Tónlist

Grúsk gefur frá sér nýtt lag

Hljómsveitin Grúsk hefur gefið frá sér nýtt lag en það er þriðja lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem gefin verður út í haust. Tíu ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út en Grúsk var endurvakin á þessu ári.

Tónlist

Á­kvað á innan við klukku­tíma að taka Brekku­sönginn

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun fara með umsjón Brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun en að sögn Harðar Orra Grettissonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, var Magnús fyrsti kostur eftir að tilkynnt var að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki sjá um að halda uppi stuði í Herjólfsdal þann 1. ágúst næstkomandi.

Tónlist

Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins

Ís­­lenskir rapparar eru sví­virtir af fjöl­­miðlum og ís­­lensku ríkis­­stjórninni, að sögn Berg­þórs Más­­sonar, sem mætti kalla einn helsta sér­­­fræðing þjóðarinnar í rapp­­tón­list. Þá nafn­bót hlýtur hann að eiga skilið eftir út­gáfu hlað­varps­þátta sinna Kraft­birtingar­hljóms guð­dómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Berg­þór rætt við nánast alla nafn­þekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu.

Tónlist

Sjáðu nýtt tón­listar­mynd­band Os­cars Leone

Tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, betur þekktur undir listamannanafninu Oscar Leone, gaf á dögunum út lagið Sjaldan er ein báran stök. Nú er búið að birta tónlistarmyndbandið við lagið, sem er mjög persónulegt en það er tileinkað móður Péturs.

Tónlist

Á­greiningurinn leystur og fagnað með tón­leika­ferða­lagi

Aðdáendur Hipsumhaps geta tekið gleði sína á ný því platan, Lög síns tíma, er orðin aðgengileg á streymisveitunni Spotify á nýjan leik eftir að hafa verið fjarlægð í síðustu viku. Það vakti mikla athygli þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar var fjarlægð sökum ágreinings á milli Fannars Inga Friðþjófssonar, forsprakka hljómsveitarinnar og plötuútgáfunnar Record Records.

Tónlist

Eins og að kaupa lottómiða

Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 

Tónlist

Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun

Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo.

Tónlist

Tom Hannay frum­sýnir mynd­band við lagið Dog Days

Enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay hefur gefið út Dog days, fyrsta lagið og myndband af samnefndri plötu sem kemur út í heild sinni í sumar. Youtube stjarnan Sorelle Amore leikur á móti sjálfum Tom í „kraftmiklu og fagurfræðilegu“ myndbandinu.

Tónlist

Kominn með al­gjört ógeð á sam­fé­lags­miðlum í dag

Ólafur Arnalds er einn árangurríkasti tónlistarmaður Íslands. Lögin hans streymast í milljónatali á Spotify og uppselt er á tónleika um allan heim. Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af hlaðvarpinu Bransakjaftæði talar Ólafur um praktísku hlið ferilsins síns.

Tónlist