Innlent

Ólafur Ragnar með 85,6 % atkvæða

Í Reykjavíkurkjördæmi norður hafa 18.874 atkvæði verið talin. Þau skiptast þannig að Ástþór Magnússon er með 360 eða 1,9 %, Baldur Ágústsson er með 1.768 atkvæði eða 9,4 % og Ólafur Ragnar Grímssson 12.475 atkvæði eða 66,0 %. Auðir seðlar eru 4.271 eða 22,6 %. Í Norðausturkjördæmi hafa 5.600 atkvæði verið talin. Þau skiptast þannig að Ástþór Magnússon er með 56 atkvæði eða 1,0 %, Baldur Ágústsson er með 474 atkvæði eða 8,5 % og Ólafur Ragnar Grímssson 4.252 atkvæði eða 76,0 %. Auðir seðlar eru 787 eða 14,0 %. Í Suðvesturkjördæmi hafa 15.050 atkvæði verið talin. Þau skiptast þannig að Ástþór Magnússon er með 150 atkvæði eða 1,0 %, Baldur Ágústsson er með 1.550 eða 10,3 % og Ólafur Ragnar Grímssson 9.100 eða 60,5 %. Auðir seðlar eru 4.200 eða 28,0 %. Samkvæmt þessu er Ólafur Ragnar Grímsson með 65,5 % atkvæða, Baldur Ágústsson með 9,6 % og Ástþór Magnússon með 1,4 %. Auðir seðlar teljast 23,5%. Ef aðeins er tekið mið af gildum atkvæðum er Ólafur Ragnar Grímsson með 85,6% atkvæða, Baldur Ágústsson með 12,6% og Ástþór Magnússon með 1,9%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×