Ástþór óánægður með Ólaf Ragnar 19. júní 2004 00:01 Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag. Þeir voru þó ekki í viðtali allir í einu, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fóru inn hver á eftir öðrum. Ekki voru allir frambjóðendurnir sáttir við að hafa þann háttinn á. Ástþór Magnússon spurði Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, á göngum Ríkisútvarpshússins, hvenær hann ætli að hitta sig í kappræðum. Forsetinn sagði það verða í næstu viku, á tveimur fundum sem búið væri að samþykkja, og byrjaði að ganga í burtu frá Ástþóri sem spurði þá hvers vegna hann hlypi í burtu. Ólafur Ragnar sagðist ekki vera að því og innti Ástþór hann þá eftir því, hvers vegna hann hafi læðst bakdyramegin út af skrifstofu sinni á dögunum til að forðast að hitta sig. Forsetinn sagði það rangt og gekk á brott. Ástþór sagði þá við viðstadda að Ólafur Ragnar væri furðulegasti forseti sem hann hafi kynnst á ævinni. Baldur Ágústsson, þriðji forsetaframbjóðandinn, segir kosningabaráttu sína alls ekki vonlausa þrátt fyrir að sumar kannanir bendi til þess. Honum sé alls staðar tekið vel og kannanirnar, sem birst hafi, séu svo mismunandi og að fylgi hans mælist jafnvel 40% í sumum þeirra. Aðspurður hvort Baldur álíti ákvörðun núverandi forseta, að undirrita ekki fjölmiðlalögin, koma sér til góðs eða ills, segir hann ákvörðunina líklega ekki hafa nein áhrif hvað það varðar. Sjálfur segist hann ætla að undirrita lögin, verði hann kosinn. Ástþór Magnússon segir forsetakosningarnar með sovésku sniði og að fólk ætti að spyrja sig hvers vegna engir umræðuþættir séu á Stöð 2 fyrir kosningarnar. Hann segir ekkert óeðlilegt að niðurstöður kannana, þar sem fylgi hans mælist mjög lítið, séu „með sovésku sniði við svona aðstæður.“ Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag. Þeir voru þó ekki í viðtali allir í einu, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fóru inn hver á eftir öðrum. Ekki voru allir frambjóðendurnir sáttir við að hafa þann háttinn á. Ástþór Magnússon spurði Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, á göngum Ríkisútvarpshússins, hvenær hann ætli að hitta sig í kappræðum. Forsetinn sagði það verða í næstu viku, á tveimur fundum sem búið væri að samþykkja, og byrjaði að ganga í burtu frá Ástþóri sem spurði þá hvers vegna hann hlypi í burtu. Ólafur Ragnar sagðist ekki vera að því og innti Ástþór hann þá eftir því, hvers vegna hann hafi læðst bakdyramegin út af skrifstofu sinni á dögunum til að forðast að hitta sig. Forsetinn sagði það rangt og gekk á brott. Ástþór sagði þá við viðstadda að Ólafur Ragnar væri furðulegasti forseti sem hann hafi kynnst á ævinni. Baldur Ágústsson, þriðji forsetaframbjóðandinn, segir kosningabaráttu sína alls ekki vonlausa þrátt fyrir að sumar kannanir bendi til þess. Honum sé alls staðar tekið vel og kannanirnar, sem birst hafi, séu svo mismunandi og að fylgi hans mælist jafnvel 40% í sumum þeirra. Aðspurður hvort Baldur álíti ákvörðun núverandi forseta, að undirrita ekki fjölmiðlalögin, koma sér til góðs eða ills, segir hann ákvörðunina líklega ekki hafa nein áhrif hvað það varðar. Sjálfur segist hann ætla að undirrita lögin, verði hann kosinn. Ástþór Magnússon segir forsetakosningarnar með sovésku sniði og að fólk ætti að spyrja sig hvers vegna engir umræðuþættir séu á Stöð 2 fyrir kosningarnar. Hann segir ekkert óeðlilegt að niðurstöður kannana, þar sem fylgi hans mælist mjög lítið, séu „með sovésku sniði við svona aðstæður.“
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira