Mesta kjörsókn á Akureyri 26. júní 2004 00:01 Kjörsókn fer hægt af stað í dag þegar Íslendingar kjósa sér forseta. Í Reykjavíkurkjördæmunum voru tæplega 19 prósent atkvæðisbærra manna búnir að kjósa klukkan tvö en í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum höfðu rúmlega fjórðungur kjósenda greitt atkvæði. Í suðvesturkjördæmi hafa ekki verið teknar saman tölur um kjörsókn í kjördæminum öllu en taka má dæmi af Hafnarfirði. Þar var kjörsókn 11,7 prósent klukkan tvö en í síðustu Alþingiskosningum fyrir ári höfðu á milli 22 prósent greitt atkvæði klukkan eitt í Hafnarfirði. Í Norðvesturkjördæmi munu nýjar tölur um kjörsókn liggja fyrir eftir um það bil klukkustund en þar höfðu 4,5 prósent kosið á hádegi. Í þessu kjördæmi eru menn lítið fyrir samanburð við fyrri ár. Áhugasömustu kjósendurnir þetta árið virðast búa á Akureyri en þar er kjörsókn ívið betri en í síðustu alþingiskosningum - það sem af er degi í það minnsta. Klukkan tvö höfðu tæplega 24 prósent greitt atkvæði í forsetakosningunum, en 22 prósent í sameiningarkosningunum. Akureyringum gefst nefnilega í dag kostur á að segja sitt álit á sameiningu við Hríseyjarhrepp. Í Alþingiskosningunum í fyrra höfðu á sama tíma tæplega 23 prósent Akureyringa með kosningarétt greitt atkvæði. Ekki hefur verið hægt að nálgast upplýsingar um kjörsókn í Norðausturkjördæmi í heild. Í suðurkjördæmi hafa ekki verið teknar saman nýjar tölur frá því á hádegi. Þá var kjörsókn mun minni en í alþingiskosningunum í fyrra. Á Selfossi var kjörsókn 14,5 prósent, á Reykjanesi 6,6 prósent, í Vestmannaeyjum fimm prósent en í smærri kjördeildum er talið að kjörsókn hafi verið skárri. Flestar kjördeildir verða opnar til klukkan tíu í kvöld en fámennustu deildirnar verða lokaðar eitthvað fyrr. Búist er við fyrstu tölum uppúr klukkan tíu en víðast hefst talning um sjö. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Kjörsókn fer hægt af stað í dag þegar Íslendingar kjósa sér forseta. Í Reykjavíkurkjördæmunum voru tæplega 19 prósent atkvæðisbærra manna búnir að kjósa klukkan tvö en í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum höfðu rúmlega fjórðungur kjósenda greitt atkvæði. Í suðvesturkjördæmi hafa ekki verið teknar saman tölur um kjörsókn í kjördæminum öllu en taka má dæmi af Hafnarfirði. Þar var kjörsókn 11,7 prósent klukkan tvö en í síðustu Alþingiskosningum fyrir ári höfðu á milli 22 prósent greitt atkvæði klukkan eitt í Hafnarfirði. Í Norðvesturkjördæmi munu nýjar tölur um kjörsókn liggja fyrir eftir um það bil klukkustund en þar höfðu 4,5 prósent kosið á hádegi. Í þessu kjördæmi eru menn lítið fyrir samanburð við fyrri ár. Áhugasömustu kjósendurnir þetta árið virðast búa á Akureyri en þar er kjörsókn ívið betri en í síðustu alþingiskosningum - það sem af er degi í það minnsta. Klukkan tvö höfðu tæplega 24 prósent greitt atkvæði í forsetakosningunum, en 22 prósent í sameiningarkosningunum. Akureyringum gefst nefnilega í dag kostur á að segja sitt álit á sameiningu við Hríseyjarhrepp. Í Alþingiskosningunum í fyrra höfðu á sama tíma tæplega 23 prósent Akureyringa með kosningarétt greitt atkvæði. Ekki hefur verið hægt að nálgast upplýsingar um kjörsókn í Norðausturkjördæmi í heild. Í suðurkjördæmi hafa ekki verið teknar saman nýjar tölur frá því á hádegi. Þá var kjörsókn mun minni en í alþingiskosningunum í fyrra. Á Selfossi var kjörsókn 14,5 prósent, á Reykjanesi 6,6 prósent, í Vestmannaeyjum fimm prósent en í smærri kjördeildum er talið að kjörsókn hafi verið skárri. Flestar kjördeildir verða opnar til klukkan tíu í kvöld en fámennustu deildirnar verða lokaðar eitthvað fyrr. Búist er við fyrstu tölum uppúr klukkan tíu en víðast hefst talning um sjö.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira