólk frá Vestmannaeyjum. Tónlist 16.2.2007 06:45 « ‹ 206 207 208 209 210 211 212 213 214 … 226 ›
Klaxons á Hróarskeldu Bresku hljómsveitirnar Klaxons, sem spilaði á síðustu Airwaves-hátíð, og Basement Jaxx hafa bæst hóp þeirra sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í byrjun júlí. Tónlist 26.2.2007 07:45
The Abbatoir Blues Tour - fjórar stjörnur Þessi tvöfaldi DVD-mynddiskur hefur að geyma lög sem Nick Cave tók upp með hljómsveit sinni The Bad Seeds á tvennum tónleikum í London 2003 og 2004. Þeir fyrri voru haldnir til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus en hinir síðari til að fylgja eftir Nocturama. Tónlist 26.2.2007 07:00
Ungir spreyta sig Ekki verður sýningum fyrr lokið á Flagara í framsókn í Íslensku óiperunni í Ingólfsstræti en það koma nýjar sviðsetningar upp. Það er tveir ástsælir einþáttungar eftir meistarann Giacomo Pucchini sem Óperustúdíó Íslensku óperunnar stendur fyrir: Systur Angelicu og Gianni Schicchi. Er frumsýning fyrirhuguð 21. mars. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Tónlist 26.2.2007 06:30
Tónaflóð Franski orgelsnillingurinn Vincent Warnier heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í dag og þenur hið stórfenglega Klais-orgel Hallgrímskirkju á franska vísu. Tónlist 25.2.2007 15:00
Í góðum hópi Guðlaugur Kristinn Óttarson tónskáld og gítarleikari með meiru heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20. Tónlist 25.2.2007 12:30
Ferðast um Evrópu Rokksveitin Metallica ætlar að taka sér pásu frá upptökum á næstu plötu sinni og fara í tónleikaferð um Evrópu í sumar. Tónlist 25.2.2007 10:00
Steintryggur og Flís spila Hljómsveitirnar Steintryggur og Flís spila á tónleikum í Kartöflugeymslunni við Ártúnsbrekku í kvöld í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkur. Þeir sem koma fram fyrir hönd Steintryggs eru Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson og Átralinn Ben Frost sem sér um tölvutóna. Leika þeir tónlist af væntanlegri plötu Steintryggs. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis. Tónlist 24.2.2007 15:00
Godcrist tónleikar í Hafnarborg Sunnudaginn 25. febrúar, kl. 20.00 verða haldnir tónleikar Guðlaugs Kristins Óttarssonar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Með Guðlaugi verða á tónleikunum níu þekktir hljóðfæraleikarar og leikin verða verk eftir Vivaldi, Bach og Charles Mingus, auk tónverka Guðlaugs sjálfs, sem eru aðalefni tónleikanna. Hér er því um að ræða mikinn viðburð og fjölbreytta dagskrá. Tónlist 24.2.2007 12:34
Fagrir hljómar Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Tónlist 24.2.2007 11:00
Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Á morgun, sunnudag, mun franski orgelsnillingurinn Vincent Warnier halda tónleika í Hallgrímskirkju. Eru tónleikarnir á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og haldnir í tengslum við franska menningardaga. Tónlist 24.2.2007 11:00
Dionysos lýkur Vetrarhátíðinni í kvöld Franska rokksveitin Dionysos heldur tónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Tónleikarnir eru lokahnykkur Vetrarhátíðar í Reykjavík. Dionysos er frá Valence í Frakklandi og leit fyrst dagsins ljós fyrir tíu árum. Frægðarsól hennar hefur risið hægt og sígandi og nýtur hún í dag töluverðra vinsælda í heimalandi sínu. Tónlist 24.2.2007 10:00
Söngurinn sameinar menn Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. Tónlist 24.2.2007 07:30
Þrúgurnar ópera Því er oft haldið fram að nútíminn eignist aldrei óperur sem lifa og fyrir bragðið sé alltaf gripið sama gamla dótið frá ýmsum skeiðum iðnbyltingarinnar. Nú hafa Ameríkanar eignast nýja óperu eftir Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck. Sviðsgerð var leikin hér af verkinu 1991-2 við miklar vinsældir og var um sumt sniðin eftir Steppenwulf-útgáfunni frá Chicago. Kvikmynd Johns Ford er meistaraverk og svo er sagan ekki beinlínis kunn fyrir að sölna í tímans rás. Tónlist 24.2.2007 05:30
Mikill áhugi á Glastonbury Glastonbury tónlistarhátíðin í Bretlandi er ein vinsælasta tónlistarhátíð í heimi. Nú hafa um 175 þúsund manns skráð sig til að fá miða á hátíðina sem verður haldin 22. til 24. júní næstkomandi. Hátíðin ber 177.500 manns en aðeins verða um 140 þúsund miðar í boði fyrir almenning. Tónlist 22.2.2007 15:30
Baggalútur á Bessastöðum Drengirnir í Baggalúti troða upp á Bessastöðum í dag. Guðmundur Pálsson segir þetta mikinn heiður, enda séu þeir allir aðdáendur forsetans og konu hans. Tónlist 21.2.2007 09:45
Íslensk tónlist á Amie Street Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. Tónlist 21.2.2007 08:45
Sign í tónleikaferð Rokkhljómsveitin Sign er farin í tónleikaferð um landið til að hita upp fyrir ferð sína til Bandaríkjanna í byrjun mars. Sveitin spilar nú í fyrsta skipti með nýjum bassaleikara, Heimi Hjartarsyni, sem var áður í hljómsveitinni Nevolution frá Akureyri sem hefur tekið sér frí frá störfum. Tónlist 21.2.2007 07:30
Lay Low í Þórlákshöfn Tónlistarkonan Lay Low, sem kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum, verður með tónleika í Þorlákshöfn, á morgun miðvikudaginn 21. febrúar. Verða tónleikarnir haldnir í Versölum og hefjast klukkan 20:00. Eru tónleikarnir liður í tónleikaröðinni Tónar við hafið. Tónlist 20.2.2007 22:00
Svíar krefjast nærveru Eiríks „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigurvegara innanborðs,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleitinu. Tónlist 20.2.2007 10:30
Lady Sovereign - þrjár stjörnur Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Tónlist 20.2.2007 09:45
Plata um Kaliforníu Vangaveltur eru uppi um að næsta plata bandaríska tónlistarmannsins Sufjan Stevens muni fjalla um Kaliforníu. Sufjan hefur lýst því yfir að hann ætli að semja plötu um öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna. Þegar hefur hann gefið út plöturnar Michigan, sem kom út 2003, og Illinois sem kom út tveimur árum síðar. Tónlist 20.2.2007 08:00
Tónlist af amerískum ættum Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópransöngkona og píanóleikarinn Kurt Kopecky flytja aríur og sönglög af amerískum uppruna á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Á efnisskrá dagsins, sem ber yfirskriftina „Andagift frá Ameríku“, eru óperuaríur, söngleikjalög og djasstónlist eftir Stephen Sondheim, Kurt Weill, Menotti og fleiri. Tónlist 20.2.2007 07:15
Helgi trúbador snýr aftur Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Tónlist 20.2.2007 06:15
Deep purple og Uriah Heep á Íslandi DEEP PURPLE hefur selt fleiri tónleikamiða hérlendis en nokkur önnur hljómsveit og þegar önnur goðsagnakennd rokksveit á borð við URIAH HEEP bætist við dagskrána er öruggt að slegist verður um hvern miða. Það að tvær jafn stórar sveitir spili saman á tónleikum á sér varla hliðstæðu hérlendis og nokkuð ljóst að rokkunnendur eiga ógleymanlegt kvöld í vændum. Tónlist 19.2.2007 10:09
Fór beint í tólfta sætið Nýjasta plata bresku hljómsveitarinnar Bloc Party, A Weekend in the City, fór beint í tólfta sætið á bandaríska breiðskífulistanum. Fyrsta plata sveitarinnar, Silent Alarm, fór beint í 114. sætið á listanum árið 2005 og því ljóst að vinsældir sveitarinnar hafa aukist gríðarlega vestanhafs. Efst á vinsældarlistanum var nýjasta plata Fall Out Boy, Infinity On High. Tónlist 18.2.2007 08:30
Tónleikar í Hinu húsinu Hljómsveitirnar Coral, Andrúm og Envy of Nona munu halda tónleika í Hinu húsinu fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi. Hljómsveitin Envy of Nova er nýbúin að gefa út sína fyrstu breiðskífu, Two Years Birth, Coral hefur síðustu tvö ár unnið að sinni fyrstu breiðskífu sem væntanleg sumarið 2007 og Andrrúm hefur nýverið gefið út plötu. Tónlist 17.2.2007 14:00
Arctic Monkeys bar af á Brit Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin. Tónlist 16.2.2007 10:00
Feitur hljómur Kaiser Chiefs Leeds-sveitin Kaiser Chiefs hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að fyrsta platan hennar Employment kom út fyrir tveimur árum. 26. febrúar kemur önnur platan hennar, Yours Truly, Angry Mob, í verslanir. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn. Tónlist 16.2.2007 09:30
Sigur Rós til verndar Varmá Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. Tónlist 16.2.2007 07:15
Sungið í Smáralind Miðasala er hafin á brekkusöng sem fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardagskvöld. Brekkusöngurinn stendur yfir frá klukkan 20.30 til 23.30 og kemur þar eingöngu fram listafólk frá Vestmannaeyjum. Tónlist 16.2.2007 06:45