Skór dauðans og antík Adidas-peysa 24. júní 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. lilja@frettabladid.is Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. lilja@frettabladid.is
Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira