„Kostar líka sitt að hafa einræði“ 20. júní 2004 00:01 Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. Henni, og stuðningsmönnum hennar, hafi ekki tekist að fá Vígdísi Finnbogadóttur í sameiginlega umræðuþætti alla kosningabaráttuna 1988. „Það var eftir Vigdísi haft: „Þjóðin þekkir mig“,“ sagði Sigrún í samtali við fréttamann fyrr í dag. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að koma í umræðuþætti með mótframbjóðendum sínum, þeim Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni, síðar í þessari viku, til að mynda í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudag - daginn fyrir forsetakosningarnar. Ástþór og Baldur eru andvígir ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar en Sigrún Þorsteinsdóttir er ánægð með að hann skyldi neita að skrifa undir lögin. „Tilgangurinn með mínu framboði var að ítreka þennan málskotsrétt sem forseti hefur og þess vegna er ég mjög ánægð yfir því að þjóðin fái nú að segja sitt álit um þetta mál. Í mínum huga skiptir ekki öllu máli hvert málið er, heldur að þetta er skref í þá átt að gera lýðræðið virkara. Það þarf að þróa lýðræði því það er ekki eitthvað sem kemur bara tilbúið,“ segir Sigrún. Hún segir jafnframt að það sé mikilvægt lýðræðinu að kosið sé um forseta. Það gildi einu þótt skoðanakannanir sýni að frambjóðandi eigi litla sem enga möguleika. „Það er út í hött að tala um einhverjar peningaupphæðir í tengslum við forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fylgir lýðræðinu og ekki viljum við einræði. Það kostar líka sitt að að hafa einræði,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi 1988. Sigrún fékk 7000 atkvæði, Vigdís Finnbogadóttir 117.000. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. Henni, og stuðningsmönnum hennar, hafi ekki tekist að fá Vígdísi Finnbogadóttur í sameiginlega umræðuþætti alla kosningabaráttuna 1988. „Það var eftir Vigdísi haft: „Þjóðin þekkir mig“,“ sagði Sigrún í samtali við fréttamann fyrr í dag. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að koma í umræðuþætti með mótframbjóðendum sínum, þeim Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni, síðar í þessari viku, til að mynda í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudag - daginn fyrir forsetakosningarnar. Ástþór og Baldur eru andvígir ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar en Sigrún Þorsteinsdóttir er ánægð með að hann skyldi neita að skrifa undir lögin. „Tilgangurinn með mínu framboði var að ítreka þennan málskotsrétt sem forseti hefur og þess vegna er ég mjög ánægð yfir því að þjóðin fái nú að segja sitt álit um þetta mál. Í mínum huga skiptir ekki öllu máli hvert málið er, heldur að þetta er skref í þá átt að gera lýðræðið virkara. Það þarf að þróa lýðræði því það er ekki eitthvað sem kemur bara tilbúið,“ segir Sigrún. Hún segir jafnframt að það sé mikilvægt lýðræðinu að kosið sé um forseta. Það gildi einu þótt skoðanakannanir sýni að frambjóðandi eigi litla sem enga möguleika. „Það er út í hött að tala um einhverjar peningaupphæðir í tengslum við forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fylgir lýðræðinu og ekki viljum við einræði. Það kostar líka sitt að að hafa einræði,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi 1988. Sigrún fékk 7000 atkvæði, Vigdís Finnbogadóttir 117.000.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira