Ólík kosningabarátta 16. júní 2004 00:01 Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu. Ávarp Baldurs var örstutt, aðeins tæplega tvær mínútur, en því næst bauð hann fólki að spyrja. Spurningar voru engar og Baldur þakkaði fyrir sig og óskaði mönnum góðrar máltíðar. Þar með var vinnustaðafundinum lokið en hann stóð í nákvæmlega tvær mínútur og 32 sekúndur. Baldur segir að sér sé tekið vel þar sem hann fer, fólk vilji frið um embættið og fagni því að kominn sé fram ópólitískur valkostur. Á leiðinni út spjallaði Baldur við tvær konur stutta stund en annað gerðist ekki í þessari örstuttu heimsókn hans til Íslandspósts. Barátta Ástþórs Magnússonar þessa dagana snýst aðallega um það að komast að í fjölmiðlum. Hann komst að í dag í 45 mínútur á Hrafnaþingi Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu, reyndar óboðinn. Hann sagðist vilja kynna boðskap sinn fyrir Ingva Hrafni þar sem hann hefði greinilega ekki kynnt sér hann nægilega vel sjálfur. Ingvi Hrafn lét að því liggja að Ástþór væri ekki með öllum mjalla. Hann spurði hann hvort hann hefði farið í geðrannsókn en Ástþór neitaði því, hins vegar væri hann tilbúinn til þess hvenær sem er. Ástþór þótti komast ágætlega frá óþæglegum spurningum og Ingvi Hrafn gaf honum sitt heilbrigðisvottorð. Hann væri prúður maður og liti vel út, eins og geðheilbrigður maður. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu. Ávarp Baldurs var örstutt, aðeins tæplega tvær mínútur, en því næst bauð hann fólki að spyrja. Spurningar voru engar og Baldur þakkaði fyrir sig og óskaði mönnum góðrar máltíðar. Þar með var vinnustaðafundinum lokið en hann stóð í nákvæmlega tvær mínútur og 32 sekúndur. Baldur segir að sér sé tekið vel þar sem hann fer, fólk vilji frið um embættið og fagni því að kominn sé fram ópólitískur valkostur. Á leiðinni út spjallaði Baldur við tvær konur stutta stund en annað gerðist ekki í þessari örstuttu heimsókn hans til Íslandspósts. Barátta Ástþórs Magnússonar þessa dagana snýst aðallega um það að komast að í fjölmiðlum. Hann komst að í dag í 45 mínútur á Hrafnaþingi Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu, reyndar óboðinn. Hann sagðist vilja kynna boðskap sinn fyrir Ingva Hrafni þar sem hann hefði greinilega ekki kynnt sér hann nægilega vel sjálfur. Ingvi Hrafn lét að því liggja að Ástþór væri ekki með öllum mjalla. Hann spurði hann hvort hann hefði farið í geðrannsókn en Ástþór neitaði því, hins vegar væri hann tilbúinn til þess hvenær sem er. Ástþór þótti komast ágætlega frá óþæglegum spurningum og Ingvi Hrafn gaf honum sitt heilbrigðisvottorð. Hann væri prúður maður og liti vel út, eins og geðheilbrigður maður.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira