Umræðan
Næsta auðlindakreppa
Sú staðreynd að Vesturlönd eru háð Kína um ákveðna málma hefur hingað til aðeins angrað fámennan hóp sérfræðinga. Núna eru slíkar áhyggjur hins vegar orðnar almennar eins og lesa má úr fyrirsögnum fjölmiðla og heimildaþáttaröðum á BBC. Við höfum hins vegar ekki ennþá svarað mikilvægustu spurningunni: Hvað getum við gert í þessu?
Norðurheimskautið hitnar
Hernaðarvæðing Norðurheimskautsins hefur verið marga áratugi í undirbúningi. Vesturlönd eru þó rétt að vakna til lífsins. Í nýlegri umfjöllun NATO segir að Rússland hafi getu til að hamla umsvifum bandalagsþjóða í Norðurhöfum á átakatímum. Í stefnumótun ESB vegna norðurslóða er engin boðleg nálgun í þessum efnum. Að vonast eftir því að átök um Norðurheimskautið hætti að sjálfu sér væri óskhyggja.
Birting afkomuviðvarana
Það er hvorki markaðinum í heild né fjárfestum til framdráttar að birta afkomuviðvaranir vegna hvers konar minniháttar frávika. Til að auðvelda þetta mat og koma á samræmdri framkvæmd væri ekki úr vegi að skráð félög innleiddu vandað innra verklag í tengslum við vinnslu fjárhagsupplýsinga, birtingu uppgjöra, gerð afkomuspáa og við hvaða mörk skuli miða þegar afstaða er tekin til birtingu afkomuviðvarana.
Eru hlutabréf verðtryggð?
Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa.
Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum
Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði?
Stór stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni
Íslensk fyrirtæki eru nokkuð á eftir því sem gengur og gerist annars staðar þegar kemur að upplýsingagjöf í sjálfbærni. Fyrirtækjanna bíður fjöldi tækifæri til að taka sjálfbærnimálin fastari tökum og vera tilbúin fyrir það sem koma skal bæði í löggjöf og almennt í samræmi við auknar kröfur sem almenningur, neytendur og fjárfestar gera til sjálfbærnimála fyrirtækja.
Íbúðaframboð í örum vexti
Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir.
Hvert er þitt framlag í loftlagspúkkið?
Leiðin að kolefnishlutleysi árið 2040 er ekki að fullu kortlögð og verður engin gleðiganga í lystigarðinum. Hins vegar er ljóst að ef stórhuga markmið stjórnvalda eiga að nást þarf að taka hugrökk skref og tryggja víðtækt samstarf allra helstu hagaðila innanlands.
Telst það innherjasvik að vera á undan öðrum þegar innherjaupplýsingar hafa verið birtar?
Löggjöf um verðbréfamarkaði bannar aðilum sem búa yfir betri upplýsingum á markaði að notfæra sér þetta forskot á kostnað annarra á markaðinum. En löggjöfinni er ekki ætlað að draga úr samkeppni á markaði með því að banna fjárfestum að vera hugmyndaríkir í því að nálgast opinberar upplýsingar með lögmætum hætti.
Óhaldbær rök sjálfbærnistjórans
Ómögulegt er að útvega orkuna sem til þarf svo hætta megi notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, eingöngu með bættri nýtingu starfandi virkjana á Íslandi. Að stilla áskoruninni upp með þessum hætti er ekki ein sviðsmynd af mörgum, líkt og sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar staðhæfir. Heldur er þetta hreinlega markmiðið sem stjórnvöld hafa sett sér.
Klæðlausar Kjarafréttir
Eigur íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem standa undir framtíðarlífeyrisgreiðslum, nema 208% af vergri landsframleiðslu á Íslandi samanborið við 61% í Finnlandi, 50% í Danmörku, 11% í Noregi og 4% í Svíþjóð árið 2021, samkvæmt OECD. Lífeyrissjóðakerfi Íslendinga er því sjálfbærara en annarra Norðurlanda og fyrir vikið útheimtir það ekki eins mikla aðkomu hins opinbera.
Skál í sýndar-kampavíni
Titill greinarinnar kann að hljóma furðulega, en staðreyndin er þó sú að í nánustu framtíð verður hægt að nálgast kampavín og aðrar vörur og þjónustu í sýndarveruleika. Kampavínsframleiðandinn Moët Hennessy er langt í frá eina fyrirtækið til að skrá vörumerki sín til notkunar í sýndarveruleika. Fjöldi heimsþekktra vörumerkja hafa á undanförnum misserum farið sömu leið, til dæmis Nike, Disney, Gucci, Louis Vuitton, KFC og Hyundai.
Hvert fór allur seljanleikinn?
Það hefur alltaf verið skylda seðlabanka að vera lánveitandi til þrautavara. En að hafa opnar lánalínur á stórum skala árum saman er allt annað mál. Okkar niðurstöður benda til þess að mjög erfitt verði að snúa við þeirri magnbundnu íhlutun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ekki síst vegna þess að minni efnahagsreikningur seðlabanka gerir hagkerfi viðkvæmari fyrir áföllum.
Er allt vænt grænt?
Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin.
Húsnæðisverð lækkar
Þrátt fyrir að steypan sé uppáhalds fjárfesting Íslendinga getur íbúðaverð lækkað líkt og annað eignaverð og það er einmitt það sem er framundan.
Fjölmiðlafrelsi og miðlun innherjaupplýsinga
Blaðamönnum er heimilt að veita heimildarmönnum sínum innherjaupplýsingar að því marki sem slík upplýsingagjöf telst nauðsynleg í þágu starfs þeirra. Þetta er niðurstaða dómstóls Evrópusambandsins í nýlegu máli franska fjármálaeftirlitsins gegn viðskiptablaðamanni á breska fjölmiðlinum Daily Mail.
Sjálfsvígsheimsvaldastefna Kremlar
Eins fráleit og hún var, þá var ekkert sem kom á óvart í ræðunni sem Pútín hélt í tilefni innlimunar úkraínsku landsvæðanna. Á undanförnum vikum hefur Rússland orðið fyrir hverju öðru, hernaðarlegu áfallinu í norðaustur Úkraínu. Að sýna veikleika er óhugsandi í huga Pútín og þar af leiðandi bætir hann upp dapurt gengi á vígvellinum með sífellt meira ógnandi málflutningi.
Áttföldun á fjórum árum
Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir.
Verðbólguskuldakreppa er hafin
Á meðan margir greinendur eru sammála um að komandi kreppa verði stutt og ekki of djúp hef ég varað við slíkum væntingum og bent á hættuna á langvarandi verðbólguskuldakreppu. Sá titringur sem við höfum séð á fjármálamörkuðum, meðal annar bæði skuldabréfa- og lánamörkuðum, hefur stutt þá trú mína að aðgerðir seðlabanka heimsins gegn verðbólgu munu orsaka hrun á bæði fjármálamörkuðum og heimshagkerfinu í heild.
Helstu hætturnar fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna og Kína
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur nú hækkað vexti um 75 punkta þrjú skipti í röð. Eins og við mátti búast heyrast kröftug mótmæli frá álitsgjöfum og stjórnmálamönnum, varandi við yfirskotum við vaxtahækkanir. Ég er ósammála. Það er löngu orðið tímabært fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna að byrja á að grafa sig upp úr þeirri dýpstu holu sem hann hefur nokkurn tíma komið sér í.
Hið opinbera klekkir á einkaaðilum
Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda.
Fimm aumir ráðherrastólar
Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur fyrst og fremst verið eyðslustjórn frá því hún var mynduð árið 2017 og nú virðist hún ætla að falla á stóra prófi ríkisfjármálanna.
Tilfinninganefndirnar
Það skiptir máli að nú þegar við tökum fagnandi á móti erlendum vísitölusjóðum liggi fyrir einhver afstaða til tilnefningarnefnda. Þó vísitölusjóðir hafi ekki mikla skoðun, hafa þeir skoðun á stjórnarháttum.
Vetur nálgast og Pútín er að mistakast
Þar sem Pútín hefur misst alla raunverulega möguleika á að vinna hernaðarsigur, hefur hann nú gripið til þess að stöðva orkusölu til Evrópu í þeirri von að harður vetur á meginlandi Evrópu muni draga úr stuðningi við Úkraínu. Sú aðgerð felur í sér annan dómgreindarbrest ráðamanna í Kreml.
Mismunandi leiðir inn á markaðinn II
Að fá inn akkeris- og/eða kjölfestufjárfesta gerir fyrirtækjum kleift að handvelja tiltekna aðila inn í hluthafahópinn, aðila sem koma ekki einungis með fjármagn heldur verðmæta þekkingu og reynslu að borðinu.
Verndari virkrar samkeppni
Verðbólgan getur ýtt undir frekari samþjöppun og skaðað samkeppnismarkaðinn til lengri tíma litið. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undan samkeppni. Þessi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt að hún er enginn verndari virkrar samkeppni. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól.
Annar gjaldmiðill leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði
Ef Ísland tæki upp evruna sem lögeyri eru vissulega góðar líkur á því að vaxtastig myndi eitthvað lækka hér á landi til lengri tíma. Það þýðir þó ekki að það verði eitthvað ódýrara fyrir venjulegt fólk að koma sér þaki yfir höfuðið.
Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?
Ísland hefur skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um 29% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram enn metnaðarfyllra landsmarkmið um 55% samdrátt. Það þýðir að draga þarf úr losun um 1,3 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2í) á næstu 8 árum. Að auki hefur kolefnishlutleysi árið 2040 verið lögfest.
Heimsfaraldur ESG
Hugmyndin um ábyrgar fjárfestingar hefur farið um Vesturlönd eins og eldur í sinu. Á milli áranna 2005 og 2018 kom hugtakið ESG fram í brotabroti af uppgjörstilkynningum skráðra fyrirtækja samkvæmt greiningu eignarstýringarfélagsins Pimco. Þremur árum síðar var hlutfallið komið í tuttugu prósent.
Mismunandi leiðir inn á markaðinn I
Skráð félög eru meira áberandi í allri umræðu og komast á kortið hjá stærri hópi fjárfesta. En eins og með seljanleika er hægt að gera ýmislegt til að nýta aukinn sýnileika til fulls. Það er ekki nóg að hafa gjallarhorn, það þarf líka að hafa góða sögu að segja.