Fimmti hver skilaði auðu 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira