Viðskipti erlent

Instagram loks komið fyrir Android

Notendum Android-stýrikerfisins stendur nú til boða að fá smáforritið Instagram í snjallsíma sína. Náð hefur verið í forritið rúmlega milljón sinnum frá því að það var opinberað fyrr í dag.

Viðskipti erlent

Nærri fjórði hver maður án vinnu á Spáni

Efnahagsvandinn á Spáni er djúpstæður, og er síst að minnka, samkvæmt hagtölum um atvinnuástandið í landinu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í gær. Samkvæmt þeim mælist atvinnuleysið tæplega 24 prósent, eða nærri því að fjórði hver maður á vinnualdri sé án vinnu.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Evrópu mælist 10,8 prósent

Atvinnuleysi á meðal Evrópusambandsríkja mælist nú 10,8 prósent að meðaltali samkvæmt tölum sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, birti í morgun. Í janúar mældist atvinnuleysið 10,7 prósent og eykst það því lítillega frá þeim tölum.

Viðskipti erlent

BRICS-löndin gætu skákað Vesturlöndum

BRICS-löndin svokölluðu, Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka, eru sífellt að sækja í sig veðrið í efnahagslegu tilliti, og er því nú spáð og þau muni standa undir helmingi alls hagvaxtar í heiminum á þessu ári.

Viðskipti erlent

Foxconn bregst við gagnrýni

Tævanski raftækjaframleiðandinn Foxconn tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að hækka kaup starfsmanna sinn verulega. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bæta vinnuaðstæður í verksmiðjum sínum í Kína.

Viðskipti erlent

Blóðugur niðurskurður framundan á Spáni

Spænsk stjórnvöld freista þess að ná tökum á afar erfiðum efnahagsaðstæðum með blóðugum niðurskurði, launafrystingu og aðgerðum sem eiga að sporna gegn minnkandi umsvifum í atvinnulífi. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 24 prósent, og yfir 50 prósent hjá fólki á aldrinum 18 til 30 ára.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 124 dollara sem er 1% lækkun frá í gærmorgun og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 105 dollara sem er lækkun um 2%.

Viðskipti erlent

CaixaBank verður stærsti banki Spánar

CaixaBank er orðinn stærsti banki Spánar eftir að hann keypti Banca Civicia á 977 milljónir evra, sem jafngildir 164 milljörðum króna. Þetta er umfangsmesta hagræðing sem orðið hefur í spænska bankakerfinu frá því árið 2008, en djúpstæður efnahagsvandi hefur einkennt stöðu Spánar síðustu misserin, en atvinnuleysi í landinu mælist yfir 23 prósent þessa dagana.

Viðskipti erlent

Breska ríkið vill selja RBS til fjárfesta í Abu Dhabi

Breska ríkið, sem á 82 prósent hlut í Royal Bank of Scotland (RBS), hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við fjárfestingasjóði í Abu Dhabi með það að markmiði að selja hlut sinn í bankanum. Frá þessu var greint seinni partinn í dag á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Prótein sem veldur skalla

Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein.

Viðskipti erlent

Veðurskynjari í síma

Fyrirtækið Google hefur tryggt sér réttinn til að nota kerfi sem byggir á að selja auglýsingar byggðar á veðrinu. Þannig gæti sá sem heldur á síma í rigningu mögulega séð auglýsingu um hvar næstu regnhlíf er að finna.

Viðskipti erlent