Hrærður yfir stuðningnum 27. júní 2004 00:01 "Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem þessi úrslit fela í sér," segir Ólafur Ragnar Grímsson um endurkjör sitt til embættis forseta. Ólafur segir að ef miðað sé við þá sem tóku afstöðu séu úrslitin það afgerandi "að fáir þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum geta látið sig dreyma um slíkan stuðning," Hann telur að jafnvel þótt auðu seðlarnir séu teknir með í reikninginn sé stuðningurinn meiri en hann átti von á. "Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið og miðað við stærstu stjórnmálaflokka landsins." Ólafur Ragnar telur þó ekki að kosningarnar hafi verið pólitískar nema að litlu leyti og segist enn líta á sig og forsetaembættið sem sameiningartákn. "Það að vera sameiningartákn hefur aldrei falið í sér að allir væru alltaf sáttir við forsetann og störf hans. Það er ósköð eðlilegt því forsetinn á ekki að vera helgimynd." Kosningaþátttaka var mjög dræm en Ólafur segir að það hafi mátt búast við því ef miðað sé við kosningarnar 1988 og þróun kjörsóknar bæði hér á landi og erlendis. "Ég held að kannanir sem áttu að benda til annars hafi verið mistúlkaðar." Ólafur segir að ef einhverja ályktun sé hægt að draga af þessum kosningum sé það að ákvörðun hans að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi ekki valdið því írafári sem haldið hafi verið fram. "Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minnni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins." Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Sjá meira
"Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem þessi úrslit fela í sér," segir Ólafur Ragnar Grímsson um endurkjör sitt til embættis forseta. Ólafur segir að ef miðað sé við þá sem tóku afstöðu séu úrslitin það afgerandi "að fáir þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum geta látið sig dreyma um slíkan stuðning," Hann telur að jafnvel þótt auðu seðlarnir séu teknir með í reikninginn sé stuðningurinn meiri en hann átti von á. "Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið og miðað við stærstu stjórnmálaflokka landsins." Ólafur Ragnar telur þó ekki að kosningarnar hafi verið pólitískar nema að litlu leyti og segist enn líta á sig og forsetaembættið sem sameiningartákn. "Það að vera sameiningartákn hefur aldrei falið í sér að allir væru alltaf sáttir við forsetann og störf hans. Það er ósköð eðlilegt því forsetinn á ekki að vera helgimynd." Kosningaþátttaka var mjög dræm en Ólafur segir að það hafi mátt búast við því ef miðað sé við kosningarnar 1988 og þróun kjörsóknar bæði hér á landi og erlendis. "Ég held að kannanir sem áttu að benda til annars hafi verið mistúlkaðar." Ólafur segir að ef einhverja ályktun sé hægt að draga af þessum kosningum sé það að ákvörðun hans að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi ekki valdið því írafári sem haldið hafi verið fram. "Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minnni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins."
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Sjá meira