Biðla til stjórnvalda um að afstýra 20 prósenta hækkun fasteignaskatta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2022 11:45 Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara. Stöð 2 Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra tuttugu prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda. Formaður Landssambands eldri borgara bendir á að eldri bogarar hafi enga möguleika til að auka sínar tekjur eins og aðrir þjóðfélagshópar. Endurskoða þurfa hvernig fasteignamat sé reiknað. Fasteignamat ársins 2023 er 19,9% hærra en á yfirstandandi ári. Landsamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og Húseigendafélagið benda á í yfirlýsingu að án aðgerða af hálfu sveitarfélega muni sú þessi hækkun leiða til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta-og gjalda. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, bendir á að eldri borgarar séu í sérstaklega erfiðri stöðu gagnvart þessari hækkun. Þeir geti yfirleitt ekki sótt sér auknar tekjur til að mæta hærri skattbyrði. „Enn einu sinni eru lagðar auknar byrðar á eldra fólk og nú í formi fasteignaskatta. Staðan er þannig að lífeyrir eldra fólks hækkar um einhver 6% á þessu tímabili en það er verið að tala um að hækka fasteignamatið um tæp 20% og þarna er hópur sem hefur enga möguleika á að breyta sínum tekjum og þetta er gert með einhverjum útreikningum sem eru illskiljanlegir.“ Helgi skorar á sveitarfélög að grípa inn í og gæta þess að ekki séu lagðar álögur á eldra fólk sem það geti ekki með nokkru móti staðið undir. „Þessi hópur veður ekkert í peningum eins og menn hafa nú gjarnan verið að benda á og þurfa á öllu sínu að halda þannig að við bara skorum á sveitarfélögin að grípa þarna inn í. Við skiljum ekkert í því að menn geti fundið út þessa hækkun sem er sko helmingi hærri en verðbólga.“ Endurskoða þurfi hvernig fasteignamat sé reiknað. „Við erum svona til lengri tíma að hvetja yfirvöld til að huga að þessu fasteignamati og hvernig það er reiknað. Það þarf að fara mjög vandlega ofan í fastiegnamatið og átta sig á því hvort það birti raunverulega mynd af stöðunni.“ Fasteignamarkaður Skattar og tollar Eldri borgarar Félagasamtök Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 er 19,9% hærra en á yfirstandandi ári. Landsamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og Húseigendafélagið benda á í yfirlýsingu að án aðgerða af hálfu sveitarfélega muni sú þessi hækkun leiða til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta-og gjalda. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, bendir á að eldri borgarar séu í sérstaklega erfiðri stöðu gagnvart þessari hækkun. Þeir geti yfirleitt ekki sótt sér auknar tekjur til að mæta hærri skattbyrði. „Enn einu sinni eru lagðar auknar byrðar á eldra fólk og nú í formi fasteignaskatta. Staðan er þannig að lífeyrir eldra fólks hækkar um einhver 6% á þessu tímabili en það er verið að tala um að hækka fasteignamatið um tæp 20% og þarna er hópur sem hefur enga möguleika á að breyta sínum tekjum og þetta er gert með einhverjum útreikningum sem eru illskiljanlegir.“ Helgi skorar á sveitarfélög að grípa inn í og gæta þess að ekki séu lagðar álögur á eldra fólk sem það geti ekki með nokkru móti staðið undir. „Þessi hópur veður ekkert í peningum eins og menn hafa nú gjarnan verið að benda á og þurfa á öllu sínu að halda þannig að við bara skorum á sveitarfélögin að grípa þarna inn í. Við skiljum ekkert í því að menn geti fundið út þessa hækkun sem er sko helmingi hærri en verðbólga.“ Endurskoða þurfi hvernig fasteignamat sé reiknað. „Við erum svona til lengri tíma að hvetja yfirvöld til að huga að þessu fasteignamati og hvernig það er reiknað. Það þarf að fara mjög vandlega ofan í fastiegnamatið og átta sig á því hvort það birti raunverulega mynd af stöðunni.“
Fasteignamarkaður Skattar og tollar Eldri borgarar Félagasamtök Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43