Forsetaembættið hefur breyst 28. júní 2004 00:01 "Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
"Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira