Viðskipti innlent Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. Viðskipti innlent 6.7.2021 17:50 Ekki keypt jafn mikinn gjaldeyri í rúm fjögur ár Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Af átján viðskiptadögum í júní greip Seðlabanki Íslands inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni. Seðlabankinn keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna sem eru mestu kaup í einum mánuði síðan í febrúar 2017. Viðskipti innlent 6.7.2021 16:26 830 milljóna króna gjaldþrot bílaleigu Skiptum á þrotabúi bílaleigunnar GK-ACR ehf. er lokið en lýstum kröfum í þrotabúið námu 827 milljónum króna. Bílaleigan, sem áður hét Auto Car Rental, var úrskurðuð gjaldþrota í febrúar 2019. Viðskipti innlent 6.7.2021 13:50 Kaupir allt hlutafé í Tækniþjónustu Vestfjarða EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar. Viðskipti innlent 6.7.2021 11:36 Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. Viðskipti innlent 5.7.2021 16:36 Hafa samið um kaup Marels á Völku Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 5.7.2021 12:59 Iðnaðarmenn samþykktu kjarasamning við Rio Tinto á Íslandi Kjarasamningur iðnaðarmanna við Rio Tinto á Íslandi hefur verið samþykktur en atkvæðagreiðslu lauk í morgun. Viðskipti innlent 5.7.2021 11:44 Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. Viðskipti innlent 5.7.2021 09:01 Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ Viðskipti innlent 5.7.2021 07:00 Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. Viðskipti innlent 4.7.2021 13:19 Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð Viðskipti innlent 3.7.2021 23:55 Draga úr plastnotkun og minna fólk á fjölnota pokana Verslanir Bónus og Hagkaup eru hættar að selja lífræna plastburðarpoka á kassasvæði. Fólk er hvatt til að muna eftir fjölnota pokum. Viðskipti innlent 3.7.2021 12:04 Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. Viðskipti innlent 2.7.2021 14:49 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. Viðskipti innlent 2.7.2021 11:08 Tvær hópuppsagnir í júní Tvær hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní þar sem 62 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2.7.2021 10:23 Þrjátíu og tveimur sagt upp hjá Agustson í Stykkishólmi Starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækisins Agustson ehf. í Stykkishólmi var sagt upp um mánaðamótin. Um 32 starfsmenn er að ræða og var þeim tilkynnt um uppsagnirnar á fundi í gær. Viðskipti innlent 1.7.2021 17:54 Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. Viðskipti innlent 1.7.2021 15:41 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. Viðskipti innlent 1.7.2021 14:16 Hefur framleiðslu og sölu á sínu fyrsta samheitalyfi Coripharma hóf í dag sölu á fyrsta samheitalyfinu sem þróað er af félaginu. Um er að ræða lyf gegn flogaveiki, Eslicarbazepine, sem selt er í 200mg og 800mg töflum. Viðskipti innlent 1.7.2021 14:06 Fasteignafélag stofnað utan um húsnæði Háskóla Íslands Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, gengu í gær formlega frá stofnun sérstaks fasteignafélags um eignarhald og umsjá fasteigna sem nýttar eru í starfsemi skólans. Viðskipti innlent 1.7.2021 11:40 Reitir kaupa fjórar verslunareignir af Festi Fasteignafélögin Reitir og Festi hafa komist að samkomulagi um kaup Reita á fjórum fasteignum sem hýsa meðal annars verslanir Krónunnar. Kaupverðið er rúmir fjórir milljarðar króna og að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé. Viðskipti innlent 1.7.2021 10:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. Viðskipti innlent 1.7.2021 10:11 atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Viðskipti innlent 1.7.2021 09:28 2.700 fjárfestar vildu hluti í Solid Clouds fyrir 2,8 milljarða Um það bil 2.700 fjárfestar tóku þátt í hlutafjárútboði tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds og sendu þeir inn tilboð að andvirði 2,8 milljarða króna. Útboðinu lauk í dag en eftirspurnin var fjórföld. Viðskipti innlent 30.6.2021 19:47 Anna Björk formaður stjórnar FKA Framtíðar Anna Björk Árnadóttir er nýr formaður FKA Framtíðar en ný stjórn var kjörin á aðalfundi sem fram fór á dögunum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:48 Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:35 Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans. Viðskipti innlent 30.6.2021 13:13 Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Viðskipti innlent 30.6.2021 12:30 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti innlent 30.6.2021 11:29 Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo. Viðskipti innlent 30.6.2021 11:27 « ‹ 166 167 168 169 170 171 172 173 174 … 334 ›
Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. Viðskipti innlent 6.7.2021 17:50
Ekki keypt jafn mikinn gjaldeyri í rúm fjögur ár Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Af átján viðskiptadögum í júní greip Seðlabanki Íslands inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni. Seðlabankinn keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna sem eru mestu kaup í einum mánuði síðan í febrúar 2017. Viðskipti innlent 6.7.2021 16:26
830 milljóna króna gjaldþrot bílaleigu Skiptum á þrotabúi bílaleigunnar GK-ACR ehf. er lokið en lýstum kröfum í þrotabúið námu 827 milljónum króna. Bílaleigan, sem áður hét Auto Car Rental, var úrskurðuð gjaldþrota í febrúar 2019. Viðskipti innlent 6.7.2021 13:50
Kaupir allt hlutafé í Tækniþjónustu Vestfjarða EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar. Viðskipti innlent 6.7.2021 11:36
Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. Viðskipti innlent 5.7.2021 16:36
Hafa samið um kaup Marels á Völku Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 5.7.2021 12:59
Iðnaðarmenn samþykktu kjarasamning við Rio Tinto á Íslandi Kjarasamningur iðnaðarmanna við Rio Tinto á Íslandi hefur verið samþykktur en atkvæðagreiðslu lauk í morgun. Viðskipti innlent 5.7.2021 11:44
Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. Viðskipti innlent 5.7.2021 09:01
Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ Viðskipti innlent 5.7.2021 07:00
Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. Viðskipti innlent 4.7.2021 13:19
Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð Viðskipti innlent 3.7.2021 23:55
Draga úr plastnotkun og minna fólk á fjölnota pokana Verslanir Bónus og Hagkaup eru hættar að selja lífræna plastburðarpoka á kassasvæði. Fólk er hvatt til að muna eftir fjölnota pokum. Viðskipti innlent 3.7.2021 12:04
Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. Viðskipti innlent 2.7.2021 14:49
„Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. Viðskipti innlent 2.7.2021 11:08
Tvær hópuppsagnir í júní Tvær hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní þar sem 62 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2.7.2021 10:23
Þrjátíu og tveimur sagt upp hjá Agustson í Stykkishólmi Starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækisins Agustson ehf. í Stykkishólmi var sagt upp um mánaðamótin. Um 32 starfsmenn er að ræða og var þeim tilkynnt um uppsagnirnar á fundi í gær. Viðskipti innlent 1.7.2021 17:54
Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. Viðskipti innlent 1.7.2021 15:41
Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. Viðskipti innlent 1.7.2021 14:16
Hefur framleiðslu og sölu á sínu fyrsta samheitalyfi Coripharma hóf í dag sölu á fyrsta samheitalyfinu sem þróað er af félaginu. Um er að ræða lyf gegn flogaveiki, Eslicarbazepine, sem selt er í 200mg og 800mg töflum. Viðskipti innlent 1.7.2021 14:06
Fasteignafélag stofnað utan um húsnæði Háskóla Íslands Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, gengu í gær formlega frá stofnun sérstaks fasteignafélags um eignarhald og umsjá fasteigna sem nýttar eru í starfsemi skólans. Viðskipti innlent 1.7.2021 11:40
Reitir kaupa fjórar verslunareignir af Festi Fasteignafélögin Reitir og Festi hafa komist að samkomulagi um kaup Reita á fjórum fasteignum sem hýsa meðal annars verslanir Krónunnar. Kaupverðið er rúmir fjórir milljarðar króna og að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé. Viðskipti innlent 1.7.2021 10:13
Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. Viðskipti innlent 1.7.2021 10:11
atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Viðskipti innlent 1.7.2021 09:28
2.700 fjárfestar vildu hluti í Solid Clouds fyrir 2,8 milljarða Um það bil 2.700 fjárfestar tóku þátt í hlutafjárútboði tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds og sendu þeir inn tilboð að andvirði 2,8 milljarða króna. Útboðinu lauk í dag en eftirspurnin var fjórföld. Viðskipti innlent 30.6.2021 19:47
Anna Björk formaður stjórnar FKA Framtíðar Anna Björk Árnadóttir er nýr formaður FKA Framtíðar en ný stjórn var kjörin á aðalfundi sem fram fór á dögunum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:48
Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:35
Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans. Viðskipti innlent 30.6.2021 13:13
Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Viðskipti innlent 30.6.2021 12:30
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti innlent 30.6.2021 11:29
Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo. Viðskipti innlent 30.6.2021 11:27