Yfirlit yfir úrslit kosninga 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira