Skýr forysta víst til staðar 14. júní 2004 00:01 "Forystan er ekki lengur bundin í persónu borgarstjóra eins og hún hefur lengi verið í Reykjavík, heldur dreifist milli fleiri ráðamanna sem allir eru í pólitískri forystu," segir Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi um fullyrðingar Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að Reykjavíkurlistann skorti forystu. "Ef menn eru á þeirri skoðun að afdráttarlaus pólitísk forysta sé bundin í einni persónu þá það, en það er ekki mín sýn á lífið," bætir Árni við. Hann segist ekki hafa orðið var við valdaþreytu í samstarfi Reykjavíkurlistans, þegar vandamál hafi komið upp hafi þau verið leyst á farsælan hátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segist fagna allri gagnrýni sem fram komi á störf Reykjavíkurlistans; það sé dæmi um lífsmark með meirihlutanum og að fólk hafi skoðanir á hlutunum. Hún segir einnig að ekki sé hætta á að fámenn klíka komist til valda eins og Helgi Hjörvar hefur áhyggjur af. "Um hundrað manns gegna nefndarstörfum fyrir Reykjavíkurlistann, fólk úr flokkunum og utan þeirra og þessi hópur hefur áhrif á stjórn borgarinnar. Ég er því ekki sammála að það sé lítil klíka sem ráði öllu." Hún bætir við að með brotthvarfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr sæti borgarstjóra hafi margt breyst, valddreifingin sé meiri en áður og það sé mun lýðræðislegra en að kallað sé eftir einum sterkum aðila sem ráði öllu. Þá vill hún ekki kannast við þreytu í samstarfinu. Alfreð Þorsteinsson tekur í sama streng og Árni og Steinunn og segir það út í hött að tala um að það skorti pólitíska forystu. Hann segir það eðlilegt að ólíkar áherslur komi upp í kosningabandalagi þriggja ólíkra flokka en hingað til hafi tekist að vinna úr því. Hann segir enn fremur að það sé eðlilegt að Þórólfur Árnason borgarstjóri sigli lygnan sjó og taki ekki að sér afdráttarlausa forystu þar sem hann sé ráðinn til starfsins af Reykjavíkurlistanum. "Ef hann væri hins vegar kjörinn af fólkinu í kosningunum gæti staða hans auðveldlega breyst." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
"Forystan er ekki lengur bundin í persónu borgarstjóra eins og hún hefur lengi verið í Reykjavík, heldur dreifist milli fleiri ráðamanna sem allir eru í pólitískri forystu," segir Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi um fullyrðingar Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að Reykjavíkurlistann skorti forystu. "Ef menn eru á þeirri skoðun að afdráttarlaus pólitísk forysta sé bundin í einni persónu þá það, en það er ekki mín sýn á lífið," bætir Árni við. Hann segist ekki hafa orðið var við valdaþreytu í samstarfi Reykjavíkurlistans, þegar vandamál hafi komið upp hafi þau verið leyst á farsælan hátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segist fagna allri gagnrýni sem fram komi á störf Reykjavíkurlistans; það sé dæmi um lífsmark með meirihlutanum og að fólk hafi skoðanir á hlutunum. Hún segir einnig að ekki sé hætta á að fámenn klíka komist til valda eins og Helgi Hjörvar hefur áhyggjur af. "Um hundrað manns gegna nefndarstörfum fyrir Reykjavíkurlistann, fólk úr flokkunum og utan þeirra og þessi hópur hefur áhrif á stjórn borgarinnar. Ég er því ekki sammála að það sé lítil klíka sem ráði öllu." Hún bætir við að með brotthvarfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr sæti borgarstjóra hafi margt breyst, valddreifingin sé meiri en áður og það sé mun lýðræðislegra en að kallað sé eftir einum sterkum aðila sem ráði öllu. Þá vill hún ekki kannast við þreytu í samstarfinu. Alfreð Þorsteinsson tekur í sama streng og Árni og Steinunn og segir það út í hött að tala um að það skorti pólitíska forystu. Hann segir það eðlilegt að ólíkar áherslur komi upp í kosningabandalagi þriggja ólíkra flokka en hingað til hafi tekist að vinna úr því. Hann segir enn fremur að það sé eðlilegt að Þórólfur Árnason borgarstjóri sigli lygnan sjó og taki ekki að sér afdráttarlausa forystu þar sem hann sé ráðinn til starfsins af Reykjavíkurlistanum. "Ef hann væri hins vegar kjörinn af fólkinu í kosningunum gæti staða hans auðveldlega breyst."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira