Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi

Í Norðvesturkjördæmi hafa nú verið talin 500 atkvæði en talning þar fór seint af stað. Þau skiptast þannig að Ástþór Magnússon er með 2 atkvæði eða 0,4%, Baldur Ágústsson er með 66 atkvæði eða 13,2% % og Ólafur Ragnar Grímssson 329 atkvæði eða 65,8 %. Auðir seðlar eru 102 eða 20,4 %. Einn seðill var ógildur.